Category: Uncategorized


Listafólk í fókus – Taktu þátt

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

3rd nóvember

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með áhugaverðum umræðuefnum.

Fundaröðin fer fram á netinu og samanstendur af fjórum viðburðum:

#1 09.11.2023 kl. 13-15 – Geðheilbrigði í fókus / Mental health in focus#2 18.01.2024 kl. 13-15 – Stuðningur í starfi / Career support#3  14.03.2024 kl. 13-15 – Listir og lýðheilsa / Arts as public health service#4  16.05.2024 kl. 12-14 – Ábyrgðarkeðja: Pólitík fjármögnunar / Chain of responsibilities: funding politics

Fundirnir fara fram á ensku. Vinsamlega skráið ykkur hér.

Fundirnir eru framhald á dagskrá síðasta árs, sem bar yfirskriftina Sjónarhóll sanngirni eða „Fairness in Focus“, upplýsingar og gögn fyrri funda aðgengileg hér.

Listafólk í fókus:

#1        09.11.2023 – Geðheilbrigði í fókus / Mental health in focusHvaða áhrif hafa starfsaðstæður og atvinnutækifæri á geðheilsu listamannsins? Undanfarin ár hefur persónuleg líðan í auknum mæli orðið viðfangsefni samfélagsumræðu og jafnvel ratað inn í fjármögnunarviðmið í sviðslistum. Niðurstöður nýlegra rannsókna verða skoðaðar auk viðtala við listafólk og sérfræðinga.

#2       18.01.2024 – Stuðningur í … Read More »


Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

3rd nóvember

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er fáanleg hjá Routledge útgáfunni hér.

Dr. Thomas Fabian Eder hefur unnið yfirgripsmikla samanburðarrannsókn og skipulagsgreiningu á sjálfstæðum sviðslistum víða í Evrópu, sem byggir á eigindlegum og megindlegum rannsóknum, auk þess að skoða viðkvæma félags- og efnahagslega stöðu listafólks og starfsfólks í listum og menningu.

Rannsóknin veitir grundvallar innsýn í sjálfstæða sviðslistageirann í Austurríki, Búlgaríu, Tékklands, Finnlandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Rúmeníu, Slóveníu, Svíþjóð og Sviss. Ennfremur veitir hún fróðleik og innsýn í starf og stöðu listafólks og er framlag í umræðu um framleiðsluhætti og stefnumótun í listum og menningu þvert á landamæri.

Bókin er upp úr vísindalegri rannsókn sem skoðar regluverk og skipulag í geiranum, þar með talið venjur og væntingar. Hún talar til listamanna, starfsmanna og stjórnenda í … Read More »


Aðalfundarboð SL & MTB

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

2nd október

Félagsmenn athugið, aðalfundir Bandalags sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa (SL) & Menningarfélagsins Tjarnarbíós (MTB) verða haldnir mánudaginn 16. okt 2023 kl. 17 í Tjarnarbíói

Dagskrá

17:00   Aðalfundur MTB; hefðbundin aðalfundarstörf

18:30   Léttur kvöldverður fyrir fundargesti – Vinsamlega skráið ykkur hér

19:00   Aðalfundur SL; hefðbundin aðalfundarstörf

20:30   Happy hour og spjall

Fundargestir eru beðnir um að skrá sig á viðburðinn hér svo að hægt sé að áætla magn veitinga.

Við vekjum athygli á því að greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum hafa verið sendir út og ættu að birtast í heimabanka. Fyrir frekari upplýsingar sjá að neðan.

*

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Árshlutauppgjör f.hl. árs ’22 og uppgjör leikárs ’22-‘23

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar – Sjá að neðan

5.   Starfsáætlun komandi starfsárs 

6.   Önnur mál

Lagabreytingatillögur

Breytingartillaga í takt við bókun síðasta aðalfundar. Þetta er gert t.a. samræma starfsár MTB v. uppgjörsár skv. breytingum á … Read More »


MENNINGARFÉLAGIÐ TJARNARBÍÓ (MTB)

Posted by leikhopar1 in Uncategorized. No Comments

2nd október

LÖG & SAMÞYKKTIR

1. greinFélagið heitir Menningarfélagið Tjarnarbíó, skammstafað MTB. 

2. greinHeimili félagsins og varnarþing er í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík. 

3. greinTilgangur og markmið félagsins er: 

Að reka leikhús í Tjarnarbíói í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar og MTB um rekstur Tjarnarbíós. 

