Stefnuyfirlýsing

enseble-003

 

1.      Sjálfstæðu leikhúsin (SL), bandalag atvinnuleikhópa, er vettvangur hagsmunagæslu og samhæfingar sjálfstæðra atvinnuleikhópa á Íslandi. SL er í forsvari fyrir atvinnuleikhópana gagnvart stjórnvöldum og vinnur að bættu starfsumhverfi þeirra og auknum sýnileika. SL stendur vörð um hagsmuni atvinnuleikhópanna svo þeir geti starfað frjálsir, óháðir og á eigin forsendum.

2.    SL styður síbreytilega starfsemi atvinnuleikhópanna svo þeir geti svarað kalli samtímans með því að bregðast skjótt við samfélagslegum áskorunum og verið sívirk og frjó kvika í listalífinu. Til að geta vænst listrænnar þróunar þarf að búa sviðslistastarfsemi skilyrði til þroska sem byggja á víðtækum rannsóknum og tilraunum á formi sviðslistanna. Frelsi og sköpunarmáttur sviðslista felst í fjárhagslegu sjálfstæði starfseminnar sem er undirstaða þess að atvinnuleikhóparnir geti starfað af samfélagslegri ábyrgð, framsýni og listrænum metnaði.

3.    SL vill stuðla að öflugu alþjóðlegu tengslaneti með virkri aðild að alþjóðasamtökum tengdum sviðslistum, bæði norrænum, evrópskum og á heimsvísu. Þannig byggir SL loftbrú fyrir sjálfstætt starfandi atvinnuleikhópa á Íslandi til miðlunar og þróunar í alþjóðasamfélaginu. Þátttaka SL á alþjóðlegum vettvangi skapar raunhæfan grundvöll fyrir áframhaldandi útrás og innrás atvinnufólks í sviðslistum í framtíðinni.

4.    Markmið SL er að á Íslandi geti þrifist fjölbreytt og skapandi samfélag þar sem hagsmunum þeirra atvinnuleikhópa, skipuðum menntuðum sviðslistamönnum sem kjósa að starfa sjálfstætt, sé gætt. SL væntir þess að starf það sem unnið er meðal atvinnuleikhópanna verði allri sviðslistastarfsemi í landinu hvati og aflgjafi.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...