Opið kall fyrir Vorblót 2020
Tjarnarbíó í samvinnu við Reykjavík Dance Festival heldur þriðju útgáfuna af sviðslistahátíðinni Vorblót dagana 2. Apríl – 5. Apríl.
Við leitum að tilbúnum verkum til að sýna á hátíðinni. Verkin mega hafa breiða skírskotun í samtímadans eða verk unnin af danshöfundum eða dönsurum.
Tjarnarbíó og Dansverkstæðið munu bjóða upp á æfingarými vikuna fyrir hátíðina eftir því sem aðstæður leyfa. Tjarnarbíó er “black box” leikhús og stærð á sviðsgólfi er uþb 9 m. á breidd x 11 m. á dýpt. Leikhúsið er vel búið ljósum og hljóðbúnaði en samt sem áður leitum við eftir einfaldri umgjörð þar sem tími til skiptinga er naumur. Verk sem gerast annarsstaðar þ.e. Site-Specific koma einnig til greina.
Gert er ráð fyrir að velja 3 – 5 verk til sýninga.
Hátíðin greiðir ekki laun fyrir verkið en listamenn fá hagstæðan hlut af miðasölutekjum. Tjarnarbíó og Reykjavík Dance Festival munu kynna verkin á sínum miðlum og sjá alfarið um markaðssetningu og skipulag hátíðarinnar.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. Febrúar. Í umsókn skal koma fram greinargóð lýsing á verkinu, myndir eða video ef þau eru til. Umsóknum skal skilað á netfangið umsokn@tjarnarbio.is merkt í subject: Vorblot2020 [nafn listamanns/hóps] [nafn verks]
Skildu eftir svar