Category: Frettir
Vorblót 2021 – Opið kall
10th febrúar
Tjarnarbíó í samvinnu við Reykjavík Dance Festival heldur þriðju útgáfuna af sviðslistahátíðinni Vorblót dagana 15. Apríl – 18. Apríl.
Við leitum bæði að tilbúnum verkum sem og verkum í vinnslu til að sýna á hátíðinni. Verkin mega hafa breiða skírskotun í samtímadans eða verk unnin af danshöfundum eða dönsurum.
Leitast er eftir fjölbreyttum verkum bæði í umgjörð, aðferð og efnivið sem mega fara fram á sviði eða annarsstaðar þ.e. staðbundin verk (site-specific). Tjarnarbíó er “black box” leikhús og stærð á sviðsgólfi er uþb 9 m. á breidd x 11 m. á dýpt. Leikhúsið vel búið ljósum og hljóðbúnaði, en hafa skal í huga einfalda umgjörð fyrir sviðsverk þar sem æfingatími á sviði verður takmarkaður.
Gert er ráð fyrir að velja 2 -3 verk til sýninga.
Hátíðin greiðir ekki laun fyrir verkið en listamenn fá hagstæðan hlut af miðasölutekjum. Tjarnarbíó og Reykjavík Dance Festival munu … Read More »
Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum
11th janúar
Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra aðila leikárið 2021-2022, í samræmi við 6. grein laga um sviðslistir (165/2019).
Þjóðleikhúsið vill efna til frjós og skapandi samstarfs í þeim tilgangi að efla sviðslistir í landinu og auka fjölbreytni í leikhúslandslaginu. Samstarfsverkefni sem valin eru til sýninga í Þjóðleikhúsinu verða hluti af leikári þess og stefnuáherslum, eru kynnt með verkefnaframboði þess og fá aðgang að sérþekkingu starfsmanna, sem og rýmum og tækjum leikhússins, skv. samningi þar um. Samstarfsverkefni geta verið sýnd á einum af leiksviðum Þjóðleikhússins, sem hluti af dagskrá Kjallarans eða Loftsins, og/eða á leikferðum.
Umsóknir skal senda í gegnum umsóknarkerfi á vef Þjóðleikhússins, leikhusid.is, ásamt greinargóðri lýsingu á verkefninu, fjárhagsáætlun og upplýsingum um listræna aðstandendur. Leikhúsið kann að óska eftir frekari upplýsingum og/eða samtali um verkefnin.
SENDA UMSÓKN
Umsóknarfrestur er til og með … Read More »
Borgarleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 2021-2022
11th janúar
Mynd er frá samstarfssýningunni Er ég mamma mín?
Á hverju leikári býður Borgarleikhúsið a.m.k. tvo sjáfstæða leikhópa velkomna til samstarfs. Verkefni sjálfstæðu leikhópanna eru valin af leikhússtjóra og verkefnavalsnefnd leikhússins og í kjölfarið kynnt hússtjórn Borgarleikhúss og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL).
Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur tryggja hið minnsta tveimur leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað LR vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu.
Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikhópa vegna leikársins 2021-2022.
Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem því er skilmerkilega lýst, greint frá aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjórnendum og öllum þátttakendum. Að auki skal ítarleg fjárhagsáætlun fylgja umsókninni.
Umsóknarfrestur er til kl. 17 miðvikudaginn 27. janúar 2021 og skulu umsóknir sendar í tölvupósti á netfangið samstarf@borgarleikhus.is
Einnig má senda umsóknir … Read More »
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR LEIKÁRIÐ 2021-2022 – SAMSTARFSVERKEFNI OG VINNUSTOFUR
11th janúar
Tjarnarbíó kallar eftir umsóknum um samstarfsverkefni á komandi leikári. Öll sviðsverk koma til greina. Þau verk sem verða fyrir valinu mynda saman leikárið 21/22 í Tjarnarbíói og fá þar af leiðandi aðgang að ókeypis æfingaaðstöðu, stuðningi í markaðs- og tæknimálum, faglegri ráðgjöf ásamt hlutdeild í miðasölu viðkomandi sýningar. Einnig auglýsir Tjarnarbíó eftir listafólki eða hópum sem hefur áhuga á að vera með vinnustofur (e. Residency) í Tjarnarbíói. Þau fá afnot af rými í húsinu til að vinna í, aðgang að sviðinu þegar það er laust, og skrifstofuaðstöðu með öðrum. Starfsfólk Tjarnarbíós býður fram faglega ráðgjöf og stuðning.
