Úthlutun til atvinnuleikhópa


Posted on janúar 24th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×
leikfélög.jpg

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2020. Alls bárust 105 umsóknir frá 97 atvinnuleikhópum og sótt var um ríflega 625 milljónir króna. Leikhópurinn 10 fingur fær hæsta styrkinn í ár kr. 10.815 milljónir. Árangurshlutfall umsækjenda er um 19 prósent.

Ákveðið hefur verið að veita 93.999 milljónum króna til 20 verkefna sem skiptast þannig: tíu leikverk, ein barnasýning, ein sirkussýning, fjögur dansverk, þar af eitt dansverk fyrir börn, og fjórar óperur, þar af ein barnaópera.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá atvinnuleikhópa sem hlutu styrk.

  • Leikhópurinn 10 fingur fær rúmlega 10,8 milljónir króna fyrir barnasýninguna Stúlkan sem lét snjóa
  • Óperuleikfélagið Alþýðuóperan fær rúmlega 3,2 milljónir fyrir óperuna Corpo Sureal
  • Dáið er allt án drauma minna fær rúmlega 5,3 milljónir fyrir óperuna Drottinn blessi heimilið
  • Danfélagið Lúxus fær rúmlega 3,1 milljón fyrir dansverkið Derringur
  • félagssamtökin EP fá rúmlega 6,6 milljónir króna leikverkið Haukur og Lilja
  • Gaflaraleikhúsið fær rúmlega 4 milljónir fyrir verkið Ellismelli
  • Galdur Productions fá rúmlega 5,3 milljónir dansverkið The Practice performed
  • Herðar hné og haus fá rúmar 4,3 milljónir fyrir óperuna KOK
  • Hringleikur fær tæpar 2,5 milljónir fyrir sirkus verkið Allra veðra von
  • Framleiðslufyrirtækið Huldufugl fær rúmar 3,6 milljónir fyrir innsetningarverkið Kassar
  • Inga Huld Hákonardóttir fær rúmar 4,8 milljónir fyrir dansverkið Þrumur
  • Leikfélagið Kanarí fær rúmar 2,6 milljónir fyrir leikverkið Alt sem er glatað
  • Kómedíuleikhúsið fær tæpar 3,2 milljónir fyrir leikritið Bakkabræður
  • Leikfélagið Konserta fær rúmlega 4 milljónir fyrir leikverkið Sagan
  • Pétur Ármasson fær rúma 3,1 milljón fyrir dansverkið Duet
  • PólÍs fær rúma 4,1 milljón fyrir leikverkið Co za poroniony pomysl/Úff, hvað þetta er slæm hugmynd
  • Sómi þjóðar fær rúma 8,5 milljónir fyrir leikverkið Lokasýning eða örvænting
  • Sviðslistahópurinn Skrúður fær rúmar 2,3 milljónir fyrir barnaóperuna Fuglabjargið
  • Svipir ehf fær rúmar 6,8 milljónir fyrir leikverið Sunnefa
  • Tapúla rasa fær rúma 5,1 milljón fyrir leikverkið The last kvöldmáltíð.




Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...