Tag: Sjálfstæðar sviðslistir


Umsögn SL um fjárlög 2024

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

3rd nóvember

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●  Að framlag til starfsemi atvinnuleikhópa á fjárlögum 2024 verði hækkað úr 106,9 millj.kr. í 161 milljón hið minnsta.

Forsendur hækkunar:

●  Sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýna yfir 60% allra sýninga í íslensku sviðslistaumhverfi.

●  Sjálfstæðir hópar eru í fararbroddi þegar kemur að nýsköpun og kynningu á nýjum íslenskum sviðslistaverkum innan lands sem utan.

●  Sjálfstæðar sýningar standa jafnfætis stofnanabundnum leikhúsum að fagmennsku og gæðum.

●  Fjárveitingar til sjálfstæðra hópa eru einungis um 8% af því fjármagni sem hið opinbera veitir til sviðslista.

●  Sjálfstætt starfandi sviðslistafólk er tilneytt að greiða sér ~30-50% lægri laun að meðaltali en sviðslistafólk með sömu menntun og reynslu í stofnanaleikhúsum.

SL-Bandalag sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa gerir athugasemdir við frumvarp til fjárlaga 2024, eins og það liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið gerir … Read More »



Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

19th september

Viðmiðunartölur SL-Launa- og verkgreiðsur vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023


Sjálfstætt sviðslistafólk með 40 tilnefningar til Grímunnar 2023

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

5th júní

Tilnefningar til Grímunnar voru opinberaðar í Tjarnarbíói í dag við hátíðlega athöfn. Sýningar sjálfstætt starfandi sviðslistafólks hlutu fjölda viðurkenninga auk þess sem sjálfstætt sviðslistafólk hlýtur tilnefningar til Sprotaverðlauna. Við óskum öllu sviðslistafólki til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar fyrir framlag sitt til sviðlista á leikárinu.

Sýning ársins 

Geigengeist – Sviðssetning Geigen í samstarfi við Íslenska dansflokkinn

Íslandsklukkan – Sviðsetning Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Leikrit ársins 

Hið ósagða eftir Sigurð ÁmundssonSviðsetning Sigurður Ámundason í samstarfi við Tjarnarbíó

Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar eftir Sveinn Ólaf Gunnarsson og Ólaf ÁsgeirssonSviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó

Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu NíelsdótturSviðsetning – Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Leikstjóri ársins 

Viktoría Blöndal – Óbærilegur léttleiki KnattspyrnunarSviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó

Þorleifur Örn Arnarsson – ÍslandsklukkanSviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Þóra Karítas Árnadóttir – SamdrættirSviðsetning – Silfra Productions í samstarfi við Tjarnarbíó

Leikkona … Read More »





Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...