Category: Frettir


Kynning á norrænum menningarstyrkjum

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

4th November

Mánudaginn 26. Nóvember s.l hélt Ása Richardsdóttir verkefnasendiherra Norræna menningarsjóðsins, kynningu á norræna styrkjakerfinu fyrir félaga SL í Tjarnarbíói.  Auk Ásu sögðu þau Pétur Ármannsson og Brogan Davison frá reynslu sinni af styrkjakerfinu.  Fundurinn var ágætlega sóttur og í kjölfarið bauð Ása uppá prívatfundi fyrir félaga SL til að þróa hugmyndir um norrænt samstarf.    Hægt er að sækja um styrki í tvo menningarsjóði, Norræna mennignarsjóðinn og Norrænu menningargáttina.   Á síðu Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri er að finna tengla á fleiri sjóði og upplýsingar um umsóknarfresti og ennfremur má finna tengla á síðu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðulandráðs.

Hlaða má niður glærukynningu Ásu Richardsdóttur hér:  Kynning Norrænir Sjóðir SL endurbættUmsögn SL um fjárlög 2016

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

20th October

Sjálfstæðu leikhúsin hafa skilað umsögn um fjárlög 2016 til fjárlaganefndar Alþingis og er í megindráttum hér að neðan.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●  að framlag til starfsemi atvinnuleikhópa1 verði hækkað úr 78,5 í 107 milljónir.
●  að mánuðum verði fjölgað í launasjóði sviðslistafólks, úr 190 mánuðum í 280 mánuði.

Vegna þess að:

●  SL frumsýna 60% allra sýninga í íslensku sviðslistaumhverfi.

●  SL fá 30% áhorfenda á sýningar sínar.

●  SL fengu helming allra tilnefninga til Grímuverðlauna á liðnu leikári.

●  SL fá aðeins 8​% a​f því fjármagni sem lagt er til sviðslista á Íslandi.

●  launakostnaður hefur hækkað um 25%.

●  að SL er í fararbroddi þegar kemur að nýsköpun og kynningu á íslenskum sviðslistaverkum innan lands sem utan.

Umsögnina má lesa í heild sinni hér:  Umsögn um FjárlögFrystiklefinn Rifi hlýtur Eyrarrósina 2015

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

6th April

Frysti­klef­inn á Rifi hlaut Eyr­ar­rós­ina 2015 sem veitt er fyr­ir framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­verk­efni utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Þetta var í ell­efta sinn sem viður­kenn­ing­in er veitt, en hana veita Byggðastofn­un, Flug­fé­lag Íslands og Lista­hátíð í Reykja­vík.

Dor­rit Moussai­eff for­setafrú er vernd­ari Eyr­ar­rós­ar­inn­ar og af­henti Kára Viðars­syni, eig­anda og fram­kvæmda­stjóra Frysti­klef­ans verðlaun­in.ALÞJÓÐLEGI LEIKLISTARDAGURINN 27. MARS 2015

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

27th March

ALÞJÓÐLEGI LEIKLISTARDAGURINN 27. MARS 2015

23. mar 2015

Alþjóðlegi leiklistardagurinn er þann 27. mars, en hann hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1961. Það er Alþjóða Leiklistarstofunin ITI sem stendur fyrir verkefninu og viðburðum því tengdu. Á hverju ári hafa mikilsvirtir sviðslistamenn eða áhrifafólk úr öðrum geirum verið fengnir til að flytja hið alþjóðlega ávarp. Í ár er það pólski leikstjórinn Krzysztof Warlikowski sem semur alþjóðaávarpið. Þýðingu á ávarpinu má sjá hér fyrir neðan

Leiklistasambandið hefur haft þá venju að fá íslenskt sviðslistafólk til að semja íslenskt ávarp fyrir Alþjóðaleikhússdaginn og í ár er það Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sem semur íslenska ávarpið.

Boðskapur á alþjóðlega leiklistardeginum, 27. mars 2015

Eftir Krzysztof Warlikowski

Sanna leikhússnillinga er helst að finna víðs fjarri leiksviðinu. Vanalega hafa þeir ekki áhuga á að brúka leikhúsið sem eins konar maskínu til að endurtaka hefðbundnar aðferðir og klisjur. Þeir leita uppi ferskar uppsprettur, lifandi … Read More »ÍSLENSKT ÁVARP Á ALÞJÓÐLEGUM DEGI LEIKLISTARINNAR

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

27th March

ÍSLENSKT ÁVARP Á ALÞJÓÐLEGUM DEGI LEIKLISTARINNAR
eftir Halldóru Geirharðsdóttur

26. mar 2015

Leiksýning er ferðalag ykkar kæru áhorfendur.

