Category: Frettir


Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2019

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

21st August

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 1. október 2018.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís .

Einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn.

Athugið að umsókn um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef umsækjandi merkir við þar til gerðan reit í umsóknarformi.

Samkvæmt leiklistarlögum nr. 138/1998 skilar leiklistarráð tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár til stuðnings atvinnuleikhópum.Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

15th May

http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu.  Morgunspjallið verður til og með 6. júní en hefst svo aftur í haust á nýju leikári.  Allir félagar í SL eru hjartanlega velkomnir.Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

15th May

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp partýtaktana.Áheyrnarprufur í breskan leiklistarháskóla

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

20th March

Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík þann 7. apríl 2018.

Nánari upplýsingar og skráning með tölvupósti á:
Tölvupóstur: admissions@bruford.ac.uk
Símanúmer: +44(0)20 8308 2638

Námið hefst í október 2018

Rose Bruford hefur verið valinn besti leiklistarháskóli Bretlands í skoðanakönnun nemenda nokkur ár í röð. SAMSTARFSVERKEFNI Í BORGARLEIKHÚSINU

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

12th January

SAMSTARFSVERKEFNI Í BORGARLEIKHÚSINU

Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).

Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkur- borgar skal Leikfélag Reykjavíkur „tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu.“

Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikhópa vegna leikársins 2018/2019.

Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem því er skilmerkilega lýst, greint frá aðstandendum þess, framkvæmda- aðilum, listrænum stjórnendum og þátttakendum öllum. Jafnframt ætti vönduð fjárhagsáætlun að fylgja með.

Umsóknir berist leikhússtjóra Borgarleikhússins, Listabraut 3, 103 Reykjavík eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 1. febrúar 2018.

Einnig er hægt að senda umsóknir með tölvupósti, merktum „Samstarf“ á borgarleikhús@borgarleikhús.isSamstarfsverkefni í Tjarnarbíó 2018 / 2019

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

12th January

Samstarfsverkefni í Tjarnarbíó  2018/19

Á hverju leikári veitir Tjarnarbíó leikhópum fría æfingaaðstöðu og hagstæða leigu fyrir sýningar. Upplýsingar um valferlið má kynna sér á tjarnarbio.is undir  Starfið / Val á verkefnum

Með umsókninni skal fylgja greinagerð um verkefnið ásamt lista yfir þátttakendur.  Jafnframt skal fylgja fjárhagsáætlun með umsókninni.

Einnig auglýsir Tjarnarbíó eftir listafólki eða hópum sem hefur áhuga á að vera með vinnustofur (residency) í Tjarnarbíói.
Þeir fá til afnota minni rými í húsinu til að vinna í, aðgang að sviðinu þegar það er laust, og skrifstofuaðstöðu með öðrum.

Upplýsingar um valferlið má kynna sér á tjarnarbio.is, undir Starfið/ Val á verkefnum.

Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á tjarnarbio@tjarnarbio.is. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2018.Leikhópurinn Lotta leitar að tveimur leikkonum

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

11th January

Leikhópurinn Lotta leitar að tveimur leikkonum til að taka þátt í sýningu sumarsins.

Æfingar hefjast 3. apríl og frumsýnt verður í lok maí. Sýnt er á nánast hverjum degi út ágústmánuð en allir leikarar fá um það bil þriggja vikna sumarfrí á tímabilinu.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi menntun og/eða mikla reynslu af sviðslistum og sé vön að koma fram en sýningar Lottu eru sýndar fyrir yfir 20.000 manns ár hvert. Þá setjum við skilyrðu um sjálfstæði í vinnubrögðum, auk þess sem viðkomandi þarf að eiga gott með að vinna í hóp. Í sýningum hópsins er einnig mikið af lögum og því er gerð krafa um að leikkonan geti sungið.

Leikhópurinn Lotta hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hefur á tímabilinu sett upp 11 stórar leiksýningar. Sýndar eru um 100 sýningar yfir sumarið á um 50 stöðum á landinu svo starfinu fylgir … Read More »PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

26th October

VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í PITCH SESSION Á EVERYBODY´S SPECTACULAR?

