Upplýsingar um Tjarnarbíó

Tjarnarbíó er frábær vettvangur fyrir sviðslistaviðburði, ráðstefnur, veislur, fyrirlestra og tónleika.

Húsið er rúmlega 100 ára gamalt, hýsti í upphafi íshús og slökkvistöð og stendur við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur. Hér má sjá myndir af rýmum Tjarnarbíós: Salir.is

Í Tjarnarbíó er 180 sæta áhorfendabrekka og lítið mál að bæta við sætum þannig að salurinn rúmi 200 manns sitjandi. Í Tjarnarbíó er leyfi fyrir 300 manns á standandi viðburðum.

Hér er fyrirtaks förðunar- og búningaaðstaða. Húsið er leikhús í grunninn en hægt er að breyta uppsetningu á salnum þannig að hann rúmi allt að 130 manna sitjandi veislur.

Í Tjarnarbíó er ekki eldhús, en ágætis aðstaða á barnum með uppþvottavél. Tjarnarbíó á ekki borð eða stóla en við getum haft milligöngu um að fá slíkt lánað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tjarnarbíó á ekki borðbúnað fyrir stærri veislur en getur einnig haft milligöngu um að útvega hann.

Í framhúsi Tjarnarbíós er Tjarnarbarinn, afar skemmtilegt kaffihús og bar sem býður upp á léttar veitingar undir björtu glerþaki. Tjarnarbarinn hefur einkarétt á sölu á drykkjaföngum og léttum réttum í húsinu. Á Tjarnarbarnum rúmast vel 50-70 manns.

Í Tjarnarbíó eru auk þess nokkur minni rými sem hægt er að leigja, líkt og æfingasalurinn sem rúmar vel 20 manns auk þess sem gamla slökkvistöðvarportið er einstaklega skemmtilegt þegar vel viðrar utandyra. Tjarnarbió er í íbúðabyggð og hefur vínveitingaleyfi til kl. 23.

Húsið er fullbúið leikhús, með frábært hljóðkerfi, monitora og hljóðnema, fullbúið ljósum og myndvörpum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um tæknibúnað hússins hér að neðan eða á síðu Tjarnarbíós.

Við húsið starfar fært tæknifólk sem þekkir húsið út og inn. Ef þú hefur áhuga á að leigja Tjarnarbíó undir viðburð eða vilt frá frekari upplýsingar hafðu þá samband á tjarnarbio@tjarnarbio.is.

Teikningar

1._haed_2015

2_haed_2015

Tækjalisti

Eftirfarandi tækjabúnaður er til staðar í Tjarnarbíó

VARPAR
Hitachi cp-x 10000 7500 ANSI Lumens
Panasonic PT AE4000 1600 lumens
Toshiba TDP-T90A

LJÓS
Grand MA2 OnPC Command wing 144 identical dimmer channels
8 x S4 zoom 15/30 750w
16 x S4 zoom 25/50 750w
4 x Prelude 16/30 650w
4 x Prelude PC 650w
2 x Prelude Fresnel 650w
4 x Prelude Fresnel 2Kw
2 x PC acclaim 1200w
38 x Par cp 64 1000w
6 x ROBE DL4S
2 x ETC Revolution
1 x Unique Fog Machine

HLJÓÐ
FOH
Meyer sound system 2 CQ
4 UPJ-1
1 650 sub
Desk
Allen&Heath iLive

 Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...