VIðbrögð ykkar eru líf ykkar, ef þið eruð snortin þá er það af því þið hafið komist í samband við ykkar eigin líf.

Hlutverk okkar sem stöndum á sviðinu er að fara eins nálægt sjálfum okkur og kostur er, svo þið eigið möguleika að komast nær ykkur. Spegilfrumur eða-hermifrumur áhorfandanna geta komist jafn langt og dýpt sýningarinnar.

Leikhúslistafólk rannsakar á löngu æfingar og sköpunarferli manneskjur, samfélag og sögur og áhorfendur fá tækifæri til að upplifa rannsóknina og ferðalagið á einni kvöldstund.

Rússneskur leikstjóri kenndi mér að enginn kemur í leikhús til að horfa á hversdagslegu mig, ég hef ekki leyfi til að standa á sviði sem hvundagslega ég. Á sviðinu er ég farvegur fyrir ÆÐRI mig. Og ÆÐRI ég erum VIÐ, samvitund. Á sviðinu komum við sameiginlegri vitneskju um … Read More »Nýr framkvæmdarstjóri!

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

25th March

Sjálfstæðu Leikhúsin hlutu þriggja milljón króna styrk til rekstur skrifstofu fyrir árið 2015.  Gunnar Gunnsteinsson fráfarandi framkvæmdarstjóri SL hefur hafið störf sem framkvæmdarstjóri Menningarfélags Akureyrar og því var auglýst eftir nýjum framkvæmdarstjóra í 50% starf í febrúar.  Alls sóttu 13 einstaklingar um starfið og var Friðrik Friðriksson ráðinn í starfið um miðjan mars.

Friðrik hefur starfað sem leikari og leikstjóri undanfarin 17 ár og verið virkur í starfi Sjálfstæðu leikhúsanna og sat m.a. í stjórn Tjarnarbíós frá 2011 til 2014.  Hann útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands árið 1998 og hefur starfað m.a. hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu.  Friðrik er í MBA námi við Háskólann í Reykjavík sem hann lýkur vorið 2016.

Skrifstofa SL í Tjarnarbíó verður opin mánudaga og þriðjudag frá 9 – 12.  Auk þess er hægt að ná í Friðrik í síma 699-0770 eða bara senda honum póst á … Read More »Úthlutun leiklistarráðs 2015

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

29th January

Úthlutun styrkja til atvinnuleikhópa 2015

27.1.2015

Mennta- og menningarmálaráðherra  hefur að tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2015. Alls bárust 86 umsóknir frá 80 aðilum, þar af bárust tvær umsóknir um samstarfssamning.

Úthlutað var 75. 5 milljónum króna til 13 verkefna og eins samstarfssamnings við Gaflaraleikhúsið til tveggja ára með 10 milljón króna framlagi hvort ár.

Leikhópurinn sem stendur að Gaflaraleikhúsinu í  Hafnarfirði áætlar að vinna að fjórum verkefnum fyrir börn og unglinga auk fullorðna. Þessi verkefni eru:  Einar Ben, söguleikhús, Biblían á 60 mínútum,  Bakarofninn, þar sem matargerð er lyst og Þankagangur.  Hafnarfjarðarbær hefur staðfest mótframlag til þessara verkefna.

Nafn hóps
Forsvarsmaður
Verkefni
Styrkir

Dans:

Melkorka S. Magnúsdóttir
Melkorka S. Magnúsdóttir
Milkywhale
3.734.000

Menningarfél. Tær
Katrín Gunnarsdóttir
Kvika
6.763.000

Rósa & Inga
Rósa Ómarsdóttir
Carrie’s Cry
4.744.000

Börn:

Ásrún Magnúsdóttir & samstarfsfólk
Ásrún Magnúsdóttir
Made in Children
7.115.000

Barnamennfélag Skýjaborg
(bíbí & blaka)
Sólrún Sumarliðadóttir
Stormur og skýin
1.310.000

Brúðuheimar
Hildur M. Jónsdóttir
Íslenski fíllinn
5.650.000

Önnur sviðsverk:

Áhugaleikhús atvinnumanna
Steinunn Knútsdóttir
Ódauðleg verk 1 – 5
900.000

Kvenfélagið Garpur
Sólveig Guðmundsdóttir
Sóley Rós ræstitæknir
4.367.000

Leikhópurinn Díó
Aðalbjörg Þ. Árnadóttir
Natalía og Natalía
3.406.000

LGF slf.
Heiðar Sumarliðason
Amöbur átu úr mér augun
5.995.000

OST
Olga … Read More »Úthlutun sviðslistasjóðs 2015

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

9th January

Til úthlutunar voru 1.601 mánaðarlaun, sótt var um 10.014 mánuði. Alls bárust 769 umsóknir frá einstaklingum og hópum (1296 einstaklingar) um starfslaun og ferðastyrki og var úthlutað til 267 einstaklinga og hópa. Samkvæmt fjárlögum 2015 eru mánaðarlaunin 321.795 kr. Um verktakagreiðslur er að ræða.