Lókal, Reykjavík Dance Festival og Sviðslistasamband Íslands bjóða sviðslistafólki og hópum að sækja um þátttöku í ,,Pitch Session” sem fram mun fara á sviðslistahátíðinni Everybody’s Spectacular föstudaginn 17. nóvember kl. 11.00 í Mengi.
Á undanförnum árum hafa t.a.m. eftirtaldar hátíðir og leikhús sent fulltrúa sína: Baltic Circle, Dublin Theater Festival, Culturescapes, MDT, Dance Festival Barents, Sophienasele, Spring Festival Utrecht og Tampere Theater Festival.
Valnefnd fer yfir allar umsóknir og verða 10 þátttakendur valdir. Þáttakendur fá 10 mínútur til að kynna sig og sín verk fyrir erlendum hátíðarhöldurum og framleiðendum.

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 27. október.

Sendu inn umsókn á info@spectacular.is og segðu okkur hvað þú vilt kynna.

Hökkum til að heyra frá ykkur!

Sviðslistasamband Íslands og teymi Everybody´s SpectacularUpptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís 11. sept 2017

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

12th September

Upptaka af kynningu á umsóknarkerfi Rannís fyrir sviðslistir.  Tekið upp í Tjarnarbíói 11. september.  Ragnhildur Zoega sérfræðingur frá Rannís og Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri SL fara yfir umsóknarferlið.Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

12th September

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2017

Hér er hægt er að sækja skjal með uppreiknuðum launa- og verkgreiðslum.  Allar launatölur hafa verið uppreiknaðar miðað við gildandi kjarasamninga.  Tölur er fengnar frá Félagi Íslenskra Leikara, Félagi Leikskálda- og Handritshöfunda og Félagi Leikstjóra á Íslandi.

Viðmiðunartölur 2017 – 2018 frá FÍL

 Kynning á umsóknarkerfi Rannís fyrir sviðslistir

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

4th September

 

Mánudaginn 11. september kl. 17.00 munu Ragnhildur Zoega sérfræðingur hjá Rannís og Friðrik Friðriksson framkvæmdarstjóri SL kynna umsóknarkerfi Rannís.  Ragnhildur mun fara yfir umsóknarkerfið og Friðrik mun fara yfir helstu þætti er varða umsóknirnar sjálfar.   Kynningin fer fram á Tjarnarbarnum, kaffihúsi Tjarnarbíós.Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

27th March

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2017 eftir Isabelle Huppert, France

Jæja, hérna erum við þá enn einu sinni saman komin að vori fimmtíu og fimm árum frá því við héldum fyrst upp á Alþjóðlega leiklistardaginn. Bara einn dagur, 24 klukkustundir tileinkaðar leikhúsinu um allan heim: Nō-leikhúsinu og Bunraku, Pekingóperunni og Kathakali. Við flögrum á milli Grikklands og Norðurlanda, í faðmi Æskílosar eða Ibsen, Sófóklesar eða Strindbergs. Á milli Bretlands og Ítalíu, Söruh Kane og Pirandello. Og meira að segja í Frakklandi, þar sem við erum þessa stundina í París, heimsborginni sem laðar til sín leikhópa ýmissa landa til að heiðra leiklistina. Innan þessara 24 klukkustunda förum við frá Frakklandi til Rússlands, frá Racine og Moliere til Tsjékhovs. Við getum jafnvel þverað Atlantshafið alla leið til Kaliforníu til að lokka unga nemendur til að skapa sér nafn í leikhúsinu.

Leiklistin  er lifandi … Read More »Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

8th February

Hér er að finna nýja glærukynningu á Nordisk Kulturfond og Nordisk Kulturkontakt frá Ásu Richardsdóttur verkefnasendiherra Norræna Menningarsjóðsins.

Kynning-Norrænir-sjóðir-Febrúar-2017-Ása-RichardsdóttirInntökupróf Drama Studio London

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

25th January

Einn af fremstu leiklistarskólum Bretlands, Drama Studio London, mun halda áheyrnarprufur í Reykjavík 11 febrúar næstkomandi. Sótt er um skólavist á vefsíðu skólans www.dramastudiolondon.co.uk, en þar er einnig að finna allar helstu upplýsingar. Þess má geta til gamans að við skólann lærðu td. Emily Watson og Forest Whitaker.Inntökupróf í Rose Bruford

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

24th January

Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík dagana 18. og 19. mars 2017.

