Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024


Posted on september 26th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu á það um langa hríð að ekki sé horft á upphæð listamannalauna sem laun fyrir fullt starf, enda eru listamannalaun skilgreind skv. reglugerð sem 67% hlutfall af fullri vinnu, þau eru fyrir árið 2024 kr. 538.000,- Umsóknarform Rannís reiknar sjálfkrafa upphæð listamannalauna en umsækjendur þurfa að færa inn réttar launatölur fyrir mánaðarlaunum þátttakenda, sem eru þá væntanlega listamannalaun auk uppbótar í samræmi við störf og vinuframlag.

Þegar miðað er við að ein mánuðargreiðsla úr launasjóði sviðlistafólks sé metin sem þóknun fyrir 67% vinnu er eðlileg þóknun fyrir 100% starf:

802.985 kr, án verktakaálags

Að viðbættu verktakaálagi er þessi tala;

908.578 kr, með 13,15% verktakaálagi, sem er launakostnaður atvinnurekanda (11,5% framlag í lífeyrissjóð, 0,1% í endurhæfingasjóð, 1% í sjúkrasjóð stéttarfélags, 0,25% í orlofssjóð og 0,3% í starfsmenntasjóð),

1.084.030 kr, með 35% verktakaálagi, sem er sú tala sem FÍL leggur fram sem sanngjarnt og eðlilegt verktakaálag t.a. gera ráð fyrir ofantöldu auk launatengdra gjalda launþega: 4,9% tryggingagjalds, 1,35% atvinnuleysistryggingagjalds, 0,1% gjalds í ágyrgðarsjóð launa og markarðsgjalds, 10,17-13,04 orlofs, 2% mótframlags v/séreignasparnaðar, stéttarfélagsgjalda, hugsanlegra slysa og sjúkratrygginga o.þ.h.

Félag leikstjóra á Íslandi og Rafiðnaðarsambandið hefur bent á að reikna skyldi amk. 40% álag til að dekka öll launatengd gjöld og helstu réttindi sem kjarasamningar kveða á um. Hér að ofan er ótalið álag vegna veikindadaga, desemberuppbótar, skorts á uppsagnarfresti, takmarkaðs réttar til atvinuleysisbóta, sveiflukennds starfsumhverfis og að geta verið laus til starfa þegar verkefnið er unnið, auk 4% framlags launþega í lífeyrissjóð og 2-4% hugsanlegs séreignasparnaðar.

Líta ætti til starfsviðs, sérhæfingar, reynslu/aldurs og ábyrgðar þegar laun eru ákvörðuð. Sé starfstími ekki í heilum mánuðum, vegna eðlis verkefnis, er hægt að reikna laun út frá ofangreindum tölum. Það er vitað að með þá litlu fjármuni til útdeilingar úr Sviðlistasjóði og launasjóði sviðlistafólks sem raunin er, kann að vera óraunhæft að gera ráð fyrir bindingu í þann tíma sem kjarasamningar kveða á um þegar kemur að ráðningarfestu, en það skal ítrekað að sanngjörn laun séu greidd fyrir þá vinnu sem unnin er.

Hér að neðan er tengill á viðmiðunartölur sem birtar voru í fyrra. Almennt er ekki nýjum tölum til að dreifa enn sem komið er, en gera ætti ráð fyrir hækkun á þeim tölum sem þar eru birtar, í takt við launaþróun.

Viðmiðunartölur frá 2023

Hér má finna uppreiknuð viðmið frá FÍL um tiltekin störf.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...