MTB

Screen Shot 2013-06-10 at 12.06.24 AM

Nafn og aðsetur.

 

1. gr.
Félagið heitir Menningafélagið Tjarnarbíó (MTB). Heimili þess og varnarþing er í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík.

Tilgangur.

2. gr.
Tilgangur félagsins er að annast eftirlit með rekstri og hafa umsjón með allri menningarstarfsemi Bandalags sjálfstæðra atvinnuleikhópa (SL) sem fram fer í Tjarnarbíói í Reykjavík, efla félagsanda og samstöðu meðal félagsmanna, standa fyrir kynningum  og samkomum af ýmsu tagi í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar og MTB dags. 20. ágúst 2010 um rekstur Tjarnarbíós.

Félagið er eign Bandalags sjálfstæðra leikhúsa (SL) og eru lög þess.frá 5. maí 2005

æðri samþykktum Menningarfélagsins Tjarnarbíós.

Félagar, inntaka, úrsögn.
3. gr.

Félagsmenn eru allir félagar í Bandalagi sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Þeir sem vilja gerast félagar skulu sækja um félagsaðild í Bandalagi sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Nýr félagi staðfestir félagsaðild sína með greiðslu félagsgjalds SL og undirskrift samþykkta félagsins. Á næsta aðalfundi skal stjórnin tilkynna um inngöngu nýrra félaga. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og berast stjórn.  Greiði félagsmaður ekki árgjald í SL fellur hann af félagsskrá. Á næsta aðalfundi skal stjórnin tilkynna um úrsögn félaga.

4. gr.
Árgjald félagsmanna er ákveðið á aðalfundi ár hvert. Árgjald skal vera fast gjald.
Stjórn félagsins skal vera skylt að ávaxta fé þess, á besta mögulegan hátt.

Stjórn.

5. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð þremur aðalmönnum og einum varamanni.  Formaður SL skal sitja alla fundi í stjórn MTB sem áheyrnarfulltrúi með tillögurétt. Stjórn skal kosin á aðalfundi. Kjörtími stjórnarmanna og varamanns er tvö ár. Stjórn skiptir með sér verkum. Allir skuldlausir félagar í SL geta boðið sig fram til setu í stjórn fyrir utan stjórnarmenn í SL. Engir tveir stjórnarmenn mega koma frá sama leikhúsinu/leikhóp og hefur fulltrúi leikhóps eitt atkvæði á aðalfundi. Fundarmaður má aðeins vera fulltrúi fyrir einn leikhóp. Tillögur um stjórnarmenn og varamenn skulu berast stjórn félagsins í síðasta lagi tveim vikum fyrir aðalfund og skulu nöfn frambjóðenda send félagsmönnum með fundarboði. Berist stjórn engar tillögur fyrir tilgreindan frest skal hún gera sínar tillögur sem sendar skulu í fundarboði. Ennfremur skal kjósa skoðunarmann reikninga félagsins til tveggja ára á aðalfundi.
6. gr.
Stjórn fer með öll málefni félagsins og ber ábyrgð á rekstri fyrir þess hönd. Stjórnin skal ásamt framkvæmdastjóra bera ábyrgð á verkefnavali. Undirskrift tveggja stjórnarmanna skuldbindur félagið. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra skv. 8. gr.

7. gr.

Stjórn heldur fasta fundi einu sinni í mánuði a.m.k. 10 mánuði ársins. Þar skal fjallað um rekstur félagsins og framkvæmdastjóri gefur skriflegar skýrslur um starfsemina, fjárhagsstöðu, horfur og mál sem unnið hefur verið að milli funda.

Framkvæmdastjóri.

8.  gr.

Stjórnin ræður framkvæmdastjóra. Stjórnin ákveður laun hans og ráðningarkjör og gerir við hann ráðningar – og starfssamning.

9.  gr.

Framkvæmdastjóri fer með og ber ábyrgð á: fjármálastjórn, áætlanagerð, verkstjórn, starfsmannastjórn og markaðsmálum. Framkvæmdastjóri hefur með höndum stjórn á daglegum rekstri í samráði við stjórn. Framkvæmdastjóri annast ráðningu annarra starfsmanna í samráði við stjórn. Stjórnin veitir framkvæmdastjóra prókúruumboð fyrir félagið. Hann skal sjá um að bókhald sé fært í samræmi við lög og venjur og að meðferð eigna sé með tryggilegum hætti. Framkvæmdastjóra ber að veita stjórn og endurskoðendum allar þær upplýsingar um rekstur félagsins sem þeir kunna að óska eftir.

Aðalfundur.

10. gr.
Aðalfund félagsins skal halda í september ár hvert.
Til hans skal boða skriflega með minnst viku fyrirvara. Dagskrá fundarins skal a.m.k. vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lög félagsins
d) Kosningar
e) Önnur mál

11. gr.
Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn.
12. gr.
Lagabreytingar fara fram á aðalfundi félagsins, og skulu þær hafa verið boðaðar á dagskrá

fundarins. Þær skoðast samþykktar, ef þær hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða fundarmanna. Um almenn mál ræður meirihluti atkvæða úrslitum. Verði atkvæði jöfn í tveimur atkvæðagreiðslum, skal hlutkesti ráða.

13. gr.
Aðalfundum og öðrum félagsfundum stjórnar formaður félagsins, eða sérstakur fundarstjóri, sem fundurinn kýs.

14. gr.
Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið
15. gr.
Aðalfundur félagsins getur ákveðið að slíta félaginu, enda sé slík ákvörðun samþykkt af 2/3 hluta atkvæða fundarmanna. Verði samþykkt að leggja félagið niður skulu eignir þess renna til Bandalags sjálfstæðra atvinnuleikhópa.

Samþykkt á stofnfundi MTB fimmtudaginn 26. ágúst 2010



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Umsóknagerð
Gagnleg tól við umsóknagerð í Sviðlistasjóð
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Viðmiðunartölur SL-Launa- og verkgreiðsur vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Sjálfstætt sviðslistafólk með 40 tilnefningar til Grímunnar 2023

Tilnefningar til Grímunnar voru opinberaðar í Tjarnarbíói í dag við hátíðlega athöfn. Sýningar sjálfstætt starfandi sviðslistafólks hlutu fjölda viðurkenninga auk þess sem sjálfstætt sviðslistafólk...