 

Launasjóður sviðslistafólks: 190 mánuðir voru til úthlutunar. Sótt var um 1.586 mánuði.

Alls bárust 110 umsóknir (518 umsækjendur) – 18 einstaklingsumsóknir, 4 samstarfsumsóknir í sjóðinn (10 umsækjendur), 3 umsóknir einstaklinga í launasjóð sviðslistafólks og aðra sjóði, 3 umsóknir vegna samstarfs við umsækjendur í aðra sjóði (7 einstaklingar), 78 umsóknir frá sviðslistahópum (471 umsækjandi) og 4 um ferðastyrki (9) umsækjendur.

Starfslaun fá 5 einstaklingar, 1 umsókn um samstarf í sjóðinn (3 einstaklingar), 1 einstaklingur í fleiri en einn sjóð, 14 hópar (76 einstaklingar) og 1 fær ferðastyrk.

Launasjóður sviðslistafólks

3 mánuðir
Dóra Jóhannsdóttir
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Þorsteinn Guðmundsson
Snorri Freyr Hilmarsson

6 mánuðir
Ragnar Bragason

8 mánuðir
Margrét Sara Guðjónsdóttir

Samstarf innan sjóðs

9 mánuðir samtals
Alexander … Read More »Words, A way of exploring artistic practice.

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

18th September

Vinnustofa

Dagana 19. september 18:00-20:00 og 20. september 10:00-16:00 mun Barbara Simonson, listrænn stjórnandii Labratoriet, miðstöðvar rannsókna og tilrauna í sviðlistum  í Árósum Danmörku, leiða vinnustofu á vegum Keðja, Writing movement í húsnæði samtímadansdeildarinnar Álfhól við Sölvhólsgötu.

 

Markmið þessarar tveggja daga vinnustofu er að gefa sviðslistafólki ekki síst danslistamönnum tíma og tæki til að íhuga og endurhugsa eigin listrænu vinnu.

 

Enginn aðgangseyrir er að vinnustofunni en skráning á netfanginu: sesseljagm@gmail.com

 

Barbara holds an MA in Literature and Dramaturgy. In 2004, she founded Det Andet Teater/The Other Theatre, www.detandetteater.dk, where experimental productions range from audioplays in art cinemas to an internationally casted music-performance, co-produced with Roy Hart Theatre (F). Barbara has taught at Dept. of Dramaturgy, University of Aarhus, and has worked as a dramaturge/consultant for directors, playwrights, choreographers and companies for many years, specialising in development of process, tools and methods.
Studying your own work methods and … Read More »Róðarí frumsýnt í Tjarnarbíó

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

16th September

Fjögur systkini á miðjum aldri og móðir þeirra neyðast til að hittast þegar ein systirin veikist og þarf á hjálp að halda. Samheldni er ekki þeirra sterkasta hlið. Það er því þrautin þyngri að þurfa í sameiningu að ráða fram úr málum.

Systkinin telja sig öll hafa fundið sér stað í tilverunni óháð hvert öðru. Stóra spurningin er hver eigi að axla ábyrgð á málum fjölskyldunnar þegar á reynir.

Átökin sem eiga sér stað á sviðinu snúast um mannúð og samstöðu gegn sérhyggju og eigingirni. Í þeirri glímu fara draugar fortíðarinnar á kreik og þar hefur hver sinn djöful að draga.

Fjórar af þekktustu leikkonum okkar stíga á svið í Róðaríi eftir nokkurt hlé frá leikhúsinu en auk þeirra leikur einn karlleikari af yngri kynslóð í verkinu.

 

Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Halldóra Björnsdóttir, Kolbeinn Arnbjörnsson, Margrét Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri: Hrund Ólafsdóttir

Leikmynd: Frosti Friðriksson

Búningar: Þórunn María Jónsdóttir

Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson

Lýsing: Valdimar Jóhannsson

Markaðsmál og margt fleira: Júlía Hannam

Grafísk hönnun: Arnór Bogason

Aðstoð við leikmynd … Read More »Styrkir Reykjavíkurborgar

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

8th September

Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2015. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka:

• félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála
• íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála

Á vefsíðunni www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera … Read More »Przedstawienie „Błękitna planeta” na podstawie książki Andriego Snæra Magnasona w Rejkiawiku i Akureyri

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

4th September

Przedstawienie „Błękitna planeta” na podstawie książki Andriego Snæra Magnasona w Rejkiawiku i Akureyri

