Tag: Sjálfstæðar sviðslistir
Ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2025
27th mars
eftir Theodoros Terzopoulos, leikstjóra, Grikklandi.
Birt á ensku að neðan.
Getur leikhúsið greint neyðarkall samtíma okkar, örvæntingarhrópfátækra borgara, sem eru læstir inni í frumum sýndarveruleikans, sem skotið hafa rótum í kæfandi einkalífi þeirra? Í heimi tölvustýrðrar tilvistar í alræðiskerfi stjórnunar og kúgunar á öllum sviðum lífsins?
Hefur leikhúsið áhyggjur af vistfræðilegri tortímingu, hlýnun jarðar, gríðarlegum afföllum í fjölbreytileika lífríkisins, mengun sjávar, bráðnandi heimskautaís, auknum skógareldum og öfgakenndu veðri? Getur leikhúsið orðið virkur hluti vistkerfi? Leikhúsið hefur fylgst með afleiðingum mannlegra athafna á móður jörð í langan tíma, en það á erfitt með að bregðast við þeim.
Hefur leikhúsið áhyggjur af andlegu ástandi mannkyns eins og það er að þróast á 21. öldinni, þar sem fólki er stjórnað af pólitískum og efnahagslegum hagsmunum, netmiðlum og skoðanamyndandi netfyrirtækjum? Þar sem samfélagsmiðlar, eins mikið og þeir auðveldalífið, mynda örugga fjarlægð í samskiptum við aðra? Hugsanir okkar og athafnir eru mengaðar víðtækum ótta við aðra sem eru öðruvísi eða framandi.
Getur leikhúsið þjónað sem rannsóknarstofa samlífis fjölbreytileikans,án þess að meðtaka blæðandi áfallastreitu?
Áfallastreitan skorar á okkur að endurgera goðsögnina sem HeinerMüller orðaði: „Goðsögnin er aflgjafi, vél sem unnt er að tengja aðrarmargvíslegar vélar við. Hún gefur orku þar til vaxandi orkumagniðsprengir menningarsviðið.“ Ég myndi bæta við velli villimennskunnar.
Geta kastljós leikhússins lýst upp félagsleg áföll í stað þess að varpa misvísandi ljósi á sjálft sig?
Spurningar án fullnaðarsvara, því leikhús er til og mun lifa áfram, þökk sé spurningum sem enn er ósvarað.
Spurningar sem Díónýsos varpaði fram þegar hann fór um … Read More »
Birnir Jón Sigurðsson – Ávarp í tilefni alþjóðlega leiklistardagsins 27. Mars 2025
27th mars
Sviðslistasamband Íslands fær á hverju ári sviðslistamanneskju til að skrifa innlent ávarp í tilefni af alþjóðlega leiklistardeginum. Birnir Jón Sigurðsson skrifar ávarpið í ár. Alþjóðlegt ávarp eftir gríska leikstjórann Theodoros Terzopoulos má finna hér.
Ekkert er jafn vont og lélegt leikhús. Ekkert er jafn yfirgengilega ömurlegt og slæmt sviðsverk. Að sitja í sal og horfa á líkama sprikla og segja eitthvað sem þú tengir ekki við, sem þú ert ósammála, sem þú nennir ekki. Þú gengur úr salnum, út undir regnþrunginn dimman himininn, þrammar á barinn og rakkar sýninguna í þig, finnur til öll lýsingarorðin um hversu átakanlega hrikaleg upplifunin var – þetta var glatað, þetta var cringe, hvað voru þau eiginlega að pæla þegar þau settu þetta á svið, hvernig dettur þeim í hug að sviðsetja svona klisjur, þetta hefði átt að vera svona, þetta hefði átt að vera hinsegin, … Read More »
Umsögn SL um fjárlög 2024
3rd nóvember
Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.
Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:
● Að framlag til starfsemi atvinnuleikhópa á fjárlögum 2024 verði hækkað úr 106,9 millj.kr. í 161 milljón hið minnsta.
Forsendur hækkunar:
● Sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýna yfir 60% allra sýninga í íslensku sviðslistaumhverfi.
● Sjálfstæðir hópar eru í fararbroddi þegar kemur að nýsköpun og kynningu á nýjum íslenskum sviðslistaverkum innan lands sem utan.
● Sjálfstæðar sýningar standa jafnfætis stofnanabundnum leikhúsum að fagmennsku og gæðum.
● Fjárveitingar til sjálfstæðra hópa eru einungis um 8% af því fjármagni sem hið opinbera veitir til sviðslista.
● Sjálfstætt starfandi sviðslistafólk er tilneytt að greiða sér ~30-50% lægri laun að meðaltali en sviðslistafólk með sömu menntun og reynslu í stofnanaleikhúsum.
SL-Bandalag sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa gerir athugasemdir við frumvarp til fjárlaga 2024, eins og það liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið gerir … Read More »
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
19th september
Viðmiðunartölur SL-Launa- og verkgreiðsur vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Sjálfstætt sviðslistafólk með 40 tilnefningar til Grímunnar 2023
5th júní
Tilnefningar til Grímunnar voru opinberaðar í Tjarnarbíói í dag við hátíðlega athöfn. Sýningar sjálfstætt starfandi sviðslistafólks hlutu fjölda viðurkenninga auk þess sem sjálfstætt sviðslistafólk hlýtur tilnefningar til Sprotaverðlauna. Við óskum öllu sviðslistafólki til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar fyrir framlag sitt til sviðlista á leikárinu.
Sýning ársins
Geigengeist – Sviðssetning Geigen í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Íslandsklukkan – Sviðsetning Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Leikrit ársins
Hið ósagða eftir Sigurð ÁmundssonSviðsetning Sigurður Ámundason í samstarfi við Tjarnarbíó
Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar eftir Sveinn Ólaf Gunnarsson og Ólaf ÁsgeirssonSviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó
Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu NíelsdótturSviðsetning – Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Leikstjóri ársins
Viktoría Blöndal – Óbærilegur léttleiki KnattspyrnunarSviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó
Þorleifur Örn Arnarsson – ÍslandsklukkanSviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Þóra Karítas Árnadóttir – SamdrættirSviðsetning – Silfra Productions í samstarfi við Tjarnarbíó
Leikkona … Read More »