Rannsókn á afleiðingum COVID 19 á sviðslistir


Posted on mars 27th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Fyrir hönd Sjálfstæðu Leikhúsana (SL), Sviðslistasambands Íslands (SSÍ) og fagfélaga inann sviðslista viljum við safna saman upplýsingum til að meta stöðu sjálfstæðra sviðslista í kjölfar samkomubanns og kórónavírussins.

Upplýsingarnar munum við nota til að veita yfirsýn yfir ástandið til skemmri og lengri tíma sem og til að móta viðbrögð eða hugmyndir að stuðningi við sjálfstæða listamenn, hópa og stofnanir.

Upplýsingarnar munum við meðhöndla í trúnaði og munum ekki birta einstakar upplýsingar varðandi fjárhag og samninga. Kjósir þú að vera nafnlaus munum við ekki birta þína sögu. En ef þú gefur leyfi munum við mögulega nýta frásögn þína eða hluta hennar sem raundæmi.
Annars munum við aðeins nýta upplýsingarnar í samandreginni tölfræði.

Spurningum er annarsvegar beint til hópa og stofnana og hinsvegar til einstaklinga. Hægt er að framkvæma könnunina tvisvar þ.e. annarsvegar fyrir hóp og hinsvegar sem einstaklingur.

Ekki er nauðsynlegt að svara öllum spurningum. Svaraðu spurningunum eftir bestu getu og ef þú ert í vafa hafðu samband við Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóra SL á leikhopar@leikhopar.is

Smelltu hér til að taka þátt í könnuninni





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...