 

W dniach 18 i 19 września w Tjarnarbio w Reykiawiku, a 21 września w Rýmið w Akureyri zapraszamy na pokazy spektaklu „Błękitna planeta” Miejskiego Teatru Miniatura z Gdańska (Polska) w reżyserii Erlinga Jóhannessona. Przedstawienie jest polską prapremierą sztuki Andriego Snæra Magnasona, adaptacją wielokrotnie nagradzanej książki „Historia błękitnej planety”, przetłumaczonej na ponad 30 języków. Książka opowiada o planecie zamieszkanej wyłącznie przez dzieci, na której pewnego razu pojawia się pierwszy dorosły, sprzedawca kosmicznych odkurzaczy Cezary Nakręcony – w ten sposób rozpoczyna się pełna magii, piękna, ale i zmagań przygoda.

 

– „Historia błękitnej planety” jest wpisana w intensywną debatę o ochronie przyrody i naturalnych zasobów, która toczy się na Islandii. Pokazuje między innymi, jak politycy dla własnych korzyści wykorzystują fałszywą retorykę dla zmylenia wyborców i jakie to może mieć konsekwencje. Ale pomimo … Read More »Blái hnötturinn í Tjarnarbíó og Samkomuhúsinu

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

4th September

Sýningar á „Bláa hnettinum” eftir skáldsögu Andra Snæ Magnasonar í Reykiavík og Akureyri

 

Daganna 18 og 19 september í Tjarnarbíó í Reykiavík, og 21 september í Sakomuhúsinu á Akureyri mun borgarleikhús Teatr Miniatura frá Gdansk í Póllandi vera með sýningar á ”Bláa hnettinum” í leikstjórn Erlings Jóhannessonar. Þetta er pólsk frumuppfærsla á leikriti Andra Snæs Magnasonar eftir margverðlaunaðri bók „Sagan af bláa hnettinum” sem þýdd hefur verið á yfir 30 tungumál. Bókin segir frá hnetti þar sem einungis börn búa og einn góðan veðurdag birtist þar fullorðinn maður, geimryksugufarandsölumaður Gleði-Glaumur Geimmundsson – og þannig hefst töfrandi, fallegt, en líka margslungið ævintýri.

 

„Sagan af bláa hnettinum” er partur af mikillri umræðu um náttúruvernd og náttúruauðlindavernd sem á sér stað á ĺslandi. Afhjúpar m.a. hvernig  stjórnmálamenn nota falska mælsku til að blekkja kjósendur og hvaða afleiðingar það getur það haft. En þrátt fyrir það að bókin … Read More »Ég ♥ Reykjavík

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

26th August

♥Leiðsögn um Reykjavík fyrir börn frá 7 ára aldri og fullorðna í leit að nýjum göngutúr

♥Frumsýnd 28. ágúst á Lókal

♥Fyrsta fjölskyldusýningin í sögu hátíðarinnar

♥Aude Busson umbreytir Reykjavíkurborg í leiksvið og sýnir áhorfendur hennar uppáhalds leynileiðir.

♥Sannkölluð ævintýraferð

♥Útivistarlist handa krökkum og fullorðnum

Ég elska Reykjavík verður frumsýnt á Lókal þann 28 ágúst og  var sýnt í sérstakri forsýningu á Menningarnótt. Í sýningunni fylgjum við Aude Busson, leiðsögumanninum sem þekkir allt og alla, og förum með henni í ferðalag um hvern krók og kima, allar götur og garða, litlu húsin og leyndarmálin sem þau geyma.

Ég elska Reykjavík er fyrsta fjölskyldusýningin í sögu Lókal, en í henni býðst áhorfendum tækifæri til að uppgötva borgina upp á nýtt í óhefðbundinni gönguferð með ýmsum uppákomum. (ATH. Fullorðnir verða að koma í fylgd barna og passa að klæða sig eftir veðri!)

Sýningar verða á Lókal frá 28. til 31. ágúst, frekari upplýsingar og miðasala er á lokal.is.

Aðstandendur

Aude Busson flutti til Íslands fyrir tíu árum síðan frá Frakklandi. … Read More »Styrkir til atvinnuleikhópa

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

26th August

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2015. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða gerðir starfssamningar til lengri tíma.

Umsókn skal fyllt út og skilað á umsóknarvef Rannís: www.rannis.is sem annast alla umsjón.

Umsóknarfrestur er til 7. október 2014 kl. 17:00. Umsókn sem stofnuð hefur verið fyrir þann tíma er hægt að senda inn til kl. 24.00 þann dag.

 

Leiklistarráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. leiklistarlög nr. 138/1998. Áherslusvið sem njóta forgangs við þessa úthlutun, sbr. 4.gr. reglugerðar nr. 1299/2013, eru verk sem takast á við íslenskan samtíma.