Umsókn um vinnustofur skal innihalda stutta lýsingu á því verkefni sem áætlað er að unnið verði ásamt ferilskrá umsækjenda. Umsóknin skal innihalda stutta greinagerð um verkefnið, lista yfir þátttakendur, fjárhagsáætlun og ferilskrá umsækjenda. Umsóknin og allt efni sem þeim viðkemur skal safna í … Read More »
Úthlutun úr Sviðslistasjóði fyrir árið 2021
7th janúar
Umsóknarfrestur rann út 1. október 2020, alls bárust 143 umsóknir frá atvinnusviðslistahópum og sótt var um ríflega 738 milljónir króna.
Stjórnvöld juku framlag til sjóðsins um 37 milljónir og veitir Sviðslistasjóður nú 132 milljónum til 30 atvinnusviðslistahópa leikárið 2021.
Sviðslistaráð gerir 20 milljón króna samning við Gaflaraleikhúsið til tveggja ára með því skilyrði að Hafnarfjarðarbær leggi fram sambærilegt framlag til leikhússins.
Í ár fær Leikhópurinn dB hæsta styrkinn fyrir sviðsverkið Eyja eða 11.2 milljónir.
Eftirtalin verkefni hlutu styrk:*
SviðslistahópurSviðsverkTegund(ir)ÚthlutunForsvarsmaðurAnimatoMærþöllÓpera391.870 kr. Þórunn GuðmundsdóttirAquariusTilraunin Hasim – Götustrákur í Kalkútta og ReykjavíkLeikverk3.300.000 kr.Þóra Kristín ÁsgeirsdóttirEP, félagasamtökVenus Í feldiLeikverk8.000.000 kr.Edda Björg EyjólfsdóttirFerðalangar sögunnarSöguferðalangarBarnaverkLeikverkHandritGagnvirkt gönguleikhús2.700.000 kr.Tryggvi GunnarssonFimbulveturBlóðuga KanínanLeikverk10.000.000 kr.Guðmundur Ingi ÞorvaldssonFjórar kynslóðirFjórar kynslóðirDansverkLeikverk1.408.130 kr.Kolfinna NikulásdóttirForspil að framtíðForspil að framtíðBarnaverkLeikverk7.000.000 kr.Ævar Þór BenediktssonFrystiklefinn /The FreezerDNALeikverkHandrit3.400.000 kr.Kári ViðarssonGaflaraleikhúsiðSamstarfssamningurBarnaverk10.000.000 kr.Lárus VilhjálmssonGEIGENClub GeigenDansverkTónleikhús2.500.000 kr.Gígja JónsdóttirHellaðirHeilinn í HellinumLeikverk2.500.000 kr.Albert HalldórssonKvámaSöngleikurinn Rokkarinn og rótarinnLeikverkSöngleikur2.700.000 kr.Þór Breiðfjörð KristinssonLAB LOKI, félagasamtökSkáldið í speglinumLeikverk5.200.000 kr.Rúnar GuðbrandssonLast Minute ProductionsÞokaDansverk4.400.000 kr.Inga … Read More »
Úthlutun starfslauna til sviðslistafólks
7th janúar
Launasjóður sviðslistafólks
307 mánuðir
Launasjóður sviðslistafólks: 307 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 1841 mánuði.
Alls bárust umsóknir frá 940 frá listamönnum sem tilheyrðu 135 sviðslistahópum og 68 einstaklingumStarfslaun í sviðslistahópum fá 145 sviðslistamenn, 79 konur og 66 karlStarfslaun einstaklinga fá 15 sviðslistamenn 59 mánuði, 10 konur og 5 karlar.
EINSTAKLINGAR
10 mánuðir
Finnur Arnar Arnarson
5 mánuðir
Sólveig Guðmundsdóttir
4 mánuðir
Hjörleifur HjartarsonKolbrún HalldórsdóttirKolfinna NikulásdóttirMagnús JónssonPáll Baldvin BaldvinssonÞóra Karítas Árnadóttir
3 mánuðir
Ásgerður JúníusdóttirMaría Heba ÞorkelsdóttirRebekka A. IngimundardóttirUnnur Elísabet GunnarsdóttirVignir Rafn ValthórssonÞórey Sigþórsdóttir
2 mánuðir
Tinna Grétarsdóttir
SVIÐSLISTAHÓPAR
Heiti sviðlistahóps – heiti verks: nöfn leikara
24 mánuðir
Animato – Mærþöll ópera: Bjarni Thor Kristinsson, Björk Níelsdóttir, Erla Dóra Vogler, Eva Björg Harðardóttir, Eva Þyri Hilmarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Gunnlaugur Bjarnason, Hildigunnur Halldórsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir
20 mánuðir
Gaflaraleikhúsið – tengt samstarfssamningum Gaflaraleikhúss við Hafnarfjarðarbæ og Sviðslistasjóð.