Nánari upplýsingar og skráning með tölvupósti á: international@bruford.ac.uk og í síma: +44(0)20 8308 2638

Námið hefst í október 2017.

Rose Bruford hefur verið valinn besti leiklistarháskóli Bretlands í skoðanakönnun nemenda nokkur ár í röð.Leikhópurinn Lotta leitar að leikurum

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

18th January

 

Leikhópurinn Lotta leitar að tveimur leikurum, karli og konu, til að taka þátt í sýningu sumarsins.

Æfingar hefjast 1. apríl og frumsýnt verður þann 24. maí. Sýnt er á nánast hverjum degi út ágústmánuð en allir leikarar fá um það bil þriggja vikna sumarfrí á tímabilinu. Mikilvægt er að viðkomandi hafi menntun og/eða mikla reynslu af sviðslistum og sé vanur/vön að koma fram en sýningar Lottu eru sýndar fyrir yfir 20.000 manns ár hvert. Þá setjum við skilyrðu um sjálfstæði í vinnubrögðum, auk þess sem viðkomandi þarf að eiga gott með að vinna í hóp. Í sýningum hópsins er einnig mikið af lögum og því er gerð krafa um að leikarar geti sungið.

Leikhópurinn Lotta hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hefur á tímabilinu sett upp 10 stórar leiksýningar. Sýndar eru um 100 sýningar yfir sumarið á um 50 stöðum á … Read More »Samstarfsverkefni í Tjarnarbíó 2017 / 2018

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

18th January

Samstarfsverkefni í Tjarnarbíó  2017/18

Á hverju leikári veitir Tjarnarbíó leikhópum fría æfingaaðstöðu og hagstæða leigu fyrir sýningar. Upplýsingar um valferlið má kynna sér á tjarnarbio.is, undir Um Tjarnarbíó og Val á verkefnum.

Einnig auglýsir Tjarnarbíó eftir listafólki eða hópum sem hefur áhuga á að vera með vinnustofur (residency) í Tjarnarbíói.
Þeir fá til afnota minni rými í húsinu til að vinna í, aðgang að sviðinu þegar það er laust, og skrifstofuaðstöðu með öðrum. Skilyrði er að listafólk í vinnustofum sé tilbúnið að vinna fyrir
opnum dyrum og kynni verkefni sitt og framgang þess reglulega fyrir gestum hússins. Upplýsingar um valferlið má kynna sér á tjarnarbio.is, undir Um Tjarnarbíó og Val á verkefnum.

Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á tjarnarbio@tjarnarbio.is. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2017.Samstarfsverkefni í Borgarleikhúsinu 2017 / 2018

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

15th January

Samstarfsverkefni í Borgarleikhúsinu 2017 / 2018

Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).  Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur “tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu.”

Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikhópa vegna leikársins 2017 – 2018.

Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem greint er skilmerkilega frá því, aðstandendum þess, framkvæmdaraðilum, listrænum stjórnendum og þátttakendum öllum. Jafnframt ætti vönduð fjárhagsáætlun að fylgja með.

Umsóknir berist leikhússtjóra Borgarleikhússins, Listabraut 3, 103 Reykjavík eigi síðar en kl. 16 miðvikudaginn 1. febrúar 2017.  Einnig er hægt að senda inn umsókn með tölvupósti, merktum “Samstarf … Read More »Aðalfundur Menningarfélagsins Tjarnarbíó (MTB)

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

20th September

Aðalfundur MTB

Menningarfélagið Tjarnarbíó (MTB) boðar til aðalfundar þriðjudaginn 27. september kl. 20.00 í Tjarnarbíói.

Dagskrá aðalfundarins:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lög félagsins
d) Kosningar
e) Önnur mál

Tinna Hrafnsdóttir, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Hjörtu Jóhann Jónsson ganga úr stjórn en Hannes Óli Ágústsson gefur kost á sér aftur. Því er leitað til félagsmanna SL um að gefa kost á sér í stjórn MTB. Allir skuldlausir félagar í SL geta boðið sig fram til setu í stjórn fyrir utan stjórnarmenn í SL.

