Málþing Leikfélags Reykjavíkur um Jóhann Sigurjónsson (1880 – 1919)


Posted on október 9th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

image002

Leikfélag Reykjavíkur efnir til málþings í Borgarleikhúsinu laugardaginn 12. október  í tilefni af 100 ára dánardægri hans og hefst það kl. 11:00 á Litla sviðinu.

Jóhann var eitt okkar fyrstu „alvöru“ leikskálda. Hann skrifaði reyndar á dönsku en engu að síður hafa leikrit hans lifað á íslensku leiksviði til þessa dags: Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur. Önnur leikrit hans, Skugginn, Bóndinn á Hrauni, Lyga-Mörður og  Rung læknir komust ekki á jafn mikið flug. Leikfélag Reykjavíkur hefur sviðsett Galdra-Loft (Óskina) fimm sinnum og munu leikarar félagsins leiklesa verkið í lok málþingsins. Magnús Þór Þorbergsson, leiklistarfræðingur, mun flytja aðalerindið um Jóhann og verk hans sem hann nefnir Útilegumenn og búðarlokur. Einnig mun  Sveinn Einarsson, leikstjóri, kynna nýja bók sína um Jóhann sem ber titilinn Úti regnið grætur og segja frá niðurstöðum rannsókna sinna á lífi og skáldskap Jóhanns.  Pallborðsumræður ungs sviðslistafólks verða að erindum loknum. Það verða þau Þórdís Helgadóttir, leikskáld, Pálína Jónsdóttir, leikstjóri, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Birnir Jón Sigurðsson, sviðslistahöfundar, auk Magnúsar Þórs sem sitja til borðs

Að loknum umræðum og veitingum munu leikarar Leikfélags Reykjavíkur leiklesa Óskina (Galdra-Loft) í sviðsgerð Páls Baldvins Baldvinssonar, sem var frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins árið 1994. Leikararnir eru: Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sólveig Guðmundsdóttir,  Halldór Gylfason, Jörundur Ragnarsson og Haraldur Ari Stefánsson. Umsjá Brynhildar Guðjónsdóttur.

Allir eru hjartanlega velkomnir – Í hléi verður boðið upp á veitingar í forsal leikhússins.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...