19 mánuðir
Menningarfélagið Tær – Alda: Katrín Gunnarsdóttir, Eva Signý Berger, Halla Þórðardóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Anais Florence Lea Barthe, Heba Eir Jónasdóttir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, … Read More »
Könnun um samfélag sjálfstæðra sviðslista í Evrópu
3rd desember
Sjálfstæðu Leikhúsin (SL) eru félagi í samtökum sjálfstæðra sviðslista í Evrópu – EAIPA (European Association of Independent Performing Arts). EAIPA stendur nú fyrir könnun á stöðu sjálfstætt starfandi listamanna, einstaklinga, hópa og stofnanna innan sviðslista í Evrópu.
Markmið könnunarinnar er að safna gögnum og kortleggja stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu, miðla þekkingu og efla samstöðu sjálfstætt starfandi sviðslistafólks.
Könnunin nær bæði til einstaklinga og stofnana og henni ætti að svara:
Einstaklingar: Listamenn / Hönnuðir (þ.e. búninga- eða sviðsmynd) / Tæknimenn / Framleiðendur / Framleiðslustjórar / Dramatúrgar / Sýningarstjórar og aðrir
Félög: sjálfstæð fyrirtæki / hópar / framleiðsluhús / æfingarrými / hátíðir / samtök o.fl.
… Sem starfa sjálfstætt á sviði dans / leiklistar / tónlistarleikhúss / barna- og unglingaleikhúss / sirkus / þverfaglegt listrænt starf í sviðslistum
Við viljum biðja þig um að taka þátt í könnuninni. Það tekur u.þ.b. 15 mínútur að svara könnuninn … Read More »
Umsögn SL um frumvarp til laga um tekjufallsstyrki
24th október
Sjálfstæðu leikhúsin fagna því að með þessu frumvarpi birtist skýr vilji til að styðja við einyrkja í listum og menningu í ástandi sem gerir þeim verulega erfitt fyrir. Stjórn SL hefur kynnt sér inntak frumvarpsins og reynt að leggja mat á þann stuðning sem sviðslistafólk mun geta sótt verði ákvæði þess að lögum. Niðurstaða okkar að gera þurfi nokkrar veigamiklar breytingar til að það gagnist einyrkjum og litlum fyrirtækjum í sviðslistageiranum. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að horfa til þess að fyrri úrræði stjórnvalda til að styðja fólk í gegnum þessar þregningar hafa ekki nýst sjálfstætt starfandi listafólki sem skyldi. Fyrir því eru margar ástæður en einfalda svarið liggur í afar flóknu starfsumhverfi listamanna; tekjurnar eru sveiflukenndar, bæði innan ársins og milli ára, margir starfa sem launþegar að hluta og sjálfstæðir rekstraraðilar að hluta, ýmist á eigin kennitölu eða undir … Read More »
Vinnustofudvöl á Leifshús Art Farm í Eyjafirði
27th september
Eigendur Leifshús Art Farm í Eyjafirði eru svo rausnarlegir að bjóða sjálfstætt starfandi sviðslistafólki að nýta aðstöðuna án endurgjalds í vetur og vilja styðja þannig við sköpun og veita farveg fyrir frjóa hugsun. Hér er tækifæri til að dvelja í nýju umhverfi án truflunar í nokkra daga.
Aðstaðan sem í boði er er gisting í fimm tveggja manna herbergjum og tveimur fjögurra manna. Herbergin eru öll með sér snyrtingu og rúmföt og handklæði fylgja. Sameiginlegt eldhús og borðstofa/setustofa auk garðskála (óupphitaður). Sviðslistasalurinn verður ekki tilbúinn fyrren eftir áramót þannig að dvöl fyrir áramót miðast við litla hópa sem eingöngu þurfa fundaraðstöðu . Hægt er að nálgast myndir á heimasíðu Hotel Natur www: hotelnatur.com.
Traust og virðing eru lykilorð þegar kemur að umgengni gesta á staðnum. Með orðum gestgjafa: „Við munum ekki líta á dvalargesti sem hefðbundna hótelgesti heldur vini og samstarfsfólk. … Read More »
Dansverkstæðið
24th september
Ertu að leita að æfingarrými?
Á Dansverkstæðinu eru 2 rúmgóðir og bjartir salir. Báðir eru þeir með ágæt hljóðkerfi og annar salurinn er með einföldum ljósumkösturum. Einnig erum við með 26 fm herbergi sem hentar vel til undirbúningsvinnu eða fyrir leikmyndahönnuði. Hér er líka gott skrifstofu- og fundarrými sem leigja má til lengri eða styttri tíma. Myndir af rýmunum má sjá hér.
Allir sviðslistamenn eru hjartanlega velkomnir til okkar og er tímaleiga á stórum sal fyrir félagsmenn er 2000 kr og árgjaldið er 12.000 kr. Ef að óskað er eftir að leigja einungis í nokkra tíma og ekki ætlunin að gerast félagsmaður þá er tímaleigan 4000 kr.