Barinn verður opinn og líflegar umræður eftir fundinn.Styrkir til atvinnuleikhópa 2017

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

8th September

Styrkir til atvinnuleikhópa

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2017. Umsóknarfrestur er til 30. september kl. 17:00.

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2017. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða gerðir starfssamningar til lengri tíma.

Umsóknarfrestur er til 30. september 2016 kl. 17:00.

Umsóknum skal skilað rafrænt,upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi hér.

Einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn.

Umsókn í atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til Listamannalauna sé merkt við þar til gerðan reit í umsóknarformi.

Leiklistarráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. leiklistarlög nr. 138/1998. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís.Viðmiðunartölur frá FÍL 2016

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

8th September

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2016

Viðmiðunartölur frá FÍL í PDF skjali

 

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umgangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt.

Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem lágmarksgreiðsla en þau eru 351.400 á mán. í verktakagreiðslu.

Við útreikning á verktakaálagi þá er það +35%

Ef laun eru lægri en listamannalaun verður að fylgja með útskýring eða skriflegir samningar við listamenn til staðfestingar á að viðkomandi samþykki lægri laun.

Varðandi vinnu annara en listamanna er mikilvægt að reiknað sé með markaðslaunum eins og þau eru á hverjum tíma.  T.d. kostar smiður að lágmarki 7000.- kr. á tímann en EKKI 1500.- kr.

 

Leikarar, söngvarar og listdansarar

 

Fyrir vinnu framlag þessara listamanna skal miða við að lágmarki listamannalaun.  Byrjunarlaun … Read More »Aðalfundur SL 2016

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

29th May

Kæru félagar

Aðalfundur SL verður haldinn þriðjudaginn 31. maí kl. 18 í Tjarnarbíó.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar bandalagsins

3. Lagabreytingar

4. Kosning stjórnar og formanns (þegar það á við)

5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Önnur mál

Kjósa þarf 5 aðila í stjórn SL, formann, tvo meðstjórnendur og tvo varamenn. Í lögum félagsins kemur eftirfarandi fram:
Stjórn bandalagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Skal hún skipuð fimm einstaklingum ásamt tveim til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Á hverjum aðalfundi skulu ávallt 1-3 stjórnarmeðlimir ganga úr stjórn og nýjir kjörnir í þeirra stað. Engir tveir stjórnarmenn mega koma frá sama hóp/hátíð

Minnum á greiðsluseðla í heimabanka en eins og segir í lögum: Hver fullgildur aðili að SL hefur atkvæðisrétt sem nemur einu atkvæði á fundum bandalagsins. Fullgildur aðili telst hver sá sem greitt hefur félagsgjald SL fyrir aðalfund.

 Áheyrnarprufur Drama Studio London

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

19th April

Einn af fremstu leiklistarskólum Bretlands, “Drama Studio London” mun halda áheyrnarprufur í Reykjavík 21. maí. Sótt er um á vefsíðu skólans www.dramastudiolondon.co.uk, en fyrirspurnum svarar skrifstofustjóri skólans, Nicola Windridge – nicolawindrigde@dramastudiolondon.co.uk. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá Margréti Kristínu Sigurðardóttur – fabula@itn.is, en Margrét lærði við Drama Studio London.RDF og LÓKAL auglýsa eftir “site-specific” verkum !

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

23rd March

RDF og LÓKAL auglýsa eftir “site-specific” verkum !

LÓKAL OG RDF slá saman í annað sinn í allsherjar sviðslistahátíð næstkomandi ágúst undir  yfirskriftinni Everybody ́s Spectacular.

Áhersla hátíðarinnar snýr að þróun sviðslistanna og myndun tengsla við nýja áhorfendur. Hátíðin hyggst setja borgina og íbúa hennar í öndvegi og fjalla um þær áskoranir sem glímt er við í þéttbýlinu á 21. öld. Með verkefninu verður tekist á við brýn pólitísk og þjóðfélagsleg málefni og leitað spennandi leiða til þess að ný og metnaðarfull verkefni verði til í samskiptum sviðslistafólks og almennings. Unnið verður út frá aðstæðum hverju sinni og sviðsett rými skapað fyrir gagnrýna umræðu – með aðferðir sviðslistanna að leiðarljósi.

