Tag: sjálfstæðu leikhúsin
Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024
26th september
Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu á það um langa hríð að ekki sé horft á upphæð listamannalauna sem laun fyrir fullt starf, enda eru listamannalaun skilgreind skv. reglugerð sem 67% hlutfall af fullri vinnu, þau eru fyrir árið 2024 kr. 538.000,- Umsóknarform Rannís reiknar sjálfkrafa upphæð listamannalauna en umsækjendur þurfa að færa inn réttar launatölur fyrir mánaðarlaunum þátttakenda, sem eru þá væntanlega listamannalaun auk uppbótar í samræmi við störf og vinuframlag.
Þegar miðað er við að ein mánuðargreiðsla úr launasjóði sviðlistafólks sé metin sem þóknun fyrir 67% vinnu er eðlileg þóknun fyrir 100% starf:
802.985 kr, án verktakaálags
Að viðbættu verktakaálagi er þessi tala;
908.578 kr, með 13,15% verktakaálagi, sem er launakostnaður atvinnurekanda (11,5% framlag í lífeyrissjóð, 0,1% í endurhæfingasjóð, 1% í sjúkrasjóð stéttarfélags, 0,25% í orlofssjóð og 0,3% í starfsmenntasjóð),
1.084.030 kr, … Read More »
Listafólk í fókus – Taktu þátt
3rd nóvember
Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.
EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með áhugaverðum umræðuefnum.
Fundaröðin fer fram á netinu og samanstendur af fjórum viðburðum:
#1 09.11.2023 kl. 13-15 – Geðheilbrigði í fókus / Mental health in focus#2 18.01.2024 kl. 13-15 – Stuðningur í starfi / Career support#3 14.03.2024 kl. 13-15 – Listir og lýðheilsa / Arts as public health service#4 16.05.2024 kl. 12-14 – Ábyrgðarkeðja: Pólitík fjármögnunar / Chain of responsibilities: funding politics
Fundirnir fara fram á ensku. Vinsamlega skráið ykkur hér.
Fundirnir eru framhald á dagskrá síðasta árs, sem bar yfirskriftina Sjónarhóll sanngirni eða „Fairness in Focus“, upplýsingar og gögn fyrri funda aðgengileg hér.
Listafólk í fókus:
#1 09.11.2023 – Geðheilbrigði í fókus / Mental health in focusHvaða áhrif hafa starfsaðstæður og atvinnutækifæri á geðheilsu listamannsins? Undanfarin ár hefur persónuleg líðan í auknum mæli orðið viðfangsefni samfélagsumræðu og jafnvel ratað inn í fjármögnunarviðmið í sviðslistum. Niðurstöður nýlegra rannsókna verða skoðaðar auk viðtala við listafólk og sérfræðinga.
#2 18.01.2024 – Stuðningur í … Read More »
Umsögn SL um fjárlög 2024
3rd nóvember
Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.
Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:
● Að framlag til starfsemi atvinnuleikhópa á fjárlögum 2024 verði hækkað úr 106,9 millj.kr. í 161 milljón hið minnsta.
Forsendur hækkunar:
● Sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýna yfir 60% allra sýninga í íslensku sviðslistaumhverfi.
● Sjálfstæðir hópar eru í fararbroddi þegar kemur að nýsköpun og kynningu á nýjum íslenskum sviðslistaverkum innan lands sem utan.
● Sjálfstæðar sýningar standa jafnfætis stofnanabundnum leikhúsum að fagmennsku og gæðum.
● Fjárveitingar til sjálfstæðra hópa eru einungis um 8% af því fjármagni sem hið opinbera veitir til sviðslista.
● Sjálfstætt starfandi sviðslistafólk er tilneytt að greiða sér ~30-50% lægri laun að meðaltali en sviðslistafólk með sömu menntun og reynslu í stofnanaleikhúsum.
SL-Bandalag sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa gerir athugasemdir við frumvarp til fjárlaga 2024, eins og það liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið gerir … Read More »
Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira
3rd nóvember
Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er fáanleg hjá Routledge útgáfunni hér.
Dr. Thomas Fabian Eder hefur unnið yfirgripsmikla samanburðarrannsókn og skipulagsgreiningu á sjálfstæðum sviðslistum víða í Evrópu, sem byggir á eigindlegum og megindlegum rannsóknum, auk þess að skoða viðkvæma félags- og efnahagslega stöðu listafólks og starfsfólks í listum og menningu.
Rannsóknin veitir grundvallar innsýn í sjálfstæða sviðslistageirann í Austurríki, Búlgaríu, Tékklands, Finnlandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Rúmeníu, Slóveníu, Svíþjóð og Sviss. Ennfremur veitir hún fróðleik og innsýn í starf og stöðu listafólks og er framlag í umræðu um framleiðsluhætti og stefnumótun í listum og menningu þvert á landamæri.
Bókin er upp úr vísindalegri rannsókn sem skoðar regluverk og skipulag í geiranum, þar með talið venjur og væntingar. Hún talar til listamanna, starfsmanna og stjórnenda í … Read More »
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
19th september
Viðmiðunartölur SL-Launa- og verkgreiðsur vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2022
14th september
Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umfangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt.
Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem algera lágmarksgreiðslu og athugið að listamannalaun eru skilgreind skv. reglugerð sem 67% hlutfall af fullri vinnu, en þau eru fyrir árið 2023 kr. 490.920
Við útreikning á verktakaálagi þá leggur FÍL það upp sem amk. 35% álag, en FLÍ hefur bent á að reikna skuli amk 40% álag, sem dekkar þá öll lögbundin launatengd gjöld og þau sem kjarasamningur kveður á um.
Verktakaálag er hugsað til að standa skil á öllum gjöldum sem vinnuveitandi skal greiða s.s. greiðslur til stéttarfélaga, þar undir falla sjúkrasjóður, orlofssjóður og endurmenntunarsjóður; opinber gjöld, þ.e. almennt tryggingagjald og atvinnutryggingagjald, markaðsgjald og gjald í ábyrgðarsjóð launa; mótframlag í lífeyrissjóð … Read More »