Ekki hika við að heyra í okkur á Dansverkstæðinu ef að þið hafið einhverjar spurningar: info@dansverkstaedid.is
Ráðgjöf í umsóknargerð
18th september
Í tengslum við umsóknir um styrki til atvinnusviðslistahópa og listamannalaun þá bjóða Sjálfstæðu Leikhúsin félagsmönnum fría ráðgjöf í tengslum við umsóknargerðina.
Ráðgjöfina veita Ólöf Ingólfsdóttir, dansari og danshöfundur og Friðrik Friðriksson, leikari og framkvæmdastjóri SL og Tjarnarbíós. Ráðgjöfin er að hámarki 60 mínútur.
Hægt er að panta tíma hjá Ólöfu með tölvupósti á netfangið olof.ingolfsdottir@gmail.com og Friðriki á netfangið leikhopar@leikhopar.is
Ráðgjöfin er ókeypis fyrir þá félaga í SL sem greitt hafa félagsgöld en annars kostar hún 5.000 kr.
Aðild að Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa (SL) er opin öllum einstaklingum, hópum og hátíðum sem starfa á grunni atvinnumennsku í sviðslistum.
Árgjaldið SL er 15.000 kr.
Hægt er að sækja um félagsaðild HÉR
Gagnlegir punktar fyrir umsóknargerð
17th september
Á fræðslufundi SL um umsóknargerð tók Ólöf Ingólfsdóttir saman nokkra gagnlega punkta varðandi umsóknarskrif. Hér neðst má svo finna Excel skjal til að styðja við fjárhagsútreikninga.
Að skrifa umsókn
Umsóknaskrif eru liður í þróunarferli listrænna verkefna. Notið umsóknaskrifin til að kynnast verkefninu betur, skilgreina það og byrja að sjá hvernig það gæti hugsanlega litið út.
Rammi verkefnis
Gerið skýra grein fyrir grundvallaratriðum verkefnisins:Hvað? Form verksins og lengdHver? Höfundar og flytjendurHvernig? Vinnuaðferðir og -ferliHvar? SýningarstaðurHvenær? Tímarammi verkefnis
Kjarni – útfærsla
Hvað heitir verkið? Reynið að gefa skýra hugmynd um verkið í einni setningu. Setningin þarf að vera upplýsandi um verkið og best er ef hún vekur líka áhuga og forvitni þess sem les. Eins er gott að æfa sig að lýsa verkinu í 20 orðum, 50 orðum etc.
Lýsing
Hvers konar upplifun má áhorfandi búast við? Heimur verksins, skali, andrúmsloft, fagurfræði, tækni, nýnæmi. Mood-board getur gefið vísbendingar um … Read More »
Viðmiðunartölur vegna umsókna til sviðlistaráðs 2021
17th september
úr sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan
Hægt er að sækja um í 3 sjóði á næstu vikum en opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til atvinnusviðslistahópa, listamannalaun og menningarstyrki Reykjavíkurborgar.
Sjálfstæðu leikhúsin hafa lagt til leiðbeinandi tölur við umsóknargerðina og lagt þar til grundvallar lágmarkskjör sem gilda í Þjóðleikhúsinu. Hér má finna helstu viðmiðunartölur:
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2021
Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umfangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt.
Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem lágmarksgreiðsla en þau eru fyrir árið 2020 kr. 407.413 og verða uþb kr. 427.784 v 2021 ( mv 5% árlega hækkun skv uppl. frá Rannís). Listamannalaun eru greidd út sem verktakalaun.
Þegar uppreikna skal launþegalaun er þá … Read More »
Okkar hlutverk – framtíðarsýn sjálfstæðra sviðslista
4th september
Stefnumótun sjálfstæðra sviðslista. Hlutverk, framtíðarsýn og aðgerðir
SL býður sjálfstætt starfandi sviðslistafólki til þátttöku í stefnumótun SL til framtíðar. Stefnumótunardagurinn fer fram í Tjarnarbíói laugardaginn 12. september.
Við biðjum alla áhugasama um að skrá sig til þátttöku hér:
https://forms.gle/CYd9nr92YHFA5PBr6
Síðasta stefnumótun var unnin árið 2011 og gilti til ársins 2020 má finna á heimasíðu SL. Margt hefur áunnist en margt stendur í stað. Við þurfum að móta nýja framtíðarsýn og áherslur í sameiningu.
Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson ráðgjafi mun leiða stefnumótunarvinnuna.
