Gagnasöfnun Hagstofu Íslands um sviðslistir 2017 – 2019


Posted on júní 9th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (SL) hefur safnað gögnum um sviðslistir fyrir Hagstofu Íslands um áratuga skeið og nú er komið að því að safna tölum vegna leikáranna 2017 – 2019. 

Með því að smella á þennan hlekk má hlaða niður Excel skjali til útfyllingar vegna söfnunar á áhorfenda- og sýningafjölda fyrir leikárin 2017 – 2018 og 2018 – 2019.  Leikárið reiknast frá 1. júlí – 30. júní.   Vinsamlegast fyllið út í excel skjalið og sendið á leikhopar@leikhopar.is  . 

Mikilvægt er að hlaða skjalinu niður og vinna með það þannig. Vistið skjalið með nafni leikhóps nafnleikhops_ahorfendatolur_2017_2019.xlsx  Ef það vakna spurningar varðandi framkvæmd þá endilega sendið fyrirspurnir á Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóra SL á netfangið leikhopar@leikhopar.is eða hringið í síma 699-0770.
 
Gögnin eru eingöngu aðgengileg því starfsfólki Hagstofu Íslands sem vinnur með þau en samandregnar niðurstöður eru birtar á vef Hagstofunnar. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál og birtingu efnisins þannig hagað að ekki sé hægt að rekja upplýsingar til einstaklinga eða lögaðila.
 
Vinsamlegast skilið umbeðnum upplýsingum fyrir 19. júní.  SL sér um úrvinnslu og samantekt gagnanna fyrir Hagstofu Íslands.

Athugið að EKKI þarf að skila inn tölum vegna sýning í Tjarnarbíói.
 
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri SL




Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...