 

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími: 515 5800, ragnhildur.zoega@rannis.is og á heimasíðunni www.rannis.is 

 

 

 

Reykjavík, 25. ágúst 2014.

Rannís og Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

 Starfslaun listamanna 2015

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

25th August

 

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2015 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2014, kl. 17:00. Sækja skal um listamannalaun á vefslóðinni www.listamannalaun.is sem leiðir umsækjanda beint inn
á umsóknarsíðu listamannalauna hjá Rannís.

Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru:

– launasjóður hönnuða
– launasjóður myndlistarmanna – launasjóður rithöfunda
– launasjóður sviðslistafólks
– launasjóður tónlistarflytjenda – launasjóður tónskálda

Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki.

Umsóknir skiptast í fjóra flokka:

a. Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð

b. Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð

c. Starfslaun sviðslistafólks – hópar d. Ferðastyrkur

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. … Read More »26 tilnefningar til Grímunar!

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

5th June

Tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslitaverðlaunanna 2014, voru kunngjörðar í dag. Verðlaunin verða veitt í 12. sinn við hátíðlega athöfn á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 16. júní nk. og sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Um sjötíu verk komu til greina til Grímuverðlauna, þar af 7 útvarpsverk, 10 barnaleikhúsverk, 18 danverk og 40 sviðsverk.

Sjálfstæðir sviðslistahópar hlutu alls 26  tilnefningar:

Sýning ársins 2014

Stóru börnin
eftir Lilju Sigurðardóttur
í sviðsetningu Lab Loka

Leikrit ársins 2014

Bláskjár
eftir Tyrfing Tyrfingsson
í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Stóru börnin
eftir Lilju Sigurðardóttur
í sviðsetningu Lab Loka

Leikstjóri árins 2014

Rúnar Guðbrandsson
Stóru börnin
í sviðsetningu Lab Loka

Vignir Rafn Valþórsson
Bláskjár
Í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Leikari ársins 2014 í aðalhlutverki

Stefán Hallur Stefánsson
Lúkas
Í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

Leikkona ársins 2014 í aðalhlutverki

Edda Björg Eyjólfsdóttir
Lúkas
Í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

Leikmynd ársins 2014

Stígur Steinþórsson
Lúkas
Í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

Búningar ársins 2014

Helga I. Stefánsdóttir
Lúkas
Í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

Dansari ársins 2014

Elín Signý W. Ragnarsdóttir
Járnmör/Ironsuet
í sviðsetningu Reykjavík Dance … Read More »Fantastar

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

15th May

Fantastar – leiksýning við höfnina

 

Lygin er ekki andstæða sannleikans heldur hluti af honum.

(Gusta Aagren)

 

Hvalur hefur tekið sér bólfestu í húsi við höfnina. Hann tælir til sín gesti og gangandi með seiðandi söng sínum. Risakræklingur er bundinn við bryggju, fljótandi hljóðfæri liggur við höfnina og er dregið af villtum sæfákum. Þegar komið er inn í gin hvalsins hefst andlegt ferðalag, sem er lyginni líkast.  Þetta ferðalag í gegnum iður hvalsins er þekkt minni í trúarbrögðum, skáldsögum og þjóðsögum þessara landa.  Líkt og Jónas í hvalnum og Gosi forðum daga, mæta áhorfendur aðstæðum og Fantöstum sem hjálpar þeim að sjá lífið og sjálft sig í nýju ljósi.

Fantastar þýðir á íslensku athafnaskáld eða þeir sem lifa jafnt í fantasíu og raunveruleika. Fantastinn á rætur sínar að rekja til Íslands, Grænlands og Færeyja og glæðir líf samferðamanna sinna með góðum sögum … Read More »Útlagar yfirtaka Gamla bíó

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

6th May

Útlagar hafa löngum verið á Íslandi og eru jafnvel enn. Þekktustu útlagarnir eru án efa Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur. Kómedíuleikhúsið hefur samið leikrit um báða þessa kappa sem hafa notið mikilla vinsælda. Nú verða báðir leikirnir sýndir saman og því boðið uppá sannkallaða útlaga leikhústvennu. Sýnt verður í hinu stórglæsilega Gamla bíói enda dugar ekkert minna fyrir svona mikla kappa og þá Gísla Súra og Fjalla-Eyvind. Sýningar hefjast í lok maí og standa fram í miðjan júní.

