Gagnlegir punktar fyrir umsóknargerð


Posted on september 17th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Á fræðslufundi SL um umsóknargerð tók Ólöf Ingólfsdóttir saman nokkra gagnlega punkta varðandi umsóknarskrif. Hér neðst má svo finna Excel skjal til að styðja við fjárhagsútreikninga.

Að skrifa umsókn

Umsóknaskrif eru liður í þróunarferli listrænna verkefna. Notið umsóknaskrifin til að kynnast verkefninu betur, skilgreina það og byrja að sjá hvernig það gæti hugsanlega litið út.

Rammi verkefnis

Gerið skýra grein fyrir grundvallaratriðum verkefnisins:
Hvað? Form verksins og lengd
Hver? Höfundar og flytjendur
Hvernig? Vinnuaðferðir og -ferli
Hvar? Sýningarstaður
Hvenær? Tímarammi verkefnis

Kjarni – útfærsla

Hvað heitir verkið? Reynið að gefa skýra hugmynd um verkið í einni setningu. Setningin þarf að vera upplýsandi um verkið og best er ef hún vekur líka áhuga og forvitni þess sem les. Eins er gott að æfa sig að lýsa verkinu í 20 orðum, 50 orðum etc.

Lýsing

Hvers konar upplifun má áhorfandi búast við? Heimur verksins, skali, andrúmsloft, fagurfræði, tækni, nýnæmi. Mood-board getur gefið vísbendingar um fagurfræði og stíl verksins en er alls ekki nauðsynlegt.

Hugmynd, bakgrunnur, innistæða

Innri eldur listamannsins. Af hverju vill listamaðurinn gera þetta verk? Af hverju er þetta einmitt verkið sem þessi listamaður þarf að búa til núna? Persónuleg ástæða – samfélagsleg ástæða. Sköpun listamanns er samtal við samfélagið. Hvernig talar þetta verk inn í samtímann? Hér má gera betur grein fyrir hugmyndafræði verksins.

Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun er frábært tæki til að gera sér grein fyrir umfangi og framkvæmd verksins. Allar ákvarðanir eru þýddar yfir í kostnaðartölur. Hver eru laun á æfingatímabilinu = hvað eru margir á launum, hvað er æfingatíminn langur og hvernig er hann skipulagður. Gerið raunhæfa kostnaðaráætlun, þar sem borguð eru eðlileg laun og munið að dekka alla kostnaðarliði. Skilið inn eigin sundurliðaðri fjárhagsáætlun í excel-skjali sem viðhengi.

Á að sækja um listamannalaun?

Frágangur

Fáið einhvern sem þið treystið til að lesa yfir umsóknina. Er umsóknin skiljanleg öðrum? Farið vel yfir málfar og stafsetningu svo umsóknin sé ánægjuleg aflestrar.

Hér má finna excel skjal sem sem hægt er að fylla inn í og láta fylgja með til stuðnings umsókninni.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...