Könnun um samfélag sjálfstæðra sviðslista í Evrópu


Posted on desember 3rd, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Sjálfstæðu Leikhúsin (SL) eru félagi í samtökum sjálfstæðra sviðslista í Evrópu – EAIPA (European Association of Independent Performing Arts).  
EAIPA stendur nú fyrir könnun á stöðu sjálfstætt starfandi listamanna, einstaklinga, hópa og stofnanna innan sviðslista í Evrópu.

Markmið könnunarinnar er að safna gögnum og kortleggja stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu, miðla þekkingu og efla samstöðu sjálfstætt starfandi sviðslistafólks.

Könnunin nær bæði til einstaklinga og stofnana og henni ætti að svara:

  • Einstaklingar: Listamenn / Hönnuðir (þ.e. búninga- eða sviðsmynd) / Tæknimenn / Framleiðendur / Framleiðslustjórar / Dramatúrgar / Sýningarstjórar og aðrir
  • Félög: sjálfstæð fyrirtæki / hópar / framleiðsluhús / æfingarrými / hátíðir / samtök o.fl.
  • … Sem starfa sjálfstætt á sviði dans / leiklistar / tónlistarleikhúss / barna- og unglingaleikhúss / sirkus / þverfaglegt listrænt starf í sviðslistum

Við viljum biðja þig um að taka þátt í könnuninni. Það tekur u.þ.b. 15 mínútur að svara könnuninn og stendur hún opin til 31. janúar 2021

Hlekkur á könnunina er hér: soscisurvey.de/european-performing-arts 

Hér má finna skýringar á vafaatriðum





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...