Fyrsta sýning verður á Uppstigningardag fimmtudaginn 29. maí kl.20 í Gamla bíó. Kveldið hefst með sýningu á Gísla Súrssyni. Leikurinn sá var frumsýndur árið 2005 og hefur verið sýndur um 300 sinnum bæði hér heima og erlendis. Gísli Súrsson er því eitt mest sýnda leikrit þjóðarinnar. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim … Read More »Útundan í Tjarnarbíó

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

3rd April

Leikhópurinn Háaloftið og Tjarnarbíó kynna með stolti

eftir Alison Farina McGlynn

Í leikritinu Útundan er tekið á aðstæðum sem hrjá eitt af hverjum sex pörum í hinum vestræna heimi í dag. Skyggnst er inn í líf þriggja para á fertugsaldri sem þrá að eignast barn en tekst það ekki. Þau leita ýmissa leiða til að láta drauminn rætast og standa frammi fyrir margskonar erfiðum spurningum. Barnleysi getur valdið gífurlegu álagi á líf fólks og haft afdrifaríkar afleiðingar á sambönd þess og líðan. En jafnvel í slíkum aðstæðum hættir tilveran ekkert að vera fáránleg, grátbrosleg og jafnvel fyndin.

Áhrifamikið og nærgöngult leikrit um sársaukann, örvæntinguna og vonina þegar það eðlilegasta og náttúrlegasta af öllu í lífinu er orðið heitasta óskin, fjarlægur draumur, takmark sem kannski mun aldrei nást.

Leikritið vakti sterk viðbrögð og hlaut mjög góða dóma þegar það var frumsýnt í Bretlandi.

**** “Beautifully crafted … Read More »Uppsprettan í Tjarnarbíó

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

1st April

Uppsprettan verður haldin í annað sinn í Tjarnarbíói mánudaginn 7. apríl.

Formið er þannig að leikarar og leikstjórar fá ný stuttverk til að vinna með sólarhring fyrir sýningu. Þau hafa því einungis þennan eina sólarhring til að kynna sér handritið og átta sig á möguleikum þess. Þremur tímum fyrir sýningu hittast listamennirnir í fyrsta sinn og byrja æfingar.

Æfingarnar eru opnar almenningi. Frá kl. 18:00-21:00 geta gestir komið í Tjarnarbíó og kíkt inn á þær æfingar sem eru í húsinu, velt fyrir sér vinnuaðferðum og ákvarðanatökum í sambandi við verkið, jafnvel lesið verkin sjálfir og velt þeim fyrir sér. Inn á milli er hægt að gæða sér á veitingum og veigum á barnum og spjalla við aðra gesti á meðan tónlistarmenn leika ljúfa tóna.

Verkin verða svo sýnd að æfingu lokinni, eða kl. 21:00. Eftir sýninguna býðst gestum að viðra sínar hugmyndir og … Read More »ALÞJÓÐLEGI LEIKLISTARDAGURINN 27. MARS

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

27th March

Alþjóðlegi leiklistardagurinn er á í dag, fimmtudaginn 27. mars, en hann hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1961. Það er Alþjóða Leiklistarstofunin ITI sem stendur fyrir verkefninu og viðburðum því tengdu. Á hverju ári hafa mikilsvirtir sviðslistamenn eða áhrifafólk úr öðrum geirum verið fengnir til að flytja hið alþjóðlega ávarp. Í ár er það Suður-Afríski listamaðurinn Brett Bailey sem semur alþjóðaávarpið. Þýðingu á ávarpinu má sjá hér fyrir neðan.

hefur haft þá venju að fá íslenskan sviðslistamann til að semja íslenskt ávarp fyrir Alþjóðaleikhússdaginn og í ár fellur það í hlut Jóns Atla Jónassonar.

Ávarp á alþjóðadegi leiklistarinnar

eftir Brett Bailey

Hinn óbugandi andi sviðslistanna birtist í öllu mannlegu samfélagi. Undir trjám í smábæjum, á hátæknilegum leiksviðum stórborganna, í skólum og úti undir berum himni, í musterum og í fátækrahverfum, í verslunar- og félagsmiðstöðvum, í miðbæjarkjöllurum. Fólk safnast saman í hverfulum heimi leiklistarinnar sem við … Read More »Opnunarhátíð nýs Tjarnarbíós

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

24th March

Laugardaginn 29. mars kl. 19:00 (húsið opnar 18:30)
 
29. mars næstkomandi heldur Tjarnarbíó, í samvinnu við Vinnsluna, glæsilega opnunarhátíð, þar sem listamenn munu sýna verk í hverju rými hússins, en þetta gamla leikhús leynir sko á sér!

Á síðustu vikum og mánuðum hefur stefna og starfsemi Tjarnarbíós verið skoðuð ofan í kjölinn og ýmsar breytingar hafa verið settar í gang. Þann 29. mars næstkomandi höldum við opnunarhátíð, þar sem við bjóðum öllum að koma og kynnast hinu nýja Tjarnarbíói.

