Aðalfundur MTB


Posted on nóvember 12th, by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar – Sjá að neðan

5.   Starfsáætlun komandi starfsárs 

6.   Önnur mál

Lagabreytingatillögur

Tillögur til breytinga á lögum MTB í þeim tilgangi að fá félagið skráð sem almannaheillafélag:

  1. Í stað gr. 3.b nú: Efla starfsemi sjálfstætt starfandi sviðslistahópa og einstaklinga.
    Kæmi ný klausa: Efla og styðja við sjálfstæðar íslenskar sviðslistir í öllum sínum birtingarmyndum.

    Rökstuðningur: Í eðli sínu þýðir þetta alveg það sama en orðalag er opnara og ætlað að sýna að allir leikhópar og listafólk sem uppfylla ákveðnar gæðakröfur geti fengið að sýna í TB.
  2. Í stað gr. 4.a nú:  Starfrækja leikhús í Tjarnarbíói, þar sem verk sjálfstætt starfandi sviðslistafólks eru í fyrirrúmi.
    Kæmi ný klausa: Starfrækja leikhús í Tjarnarbíói, þar sem sjálfstæðar sviðslistir eru í fyrirrúmi.

    Rökstuðningur: Þetta merkir það sama, en með þessari breytingu er hnykkt á því að hlutverk Tjarnarbíós er að efla sviðslistir á Íslandi en ekki að tryggja fólki vinnu.
  3. Gr. 5 helst óbreytt, en með eftirfarandi viðbót: 
    Félagið er opið öllum almenningi til þátttöku greiði meðlimir árleg félagsgjöld sem ákveðin eru á aðalfundi.

    Rökstuðningur: Til að geta orðið almannaheillafélag þarf að opna félagið fyrir inngöngu áhugasamra, hægt er að halda því ákvæði að meðlimir í SL séu sjálfkrafa meðlimir MTB líka, svo fólk sé ekki að greiða félagsgjöld á tveimur stöðum, en það er nauðsynlegt að hægt sé að ganga í MTB beint.
  4. Gr. 14 breytt þannig að við slit félagsins skulu eignir þess renna til Leikminjasafns Íslands frekar en til SL nú.

    Rökstuðningur: Þetta kann að virðast umdeilt en ef skoðað er hverjar eru raunverulegar eignir MTB þá séstð að þetta breytir í sjálfu sér litlu. Leikminjasafn Íslands fær nú þegar allt kynningarefni sem við Tjarnarbíó hættir að nota og eru boðnar sviðsmyndir sem til stendur að farga. Tækjabúnaður, húsnæðið sjálft og helstu innanstokkstmunir eru ekki eign Tjarnarbíós heldur Reykjavíkurborgar. Einhverjir lausamunir kunna að vera til sem hugsanlegt væri að láta renna til SL eða selja, en þeir eru óverulegir.

Kosning stjórnar

Gunnella Hólmarsdóttir, Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Fjölnir Gíslason hafa lokið 1 ári af skipunartíma og stija áfram í stjórn. Valgerður Rúnarsdóttir, sem gegnt hefur embætti varamanns undanfarið tímabil, hefur klárað skipunartíma sinn. Því er eitt embætti laust og stjórn óskar eftir framboðum.

Félagsgjöld

Skilyrði fyrir atkvæði á fundinum og framboði til stjórnar er að hafa greitt félagsgjöld SL/MTB fyrir aðalfund. Greiðsluseðlar ættu að birtast í heimabanka í vikunni, ef ekki, eða ef óskað er eftir nýskráningu má hafa samband með tölvupósti á leikhopar@leikhopar.is og/eða leggja inn kr 17.000 á reikning: 0101-26-072340 kt. 490896-2449.

Viðhengi og tenglar á fundargögn:
Lög MTB – https://new.leikhopar.is/mtb/





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...