SKÓLAVÖRÐUHOLT

Sumarið 2016 hefjum við leika í gamla austurbænum í Reykjavík. Austurbæjarskóli,
Hallgrímskirkja, Barónsstígur, Njálsgata og Grettisgata (Drekasvæðið) verður þá sérstakur vettvangur hátíðarinanr. Laugardaginn 27. ágúst verður haldin hverfishátíð þar sem gestum og gangandi gefst … Read More »INDIA THEATRE PROGRAMME

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

23rd March

DEADLINE EXTENSION – INDIA THEATRE PROGRAMME

In response to requests from applicants, the submission deadline for applications to the India Theatre Programme has been extended to 30 April 2016.

Do note, the applications are being considered on a  rolling basis. The decision on the application  will be conveyed within five working days from the date we receive the application. Keeping this in mind, we strongly urge applicants to send in their applications at the earliest to give you enough time for travel and other personal arrangements.

If you have any queries, please feel free to email us on itpcoordinator@thedramaschoolmumbai.in. We look forward to receiving your applications.

For further information about the application process, please look through our website

http://thedramaschoolmumbai.in/skills/india-theatre-programme/

The India Theatre Programme

2nd July – 31st July 2016

Pondicherry, India

Application Deadline – 30 April 2016

 

The Drama School, Mumbai invites applications from theatre makers, actors, dancers and performance artists for … Read More »Norræn menningarhátíð í Southbank 2017

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

2nd March

Southbank Centre í London kallar eftir hugmyndum og verkefnum vegna Norrænnar menningarhátíðar 2017

Working with the three key themes of children and young people, gender equality and sustainability we will present the following festivals throughout 2017.

Children and Young People 

1. Imagine – demonstrating that all children flourish if they have the chance to explore their imagination. February 2017
2. WHY What’s Happening for the Young? – making children’s rights matter. October 2017
3. Strive – providing the opportunity for creative young people to build their professional future. July 2017

Gender Equality 

4. Women of the World – celebrating the potential of girls and women, and confronting the causes of inequality. March 2017
5. Being a Man – addressing the challenges and pressures of masculine identity. November 2017

Sustainability 

6. Festival of Love – advancing the philosophy that Love is the most effective method of making good changes in the … Read More »TJARNARBÍÓ AUGLÝSIR EFTIR SAMSTARFSVERKEFNUM FYRIR LEIKÁRIÐ 2016-2017

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

5th February

Á hverju leikári veitir Tjarnarbíó a.m.k. 4-6 leikhópum fría æfingaaðstöðu og hagstæða leigu fyrir sýningar. Upplýsingar um valferlið má kynna sér á tjarnarbio.is, undir Um Tjarnarbíó og Val á verkefnum.

Einnig auglýsir Tjarnarbíó eftir listafólki eða hópum sem hefur áhuga á að vera með vinnustofur (residency) í Tjarnarbíói frá og með 15. apríl 2016.

Þeir fá til afnota minni rými í húsinu til að vinna í, aðgang að sviðinu þegar það er laust, og skrifstofuaðstöðu með öðrum. Skilyrði er að listafólk í vinnustofum sé tilbúnið að vinna fyrir

opnum dyrum og kynni verkefni sitt og framgang þess reglulega fyrir gestum hússins. Upplýsingar um valferlið má kynna sér á tjarnarbio.is, undir Um Tjarnarbíó og Val á verkefnum.

Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á tjarnarbio@tjarnarbio.is. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2016.Uppsprettan auglýsir eftir handritum

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

19th January

Uppsprettan auglýsir eftir handritum

Við hjá Uppsprettunni erum að leita eftir handritum sem aldrei hafa verið flutt á sviði áður. Þau mega vera mest 1.120 orð að lengd, eða 1.120 orða heilsteypt atriði. Einleikir eru ekki leyfilegir. Engar aðrar kröfur eru gerðar. Athugið að ef handritið fer langt framúr þessum orðafjölda verður það dæmt ógilt.