Dagskrá fundarins:Hlutverk og framtíðarsýn SL til næstu ára
10:00 Morgunkaffi– Hvert er hlutverkið í dag og hvað hefur áorkast?– Umræður um nústöðunaHádegishlé, súpa og brauð í boði SL
Eftir hádegi: – Hvað skiptir okkur máli og hvert stefnum við?– Vinnuhópar og hugmyndavinna fyrir nýtt hlutverk og framtíðarsýn– Hvað eigum við að heita?
14:30 Fundarlok
Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnusviðslistahópa á árinu 2021
1st september
Umsóknarfrestur er til 1. október 2020, kl. 23:59.
Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, gildi, ferli listamanna og tímaáætlun. Að öðru leyti vísast til reglugerðar um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018.
Sótt er um á Mínum á síðum. Einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn.
Svör til umsækjenda berast í janúar 2021.
Athugið að umsókn um styrki til starfsemi atvinnusviðslistahópa getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna.Sviðslistasjóður starfar samkvæmt nýjum lögum um sviðslistir 2019 nr. 165.
Fræðslukvöld SL – Umsóknargerð
31st ágúst
Mánudagskvöldið 7. September kl. 20:00 – 21:30 mun SL halda fræðslukvöld fyrir sviðslistafólk. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um listamannalaun og í september verður opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnuleikhópa.
Á fræðslukvöldinu verða kynning og umræður um hvernig maður nálgast það viðfangsefni að skrifa umsókn um styrk til listræns verkefnis.
Ólöf Ingólfsdóttir mun flytja kynningu og stýra umræðum en hún starfaði um árabil sem danshöfundur og performer í sviðslistum. Hún hefur setið í fjölda úthlutunar- og valnefnda og átti sæti í leiklistarráði 2017 – 2018 og í úthlutunarnefnd listamannalauna 2013. Hún þekkir umsóknaferli listrænna verkefna frá ýmsum hliðum og mun miðla af reynslu sinni á fræðslufundi Tjarnarbíós.
Við biðjum þátttakendur um að skrá sig til leiks hér –https://forms.gle/uq5GDb6zd2PtjiVR6
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir sem hyggjast sækja um styrki á næstunni.
Ný stjórn SL 2020 – 2021
3rd júlí
Ný stjórn SL var kjörin á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 30. júní í Tjarnarbíói. Stjórn skipa nú Orri Huginn Ágústsson formaður stjórnar (Á senunni), Kara Hergils meðstjórnandi (Trigger Warning), Árni Kristjánsson meðstjórnandi (Lakehouse Theatre) og Snædís Ingadóttir (Bíbí og Blaka). Nýjir meðlimir í stjórn eru Pálína Jónsdóttir (Reykjavík Ensemble) og Elfar Logi Hannesson (Komedíuleikhúsið).
Orri Huginn formaður SL flutti skýrslu stjórnar og hana má finna hér – Skýrsla stjórnar SL 2019 – 2020
Aðalfundargerð SL má finna hér – Aðalfundur SL 2020
Ársreikninga SL má finna hér – Ársreikningur SL 2019
Ný stjórn Tjarnarbíós 20 – 21
3rd júlí
Ný stjórn Menningarfélagsins Tjarnarbíó var kosin á aðalfundi félagsins mánudaginn 29. júní í Tjarnarbíói. Stjórn MTB skipa nú Guðmundur Felixson (Improv Ísland), Sara Marti Guðmundsdóttir (Smartilab) og Valgerður Rúnarsdóttir (Dansfélagið Lúxus). Aðalbjörg Árnadóttir (16 elskendur) var kosinn varamaður í stjórn.
Ólöf Ingólfsdóttir flutti skýrslu stjórnar vegna liðins starfsárs og má nálgast hana á þessum hlekk – Skýrsla stjórnar MTB 2019 – 2020.
Ársreikninga MTB 2019 má nálgast hér – Ársreikingur MTB 2019
Aðalfundargerð má nálgast hér – Aðalfundur MTB 29. Júní 2020
Norrænir músíkdagar 2021 – opið fyrir umsóknir
19th júní
Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin á Íslandi 21.-23. október 2021.