Efla starfsemi sjálfstætt starfandi sviðslistahópa og einstaklinga 

4. greinMTB vinnur að markmiði sínu með því að: 

1. Starfrækja leikhús í Tjarnarbíói, þar sem verk sjálfstætt starfandi sviðslistafólks eru í fyrirrúmi 

2. Taka þátt í umræðu og stefnumörkun í sviðslistum 

5. greinMenningarfélagið Tjarnarbíó er eign SL – Bandalags sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa og starfar í umboði þess. Félagar eru allir fullgildir félagar í SL skv. samþykktum SL og jafngildir innganga í SL inngöngu í MTB. 

6. greinAðalfundur hefur æðsta vald í málefnum MTB. Aðalfundur skal haldinn ár hvert eigi síðar en 25. maí. Skal til hans boðað með tryggilegum hætti og með tveggja vikna fyrirvara og … Read More »


Umsóknagerð

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

19th september

Gagnleg tól við umsóknagerð í Sviðlistasjóð


Sjálfstætt sviðslistafólk með 40 tilnefningar til Grímunnar 2023

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

5th júní

Tilnefningar til Grímunnar voru opinberaðar í Tjarnarbíói í dag við hátíðlega athöfn. Sýningar sjálfstætt starfandi sviðslistafólks hlutu fjölda viðurkenninga auk þess sem sjálfstætt sviðslistafólk hlýtur tilnefningar til Sprotaverðlauna. Við óskum öllu sviðslistafólki til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar fyrir framlag sitt til sviðlista á leikárinu.

Sýning ársins 

Geigengeist – Sviðssetning Geigen í samstarfi við Íslenska dansflokkinn

Íslandsklukkan – Sviðsetning Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Leikrit ársins 

Hið ósagða eftir Sigurð ÁmundssonSviðsetning Sigurður Ámundason í samstarfi við Tjarnarbíó

Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar eftir Sveinn Ólaf Gunnarsson og Ólaf ÁsgeirssonSviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó

Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu NíelsdótturSviðsetning – Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Leikstjóri ársins 

Viktoría Blöndal – Óbærilegur léttleiki KnattspyrnunarSviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó

Þorleifur Örn Arnarsson – ÍslandsklukkanSviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Þóra Karítas Árnadóttir – SamdrættirSviðsetning – Silfra Productions í samstarfi við Tjarnarbíó

Leikkona … Read More »


Umsóknagerð-Gagnlegir punktar

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

9th september

Endatafl í Tjarnarbíói, Leikhópurinn Svipir

Ólöf Ingólfsdóttir tók saman gagnlega punkta varðandi umsóknaskrif sem er vert að minna á nú þegar margir eru að vinna í umsóknum. Hér að neðan eru ábendingar unnar upp úr punktum hennar sem gott er að hafa huga við umsóknagerð.

Að skrifa umsókn

Umsóknaskrif eru liður í þróunarferli listrænna verkefna. Notið umsóknaskrifin til að kynnast verkefninu betur, skilgreina það og byrja að sjá hvernig það gæti hugsanlega litið út.

Rammi verkefnis

Gerið skýra grein fyrir grundvallaratriðum verkefnisins:*Hvað? – Form verksins og lengd*Hver? – Höfundar og flytjendur*Hvernig? – Vinnuaðferðir og -ferli*Hvar? – Sýningarstaður*Hvenær? – Tímarammi verkefnis

Kjarni – útfærsla

Hvað heitir verkið? Reynið að gefa skýra hugmynd um verkið í einni setningu. Setningin þarf að vera upplýsandi um verkið og best er ef hún vekur líka áhuga og forvitni þess sem les. Eins er gott að æfa sig að lýsa verkinu í 20 … Read More »Norrænir músíkdagar 2021 – opið fyrir umsóknir

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

19th júní

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin á Íslandi 21.-23. október 2021.

Þetta er ein elsta tónlistarhátíð heims, stofnuð árið 1888 og er haldin árlega til skiptis á Norðurlöndunum. Hátíðin var fyrst haldin í Reykjavík árið 1938 og hefur verið haldin hér á fimm ára fresti síðan. Hátíðin leggur megináherslu á samtímatónlist og teflir ávallt fram því besta á  Norðurlöndunum á hverjum tíma. Á hátíðinni koma árlega fram hljómsveitir og einleikarar sem eru leiðandi í flutningi á samtímatónlist og flutt eru tónverk eftir tónskáld frá öllum Norðurlöndunum. Heimalandið hverju sinni fær tækifæri til að kynna sérstaklega eigin tónskáld og hljóðfærahópa, svo hún stuðlar verulega að útbreiðslu norrænnar og þar með íslenskrar tónlistar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Tinna Þorsteinsdóttir og framkvæmdastjóri er Valdís Þorkelsdóttir. 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er hægt að nálgast upplýsingar um umsóknarferlið og sækja um hér: http://nmdsubmission.org

Frestur til þess að … Read More »


Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...