Tjarnarbíó er ekki bara lítið leikhús við Tjörnina, heldur lifandi vettvangur sköpunar og miðstöð allra listforma, þar sem listir eru iðkaðar í hverju rými hússins, hvort sem það er stóri salurinn, tækniherbergið, kaffihúsið eða þröngir ranghalar þessa gamla húss. Hér blandast tónar, litir, leikur og myndir. Sköpunin ræður ríkjum.

Á einni kvöldstund getur þú upplifað margt af því áhugaverðasta í íslensku listalífi, en 24 listamenn og … Read More »Registration for the keðjaMariehamn 2014 dance encounter is open

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

18th March

The keðjaMariehamn 2014 dance encounter takes place in Mariehamn on August 6–9. The event gathers dance professionals from Baltic and Nordic countries to the Åland Islands located between Finland and Sweden. The theme of the Encounter is ”Building New Bridges and Sustaining the Community”.

 

Registration for the Encounter opened on February 17. The registration form, more information about the programme and different options for travelling and accommodation can be found on the website: http://www.kedja.net/?page_id=478

 

The programme offers participants morning classes, workshops, talks, performances and versatile possibilities for networking. Dance field professionals and students – from dancers and choreographers to producers and journalists – are welcome to participate! Participation in the Encounter is free of charge.

 

Follow keðjaMariehamn 2014 on Facebook: www.facebook.com/kedjamariehamn2014

 

Additional information:

Project Manager Katarina Lindholm, Dance Info Finland,

tel. +358 9 6150 0936, katarina.lindholm@danceinfo.fi

 

The main organiser of keðjaMariehamn 2014 is Dance Info Finland. The … Read More »Nýr leikhússtjóri LR

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

28th February

Stjórn Leikfélags Reykjavíkur, Borgarleikhúsinu, hefur ákveðið að ráða Kristínu Eysteinsdóttur leikstjóra sem næsta leikhússtjóra Borgarleikhússins. Umsóknir um starfið voru á annan tug og eftir vandað ráðningarferli ákvað stjórn LR einróma að ráða Kristínu Eysteinsdóttur sem næsta leikhússtjóra.

Kristín Eysteinsdóttir lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths University of London árið 2007, en hafði áður lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Kristín hefur verið fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá árinu 2008 og í stjórnendateymi leikhússins á síðustu misserum.  Hún á að baki margar rómaðar sýningar, þ.á.m. Svar við bréfi Helgu, Fólkið í kjallaranum, Núna!, Dúfurnar, Rústað, Penetreitor og Sá ljóti en fyrir þá sýningu hlaut hún Grímuna. Kristín vinnur nú að uppsetningu  á nýju leikriti Kristínar Marju Baldursdóttur, Ferjunni en það verður frumsýnt í lok mars.Málþing um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

26th February

 

Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa

 

Þessa dagana stendur yfir ráðningarferli nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins og síðar á þessu ári verður staða Þjóðleikhússtjóra auglýst laus til umsóknar. Þessi væntanlegu umskipti hafa orðið tilefni nokkurrar umræðu og blaðaskrifa um hvað ráða eigi ferðinni í vali á listrænum stjórnanda í opinberu leikhúsi. Fyrr í vetur var varpað fram spurningunni um hvort íslenskt samfélag hefði efni á að reka menningarstofnanir á borð við þjóðleikhús sem aftur vakti spurningar um tilgang slíkra stofnana fyrir samfélagið.

 

Að því tilefni stendur Leiklistarsamband Íslands í samvinnu við sviðslistadeild LHÍ fyrir málfundi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa. Frummælendur á málfundinum verða Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fv. leikhússtjóri, Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar LHÍ, Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri, og Eva Rún Snorradóttir úr framandverkaflokknum Kviss Búmm Bang, og munu þau flytja stutt erindi áður en opnað verður fyrir umræður. Fundarstjóri er … Read More »Fyrirgefðu ehf.

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

20th February

Málamyndahópurinn og Tjarnarbíó frumsýna nýtt íslenskt leikverk eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur.

Það er Tjarnarbíó sönn ánægja að kynna nýtt, íslenskt leikverk, sem hefur verið eitt það umtalaðasta í fjölmiðlum undanfarið vegna frumlegrar nálgunar á kynningu verksins. Þórdís Elva og Málamyndahópurinn bjóða okkur í ferðalag með Evu og félögum hennar hjá Fyrirgefðu ehf., þar sem fyrirgefningin er skoðuð ofan í kjölinn. Hvaða þýðingu hefur fyrirgefningin raunverulega? Er alltaf rétt að fyrirgefa? Eða er sumt ófyrirgefanlegt? Fyrirgefum við eingöngu í því skyni að létta á okkur sjálfum?
 
