Viðmiðunartölur vegna umsókna til sviðlistaráðs 2021


Posted on september 17th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×
úr sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan

Hægt er að sækja um í 3 sjóði á næstu vikum en opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til atvinnusviðslistahópa, listamannalaun og menningarstyrki Reykjavíkurborgar.

Sjálfstæðu leikhúsin hafa lagt til leiðbeinandi tölur við umsóknargerðina og lagt þar til grundvallar lágmarkskjör sem gilda í Þjóðleikhúsinu. Hér má finna helstu viðmiðunartölur:

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2021

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umfangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt.

Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem lágmarksgreiðsla en þau eru fyrir árið 2020 kr. 407.413 og verða uþb kr. 427.784 v 2021 ( mv 5% árlega hækkun skv uppl. frá Rannís).  Listamannalaun eru greidd út sem verktakalaun.

Þegar uppreikna skal launþegalaun er þá er miðað við 35% verktakaálag.

Ef laun eru lægri en listamannalaun verður að fylgja með útskýring eða skriflegir samningar við listamenn til staðfestingar á að viðkomandi samþykki lægri laun.

Varðandi vinnu annara en listamanna er mikilvægt að reiknað sé með markaðslaunum eins og þau eru á hverjum tíma.  T.d. kostar smiður að lágmarki 7000.- kr. á tímann en EKKI 1500.- kr.

Leikarar, söngvarar og listdansarar 2021

Fyrir vinnu framlag þessara listamanna skal miða við að lágmarki listamannalaun.  Byrjunarlaun leikara á mánuði við atvinnuleikhúsin   (Þjóðleikhúsið) frá og með 1. Janúar 2021 kr. 533.153  eða kr. 719.757 með 35% verktakaálagi.  

Til viðbótar mánaðarkaupi er greitt fyrir hverja sýningu kr. 9.100 eða kr. 12.285 með verktakaálagi.

Leikari er ráðinn í það minnsta í 4 mánuði.

Ætti það að vera útgangspunktur þar sem það eru laun sem samningsaðilar leikara hafa komið sér saman um í kjarasamningi að séu lágmarkslaun fyrir leikara.   Hægt er að finna út hlutfall af heildarlaunum ef æfingatímabil er styttra en 2 mánuðir (8 vikur.)

Sýningarlaun pr. sýn. er að lágmarki kr. 32.000 ( tala frá 2014) fyrir sýningu í fullri lengd.  Mögulega mætti hugsa sér að sýningalaun væru þreföld kr. 36.855 eða fjórföld kr. 49.140 ef engin mánaðarlaun eru greidd samhliða.

Leikmynda og búningahöfundar 2021

Lágmarkslaun: kr. 2.824.839launþegalaun / kr. 3.818.932 í verktakalaun.

Ef tveir aðilar eru ráðnir þ.e. leikmyndahöf. og búningahöf. Eru launin fyrir hvorn aðila launþega kr. 2.176.030/ kr.2.937.641  fyrir verktaka.  

Tölurnar eru úr samningum FÍL og fjármálaráðherra v. Þjóðleikhússins og gilda frá og með 1. Janúar 2021

Leikstjórar 2021

Frá 1. janúar 2021 eru byrjunarlaun leikstjóra við Þjóðleikhúsið kr. 601.180 eða kr. 811.593 með 35% verktakaálagi.

Stofnanasamning Félags Leikstjóra á Íslandi við Þjóðleikhúsið má finna hér

Launatöflu og saming má sjá hér





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...