Norrænir músíkdagar 2021 – opið fyrir umsóknir


Posted on júní 19th, by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin á Íslandi 21.-23. október 2021.

Þetta er ein elsta tónlistarhátíð heims, stofnuð árið 1888 og er haldin árlega til skiptis á Norðurlöndunum. Hátíðin var fyrst haldin í Reykjavík árið 1938 og hefur verið haldin hér á fimm ára fresti síðan. Hátíðin leggur megináherslu á samtímatónlist og teflir ávallt fram því besta á  Norðurlöndunum á hverjum tíma. Á hátíðinni koma árlega fram hljómsveitir og einleikarar sem eru leiðandi í flutningi á samtímatónlist og flutt eru tónverk eftir tónskáld frá öllum Norðurlöndunum. Heimalandið hverju sinni fær tækifæri til að kynna sérstaklega eigin tónskáld og hljóðfærahópa, svo hún stuðlar verulega að útbreiðslu norrænnar og þar með íslenskrar tónlistar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Tinna Þorsteinsdóttir og framkvæmdastjóri er Valdís Þorkelsdóttir. 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er hægt að nálgast upplýsingar um umsóknarferlið og sækja um hér: http://nmdsubmission.org

Frestur til þess að sækja um er 17. júlí.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Umsóknagerð
Gagnleg tól við umsóknagerð í Sviðlistasjóð
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Viðmiðunartölur SL-Launa- og verkgreiðsur vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Sjálfstætt sviðslistafólk með 40 tilnefningar til Grímunnar 2023

Tilnefningar til Grímunnar voru opinberaðar í Tjarnarbíói í dag við hátíðlega athöfn. Sýningar sjálfstætt starfandi sviðslistafólks hlutu fjölda viðurkenninga auk þess sem sjálfstætt sviðslistafólk...