Búið er að mynda nefnd af reyndu leikhúsfólki sem mun lesa handritin og velja svo úr þau þrjú handrit sem þeim þykir best, sem verða þá sett upp af Uppsprettunni á í Tjarnarbíói mánudaginn 14. mars næstkomandi. Handritin verða send til þeirra án þess að höfundar verði nafngreindir, en hinsvegar verða höfundar verkanna þriggja, sem valin verða, nafngreindir á sýningarkvöldinu og á fésbókarsíðu Uppsprettunnar.

Leikstjórarnir fá handritin í hendurnar u.þ.b. sólarhring fyrir frumflutning, og fá þá einnig að vita hvaða rými þeir eru að vinna með og hvaða … Read More »Úthlutun menningarstyrkja Reykjavíkur 2016

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

19th January

Alls fengu 29 sviðslistahópar menningarstyrki frá Borgarsjóði auk þess að sviðslistahátíðarnar Lókal og RDF fengu 3 milljóna styrk næstu 3 árin.  Samtök um danshús fengu 2 milljónir næstu tvö árin.

Alls runnu 17,5 milljónir til sviðslista 2016.

 

Yfirlit yfir styrkveitingar til sviðslista frá Reykjavíkurborg 2016:

Samstarfssamningar 2016 og 2017:  2 m.kr. Samtök um danshús.

3 m. kr.  Borgarhátíðasjóður 2016, 2017 og 2018: Lókal leiklistarhátíð og  Reykjavík Dance Festival.

Aðrir styrkir árið 2016:

750.000 kr.  

Möguleikhúsið

700.000 kr.

ASSITEJ

500.000 kr.

Rósa Ómarsdóttir v. Traces

400.000 kr.

Anna Kolfinna Kuran v. Maestro

Heimilislausa leikhúsið ETHOS,

Leikhópurinn Háaloftið v. Biðstofunnar,

Leikhúsið 10 fingur

350.000 kr.

Barnamenningarfélagið Skýjaborg,

Bergdís Júlía Jóhannsdóttir v. Leikhús meður kíki,

Edda Björg Eyjólfsdóttir v. leikverksins Þórbergur,

Elma Lísa Gunnarsdóttir v. Lóaboratoríum,

María Pálsdóttir v. Pörupilta,

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir v. söngleiksins Fíll.

300.000 kr.

Kvenfélagið Garpur v. dansleikhúsverksins Og allir vilja vera á sviðinu,

Margrét Kristín Sigurðardóttir v. leikverksins Ósagt,

Margrét Sara Guðjónsdóttir v. dansverksins Hypersonic States,

RaTaTam v.leikverksins SUSS!!!,

Sigríður Soffía Níelsdóttir v. dansleikhúsverksins Þín … Read More »Samstarfsverkefni í Borgarleikhúsinu

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

19th January

Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).  Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur “tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu.”

Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikhópa vegna leikársins 2016 – 2017.

Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem greint er skilmerkilega frá því, aðstandendum þess, framkvæmdaraðilum, listrænum stjórnendum og þátttakendum öllum ásamst vandaðri fjárhagsáætlun.

Umsóknir berist leikhússtjóra Borgarleikhússins, Listabraut 3, 103 Reykjavík eigi síðar en kl. 16 mánudaginn 1. febrúar 2016.  Einnig er hægt að senda inn umsókn með tölvupósti, merktum samstarf á borgarleikhus@borgarleikhus.is


Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2019

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 1. október 2018.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi...

Morgunspjall SL á miðvikudagsmorgnum
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

Sjálfstæðu Leikhúsin bjóða í Morgunaspjall í Tjarnarbíói á miðvikudagsmorgnum kl. 8.30.   Boðið er upp á morgunmat og svo kemur gesta-spjallari og heldur smá tölu. ...

Gríman 5. júní í Borgarleikhúsinu

 

Gríman verður fyrr á ferðinni þetta árið og er nú 5. júní.

Takið því daginn frá,  sendið sparifötin í hreinsun og rifjum upp...