Þetta er ein elsta tónlistarhátíð heims, stofnuð árið 1888 og er haldin árlega til skiptis á Norðurlöndunum. Hátíðin var fyrst haldin í Reykjavík árið 1938 og hefur verið haldin hér á fimm ára fresti síðan. Hátíðin leggur megináherslu á samtímatónlist og teflir ávallt fram því besta á Norðurlöndunum á hverjum tíma. Á hátíðinni koma árlega fram hljómsveitir og einleikarar sem eru leiðandi í flutningi á samtímatónlist og flutt eru tónverk eftir tónskáld frá öllum Norðurlöndunum. Heimalandið hverju sinni fær tækifæri til að kynna sérstaklega eigin tónskáld og hljóðfærahópa, svo hún stuðlar verulega að útbreiðslu norrænnar og þar með íslenskrar tónlistar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Tinna Þorsteinsdóttir og framkvæmdastjóri er Valdís Þorkelsdóttir.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er hægt að nálgast upplýsingar um umsóknarferlið og sækja um hér: http://nmdsubmission.org
Frestur til þess að … Read More »
Aðalfundur Bandalags sjálfstæðra leikhúsa (SL) 2020
15th júní
Aðalfundur Bandalags sjálfstæðra leikhúsa (SL) verður haldinn þriðjudaginn 30. júní kl. 19:30Dagskrá aðalfundar1. Skýrsla stjórnar2. Reikningar bandalagsins3. Lagabreytingar-Engar lagabreytingartillögur eru fyrirliggjandi. Samin verða drög að nýjum lögum samhliða stefnumótunarvinnu.4. Kosning stjórnar-Tveir stjórnarmeðlimir víkja úr stjórn. Þetta eru Svanlaug Jóhannsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson (varamaður).-Orri og Eyrún eru skipuð til árs í viðbót.-Árni, Kara og Snædís sækjast eftir endurnýjuðu umboði.5. Ákvörðun félagsgjalds-Árgjald er 15.000 kr.6. Önnur mál*Stefnumótun SL*Ný sviðslistalög & sviðslistaráð*Áhrif Covid*Endurhugsun á Starfslaunasjóði sviðslistahópa
Aðalfundur Menningarfélagsins Tjarnarbíó 2020
15th júní
Aðalfundur Meningarfélagsins Tjarnarbíó (MTB) verður haldin mánudaginn 29. júní kl. 19:30 í Tjarnarbíói.
Dagskrá aðalfundara. Skýrsla stjórnar um liðið starfsárb. Endurskoðaðir reikningar félagsins, en reikningsárið er almanaksáriðc. Lagabreytingard. Kosning stjórnare. Starfsáætlun komandi starfsársf. Önnur mál
Ólöf Ingólfsdóttir lætur af sem formaður MTB eftir 2 ára setu. Bergdís Júlía Jóhannsdóttir hættir eftir sem stjórnarmaður eftir 2 ára setu en Sveinn Óskar Ásbjörnsson gefur kost á sér til áframhaldandi setu. Sara Marti Guðmundsdóttir situr áfram eitt ár í stjórn. Óskað er eftir framboðum í stjórn en allir fullgildir félagar í SL geta tekið sæti í stjórn.Barinn verður opinn og líflegar umræður eftir fundinnLög (samþykktir) MTBhttps://drive.google.com/file/d/1Usmi5MOmMwIwJKmHbATkMHix-9bd7NtE/view?usp=drivesdk
Gagnasöfnun Hagstofu Íslands um sviðslistir 2017 – 2019
9th júní
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (SL) hefur safnað gögnum um sviðslistir fyrir Hagstofu Íslands um áratuga skeið og nú er komið að því að safna tölum vegna leikáranna 2017 – 2019. Með því að smella á þennan hlekk má hlaða niður Excel skjali til útfyllingar vegna söfnunar á áhorfenda- og sýningafjölda fyrir leikárin 2017 – 2018 og 2018 – 2019. Leikárið reiknast frá 1. júlí – 30. júní. Vinsamlegast fyllið út í excel skjalið og sendið á leikhopar@leikhopar.is . Mikilvægt er að hlaða skjalinu niður og vinna með það þannig. Vistið skjalið með nafni leikhóps nafnleikhops_ahorfendatolur_2017_2019.xlsx Ef það vakna spurningar varðandi framkvæmd þá endilega sendið fyrirspurnir á Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóra SL á netfangið leikhopar@leikhopar.is eða hringið í síma 699-0770. Gögnin eru eingöngu aðgengileg því starfsfólki Hagstofu Íslands sem vinnur með þau en samandregnar niðurstöður eru birtar á vef Hagstofunnar. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál og birtingu efnisins þannig hagað … Read More »
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2020 vegna verkefna á árinu 2020 eða síðar
27th apríl
Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umgangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt.
Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem algjöra lágmarksgreiðslu en þau voru 407.413 kr á mán. í verktakagreiðslu. ( jan 2020).
Í umsóknum til leiklistarráðs er alltaf miðað við verktakagreiðslur og við útreikning á verktakaálagi þá er 35% álagi bætt við launþegalaun.
Ef laun eru lægri en listamannalaun verður að fylgja með útskýring eða skriflegir samningar við listamenn til staðfestingar á að viðkomandi samþykki lægri laun.
