Fræðslukvöld SL – Umsóknargerð
Mánudagskvöldið 7. September kl. 20:00 – 21:30 mun SL halda fræðslukvöld fyrir sviðslistafólk. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um listamannalaun og í september verður opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnuleikhópa.
Á fræðslukvöldinu verða kynning og umræður um hvernig maður nálgast það viðfangsefni að skrifa umsókn um styrk til listræns verkefnis.
Ólöf Ingólfsdóttir mun flytja kynningu og stýra umræðum en hún starfaði um árabil sem danshöfundur og performer í sviðslistum. Hún hefur setið í fjölda úthlutunar- og valnefnda og átti sæti í leiklistarráði 2017 – 2018 og í úthlutunarnefnd listamannalauna 2013. Hún þekkir umsóknaferli listrænna verkefna frá ýmsum hliðum og mun miðla af reynslu sinni á fræðslufundi Tjarnarbíós.
Við biðjum þátttakendur um að skrá sig til leiks hér –https://forms.gle/uq5GDb6zd2PtjiVR6
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir sem hyggjast sækja um styrki á næstunni.
Skildu eftir svar