Opið kall fyrir Vorblót 2020


Posted on febrúar 4th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×
(Photo credit: Photo is from Steinunn Ketilsdóttir’s work, Piece no. 1,5, which was shown during Vorblót 2019)

Tjarnarbíó í samvinnu við Reykjavík Dance Festival heldur þriðju útgáfuna af sviðslistahátíðinni Vorblót dagana 2. Apríl – 5. Apríl.  

Við leitum að tilbúnum verkum til að sýna á hátíðinni.  Verkin mega hafa breiða skírskotun í samtímadans eða verk unnin af danshöfundum eða dönsurum.

Tjarnarbíó og Dansverkstæðið munu bjóða upp á æfingarými vikuna fyrir hátíðina eftir því sem aðstæður leyfa.  Tjarnarbíó er “black box” leikhús og stærð á sviðsgólfi er uþb 9 m. á breidd x 11 m. á dýpt. Leikhúsið er vel búið ljósum og hljóðbúnaði en samt sem áður leitum við eftir einfaldri umgjörð þar sem tími til skiptinga er naumur.  Verk sem gerast annarsstaðar þ.e. Site-Specific koma einnig til greina.

Gert er ráð fyrir að velja 3 – 5 verk til sýninga.

Hátíðin greiðir ekki laun fyrir verkið en listamenn fá hagstæðan hlut af miðasölutekjum.  Tjarnarbíó og Reykjavík Dance Festival munu kynna verkin á sínum miðlum og sjá alfarið um markaðssetningu og skipulag hátíðarinnar.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. Febrúar.  Í umsókn skal koma fram greinargóð lýsing á verkinu, myndir eða video ef þau eru til.  Umsóknum skal skilað á netfangið umsokn@tjarnarbio.is merkt í subject:  Vorblot2020 [nafn listamanns/hóps] [nafn verks]





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...