Einnig er mikilvægt að fjöldi þeirra mánaða sem sótt er um stemmi við þann tíma sem gert er ráð fyrir í verkáætlun. Ef listamaur vinnur fullan vinnudag í 8 vikur á hann að fá greidd 2 mánaða laun. Ef vinnutíminn er styttri … Read More »
Til bjargar listinni: ákall til stjórnvalda
7th apríl
Þetta ákall var upprunalega ritað af alþjóðlegu
sviðslistasamtökunum IETM og undirritað af Circostrada, ETC, IN SITU og EDN.
Síðan kórónufaraldurinn braust út hefur gríðarstór
hluti jarðarbúa – fólk af ýmsum uppruna, á öllum aldri og af öllum stigum
samfélagsins – þurft að horfast í augu við skyndilega og ótímabundna frestun á
sínu daglega lífi. Fundir fólks í raunheimi eru sjaldgæfir og þurfa að lúta
ýmsum takmörkunum. Sumir standa frammi fyrir óvæntum fjárhagsvandræðum og aðrir
kljást við líkamleg og andleg veikindi. Allt þetta aukna álag í samfloti við
nagandi óvissu um framtíðina, skapar gríðarlega spennu og mun setja varanlegt
mark á allt samfélagið.
Eins og oft á umbrotatímum, snýr fólk sér að
menningunni: bókmenntir, tónlist, kvikmyndir, ljósmyndun, sýndarlistasöfn, dans
og leikhús hafa flutt yfir á netið eða út undir bert loft, þar sem
fjarlægðartakmarkanir eru virtar. Listin sýnir statt og stöðugt hversu
einstakan mátt hún hefur til þess að sameina fólk, jafnvel á tímum þar … Read More »
Rannsókn á afleiðingum COVID 19 á sviðslistir
27th mars
Fyrir hönd Sjálfstæðu Leikhúsana (SL), Sviðslistasambands Íslands (SSÍ) og fagfélaga inann sviðslista viljum við safna saman upplýsingum til að meta stöðu sjálfstæðra sviðslista í kjölfar samkomubanns og kórónavírussins.
Upplýsingarnar munum við nota til að veita yfirsýn yfir ástandið til skemmri og lengri tíma sem og til að móta viðbrögð eða hugmyndir að stuðningi við sjálfstæða listamenn, hópa og stofnanir.
Upplýsingarnar munum við meðhöndla í trúnaði og munum ekki birta einstakar upplýsingar varðandi fjárhag og samninga. Kjósir þú að vera nafnlaus munum við ekki birta þína sögu. En ef þú gefur leyfi munum við mögulega nýta frásögn þína eða hluta hennar sem raundæmi.
Annars munum við aðeins nýta upplýsingarnar í samandreginni tölfræði.
Spurningum er annarsvegar beint til hópa og stofnana og hinsvegar til einstaklinga. Hægt er að framkvæma könnunina tvisvar þ.e. annarsvegar fyrir hóp og hinsvegar sem einstaklingur.
Ekki er nauðsynlegt að svara … Read More »
Sjálfstæðar sviðslistir á tímum samkomubanns
19th mars
Salur Tjarnarbíós – Mynd: Geiri X
Þegar ljóst var að sett yrði á samkomubann var sett af stað vinna um allt samfélagið til að meta áhrif þess og nauðsynleg viðbrögð við því. SL hefur unnið að því að hugsað verði sérstaklega um sjálfstætt starfandi sviðslistafólk í þessu samhengi.Ákvörðun stjórnvalda um samkomubann hefur augljóslega gríðarleg áhrif á starfsgrundvöll alls sjálfstætt starfandi sviðslistafólks. Á svipstundu hefur fótunum verið kippt undan okkur, leikhúsin neyðst til að loka dyrum sínum svo leiksvið og áhorfendabekkir standa auðir. Þeir listamenn sem starfa við veislustjórnun eða annað tengt veisluhöldum og viðburðastjórn verða af öllum tekjum af slíku. Að auki fellur mikil kennsla niður og námskeiðahald sömuleiðis. Þá er ótalinn sá hópur sem starfar utansviðs tengt sýningarhaldi s.s ljóshönnuðir, tæknifólk, leikmynda- og búningahönnuðir, starfsfólk í miðsölu og fleiri.
Gróf samantekt SL sýnir að niður falla að lágmarki 20 sviðsverk sjálfstæðra … Read More »
Opið kall fyrir Vorblót 2020
4th febrúar
(Photo credit: Photo is from Steinunn Ketilsdóttir’s work, Piece no. 1,5, which was shown during Vorblót 2019)
Tjarnarbíó í samvinnu við Reykjavík Dance Festival heldur þriðju útgáfuna af sviðslistahátíðinni Vorblót dagana 2. Apríl – 5. Apríl.
Við leitum að tilbúnum verkum til að sýna á hátíðinni. Verkin mega hafa breiða skírskotun í samtímadans eða verk unnin af danshöfundum eða dönsurum.
