Stjórn og starfsemi

enseble-002

Stjórn SL 2023-2024

Orri Huginn Ágústsson, formaður

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, varaformaður

Nanna Gunnars

Jenný Lára Arnórsdóttir

Bjarni Thor Kristinsson

Verklagsreglur stjórnar má finna HÉR

Skrifstofa SL

Tjarnargata 12, 101 Reykjavík
Sími:  696 8680
Netfang: leikhopar@leikhopar.is

Lög SL-Bandalags sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa.

1. gr. Nafn, heimili og varnarþing

Bandalagið heitir SL-Bandalag sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa, skammstafað SL. Heimili bandalagsins og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Tilgangur

Tilgangur SL er að vera sameiginlegur vettvangur sjálfstætt starfandi sviðslistahópa, leikhúsa, einstaklinga og hátíða sem starfa á atvinnugrunni í sviðslistum; vinna að bættum innviðum og starfsskilyrðum í greininni; auka vitund almennings um sjálfstæðar sviðslistir sem skilgreinandi afl í listrænu landslagi; standa vörð um sjálfstæðar sviðslistir almennt og sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna gagnvart hinu opinbera á landsvísu.

3. gr. Aðild

Aðili að SL getur hver sá sviðslistahópur, leikhús, einstaklingur eða sviðslistahátið orðið sem ætlar sér að starfa á grunni atvinnumennsku í sviðslistum og hægt er að kalla sjálfstætt starfandi. Stjórn SL tekur ákvarðanir um aðild á hefðbundnum stjórnarfundi.

4. gr. Atkvæðisréttur

Hver fullgildur aðili að SL hefur atkvæðisrétt sem nemur einu atkvæði á almennum fundum og aðalfundi bandalagsins. Fullgildur aðili telst hver sá sem greitt hefur félagsgjald SL fyrir aðalfund.

5. gr. Stjórn og stjórnarfundir

Stjórn SL skal kosin á aðalfundi. Stjórnarmeðlimir eru kjörnir til tveggja ára í senn. Skal stjórn skipuð fimm einstaklingum ásamt tveim varamönnum. Formaður skal kosinn sérstaklega. Á hverjum aðalfundi skulu ávallt 1-3 stjórnarmeðlimir ganga úr stjórn og nýjir kjörnir í þeirra stað. Engir tveir stjórnarmenn mega koma frá sama hóp/leikhúsi/hátíð. Stjórn fer með öll málefni SL með heildarhagsmuni félagsmanna að leiðarljósi og í samræmi við lög þessi.

Stjórnarfundir SL skulu skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjáldnar en 4 sinnum á ári. Stjórnarfundur er ályktunarbær ef formaður og 2 stjórnarmenn eru viðstaddir fundinn að lágmarki. Á fyrsta fundi eftir aðalfund kýs stjórn úr sínum röðum ritara, gjaldkera og tvo meðstjórnendur. Tveir stjórnarmeðlimir taka sæti sem fulltrúar í fulltrúaráði SSÍ og annar þeirra tekur jafnframt sæti í stjórn SSÍ, skv. lögum SSÍ.

6. gr. Aðalfundur

Aðalfund skal halda einu sinni á ári fyrir lok maí ár hvert og er hann opinn öllum meðlimum aðila SL skv. 3. gr. þessara laga. Fundarboð fyrir aðalfund skal sent út með minnst tveggja vikna fyrirvara og skal innihalda daskrá og lagabreytingartillögur. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Aðalfundur er æðsta ákvörðunarvald í málefnum SL.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

  1. Lögmæti fundarins kannað, hverjir hafi aðild og atkvæðisrétt
  2. Fundargerð síðasta aðalfundar
  3. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs
  4. Reikningar liðins starfsárs
  5. Lagabreytingar
  6. Kosning stjórnar, varamanna og formanns (eftir því sem við á)
  7. Starfsreglur stjórnar
  8. Ákvörðun félagsgjalds
  9. Önnur mál

Að öðru leyti er aðalfundur vettvangur alls þess sem viðkemur hagsmunum, hugmyndum og hugsjónum SL.

7. gr. Almennir fundir

Almennir fundir SL skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir. Fundarboð fyrir almenna fundi SL skal sent út með minnst einnar viku fyrirvara.

8. gr. Lagabreytingar

Aðeins er hægt að breyta lögum þessum á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur um lagabreytingar skulu fylgja aðalfundarboði og skulu berast stjórn a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund.

9. gr. Atkvæðagreiðsla

Í öðrum málum þar sem atkvæðagreiðsla er notuð til ákvörðunar á fundum og þingum SL nægir einfaldur meirihluti, nema annað í lögum þessum sé tekið fram.

10. gr. Félagið lagt niður

Ákvörðun um að leggja niður SL er ekki hægt að taka nema minnst 3/4 hlutar félagsmanna SL séu á fundi og minnst 3/4 hlutar fundarmanna greiði tillögu þess efnis atkvæði sitt. Slíka tillögu er aðeins hægt að flytja á aðalfundi. Verði SL lagt niður skal menningarmálaráðuneytið taka eigur og sjóði SL í sína vörslu, ávaxta, og afhenda sambærilegum samtökum, ef stofnuð verða, til eignar og ráðstöfunar.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á framhaldsaðalfundi SL þann 29. nóvember 2022.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...