Fyrirgefðu ehf. er fyrirtæki sem býður hreina samvisku og fyrirgefningu í hverskyns deilumálum. Þegar aðalsöguhetjan Eva hefur störf hjá fyrirtækinu er henni kennt Lögmálið að fyrirgefningunni, sem sannreynt hefur verið í tugþúsundum tilvika um allan heim. Þjónusta fyrirtækisins er dýrkeypt og Eva fær það hlutverk að velja úr innsendum umsóknum fólks sem leitast við að fyrirgefa framhjáhald, alkahólisma, þverum stjórnmálamönnum, tvöföldum trúarleiðtogum, … Read More »Djöflagangur-sýnt í Mars

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

16th February

Nýtt verk eftir Framandverkaflokkinn Kviss búmm bang 
 
Miðasala hafin 
 

-Óvissuferð um eigin undirheima-

Í verkinu býðst þátttakendum að kanna sitt innra myrkur og horfast í augu við þær skuggaverur sem þar kunna að leynast.

Verkið tekur um sex klukkustundir og fer fram í auðn og myrkri á Reykjanesskaga.

Þátttakendur fá mat og tilheyrandi klæði á meðan á verkinu stendur.

Sýningar eru fjórar:
Föstudagur 14. mars
Laugardagur 15. mars
Föstudagur 21. mars
Laugardagur 22. mars

Sýningin hefst kl. 19:00 á BSÍ og lýkur þar uppúr miðnætti.

Einungis sjö manns komast á hverja sýningu.Miðaverð er 8000 kr.
Miðapantanir á djofulgangur@gmail.com

„Þegar allt kemur til alls þá er helsti tilgangur myrkursins að heila okkur og endurnýja“.
-Úr bókinni: Mysteries of the Dark moon eftir Demetra GeorgeHringlaga box – málþing í Iðnó laugardaginn 8. febrúar

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

6th February

Hlutverk listanna og þátttaka listamanna í innri endurskoðun og endursköpun samfélagsins –

 

Málþing í Iðnó  8. febrúar 2014

Í tengslum við aðalfund sinn býður BÍL – Bandalag íslenskra listamanna,

til málþings í Iðnó laugardaginn 8. febrúar undir yfirskriftinni

HRINGLAGA BOX

Málþingið tekur til skoðunar með hvaða hætti sköpun auðgar samfélagið, ekki einungis gegnum listræna túlkun og átök heldur ekki síður með skapandi og gagnrýnni nálgun við lausn hvers konar verkefna. Í nýjustu kenningum stjórnunarfræðanna er fjallað um mikilvægi skapandi nálgunar við lausn fjölbreytilegustu  viðfangsefna og bent á aðferðir listamanna sem eftirsóknarverðar í því sambandi. Þetta hefur leitt til þess að kallað er eftir kröftum listafólks í þverfaglegu samtali og samstarfi langt út fyrir lista- og menningargeirann;  a.m.k. þegar glímt er við heftandi ramma viðtekinna hefða. Listin leitast við að gera kosmos úr kaosi en í samtímanum virðast aðrar … Read More »Registration for keðjaMariehamn 2014 starts on February 17th

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

1st February

The keðjaMariehamn 2014 dance encounter takes place in Mariehamn on August 6–9. The event gathers dance professionals from Baltic and Nordic countries to the Åland Islands located between Finland and Sweden.

 

Registration for the Encounter starts already on February 17th, and the first programme info will be published at the same time. The easiest way to book your travel and accommodation package is when registering to keðjaMariehamn 2014.

 

Information about different options for travelling and accommodation now on the website: http://www.kedja.net/?page_id=2114

 

The theme of the Encounter is ”Building New Bridges and Sustaining the Community”. The programme offers participants morning classes, workshops, seminars, performances and possibilities for networking.

 

Dance field professionals and students from dancers and choreographers to producers and journalists are welcome to participate! Participation in the Encounter is free of charge.

 

Follow keðjaMariehamn 2014 on Facebook: www.facebook.com/kedjamariehamn2014

 

Additional information:

Project Manager Katarina Lindholm, Dance Info Finland,

tel. … Read More »


Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR?

Lókal, Reykjavík Dance Festival og Sviðslistasamband Íslands bjóða sviðslistafólki og hópum að sækja um þátttöku...

Upptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís 11. sept 2017

Upptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís fyrir sviðslistir.  Tekið upp í Tjarnarbíói 11. september.  Ragnhildur Zoega sérfræðingur frá Rannís og Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri SL...

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Hér er hægt er að sækja skjal með uppreiknuðum launa- og verkgreiðslum.  Allar launatölur hafa verið...