Tjarnarbíó og Dansverkstæðið munu bjóða upp á æfingarými vikuna fyrir hátíðina eftir því sem aðstæður leyfa. Tjarnarbíó er “black box” leikhús og stærð á sviðsgólfi er uþb 9 m. á breidd x 11 m. á dýpt. Leikhúsið er vel búið ljósum og hljóðbúnaði en samt sem áður leitum við eftir einfaldri umgjörð þar sem tími til skiptinga er naumur. Verk sem gerast annarsstaðar þ.e. Site-Specific koma einnig til greina.
Gert er ráð fyrir að velja 3 – 5 verk til sýninga.
Hátíðin greiðir ekki … Read More »
Úthlutun til atvinnuleikhópa
24th janúar
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2020. Alls bárust 105 umsóknir frá 97 atvinnuleikhópum og sótt var um ríflega 625 milljónir króna. Leikhópurinn 10 fingur fær hæsta styrkinn í ár kr. 10.815 milljónir. Árangurshlutfall umsækjenda er um 19 prósent.
Ákveðið hefur verið að veita 93.999 milljónum króna til 20 verkefna sem skiptast þannig: tíu leikverk, ein barnasýning, ein sirkussýning, fjögur dansverk, þar af eitt dansverk fyrir börn, og fjórar óperur, þar af ein barnaópera.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá atvinnuleikhópa sem hlutu styrk.
Leikhópurinn 10 fingur fær rúmlega 10,8 milljónir króna fyrir barnasýninguna Stúlkan sem lét snjóaÓperuleikfélagið Alþýðuóperan fær rúmlega 3,2 milljónir fyrir óperuna Corpo SurealDáið er allt án drauma minna fær rúmlega 5,3 milljónir fyrir óperuna Drottinn blessi heimiliðDanfélagið Lúxus fær rúmlega 3,1 milljón fyrir dansverkið Derringurfélagssamtökin EP fá rúmlega 6,6 milljónir … Read More »
Sjálfstæða senan situr eftir
22nd janúar
Grein um stöðu sjálfstæðra sviðslista eftir Söru Marti Guðmundsdóttur og Klöru Helgadóttur meistarnema í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst sem birtist í Morgunblaðinu 21. janúar 2020
Samkvæmt hagtölum úr Nordic Statistic database eru Íslendingar duglegastir allra Norðurlandaþjóða að sækja leikhús. Til að mynda sótti metfjöldi Þjóðleikhúsið leikárið 2018 til 2019 eða um 118 þúsund manns. Því er ekki að undra hversu mikil gróska er í sviðslistum hérlendis. Þrátt fyrir þennan metfjölda áhorfenda í leikhúsum á Íslandi væri ekki hægt að halda uppi stofnanaleikhúsunum með miðasölunni einni saman – og því síður sjálfstæðri leikhópastarfsemi atvinnuleikara nema með styrkjum frá ríki og borg.Sviðsverk á Íslandi eru framleidd annars vegar af opinberum stofnunum og hins vegar af sjálfstæðum atvinnuleikhópum. Þegar talað er um sjálfstæða leikhópa er hér ekki átt við áhugamannaleikhópa heldur hópa sem samanstanda af atvinnufólki, menntuðu sviðslistafólki. Opinberu sviðslistastofnanirnar eru á fjárlögum … Read More »
LEIKÁRIÐ 2020-2021 Í TJARNARBÍÓ
12th janúar
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR LEIKÁRIÐ 2020-2021 – SAMSTARFSVERKEFNI OG VINNUSTOFUR
Tjarnarbíó kallar eftir umsóknum um samstarfsverkefni á komandi leikári. Öll sviðsverk koma til greina. Þau verk sem verða fyrir valinu mynda saman leikárið 20/21 í Tjarnarbíói og fá þar af leiðandi aðgang að ókeypis æfingaaðstöðu, stuðningi í markaðs- og tæknimálum, faglegri ráðgjöf ásamt hlutdeild í miðasölu viðkomandi sýningar.
Einnig auglýsir Tjarnarbíó eftir listafólki eða hópum sem hefur áhuga á að vera með vinnustofur (e. Residency) í Tjarnarbíói. Þau fá afnot af rými í húsinu til að vinna í, aðgang að sviðinu þegar það er laust, og skrifstofuaðstöðu með öðrum. Starfsfólk Tjarnarbíós býður fram faglega ráðgjöf og stuðning. Umsókn um vinnustofur skal innihalda stutta lýsingu á því verkefni sem áætlað er að unnið verði ásamt ferilskrá umsækjenda.
Umsóknin skal innihalda stutta greinagerð um verkefnið, lista yfir þátttakendur, fjárhagsáætlun og ferilskrá umsækjenda. Umsóknin og allt efni … Read More »