Ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2025


Posted on mars 27th, by leikhopar1 in Frettir, leikhopar, Uncategorized. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

eftir Theodoros Terzopoulos, leikstjóra, Grikklandi.

Birt á ensku að neðan.

Getur leikhúsið greint neyðarkall samtíma okkar, örvæntingarhrópfátækra borgara, sem eru læstir inni í frumum sýndarveruleikans, sem skotið hafa rótum í kæfandi einkalífi þeirra? Í heimi tölvustýrðrar tilvistar í alræðiskerfi stjórnunar og kúgunar á öllum sviðum lífsins?

Hefur leikhúsið áhyggjur af vistfræðilegri tortímingu, hlýnun jarðar, gríðarlegum afföllum í fjölbreytileika lífríkisins, mengun sjávar, bráðnandi heimskautaís, auknum skógareldum og öfgakenndu veðri? Getur leikhúsið orðið virkur hluti vistkerfi? Leikhúsið hefur fylgst með afleiðingum mannlegra athafna á móður jörð í langan tíma, en það á erfitt með að bregðast við þeim.

Hefur leikhúsið áhyggjur af andlegu ástandi mannkyns eins og það er að þróast á 21. öldinni, þar sem fólki er stjórnað af pólitískum og efnahagslegum hagsmunum, netmiðlum og skoðanamyndandi netfyrirtækjum? Þar sem samfélagsmiðlar, eins mikið og þeir auðveldalífið, mynda örugga fjarlægð í samskiptum við aðra? Hugsanir okkar og athafnir eru mengaðar víðtækum ótta við aðra sem eru öðruvísi eða framandi. 

Getur leikhúsið þjónað sem rannsóknarstofa samlífis fjölbreytileikans,án þess að meðtaka blæðandi áfallastreitu?

Áfallastreitan skorar á okkur að endurgera goðsögnina sem HeinerMüller orðaði: „Goðsögnin er aflgjafi, vél sem unnt er að tengja aðrarmargvíslegar vélar við. Hún gefur orku þar til vaxandi orkumagniðsprengir menningarsviðið.“ Ég myndi bæta við velli villimennskunnar.

Geta kastljós leikhússins lýst upp félagsleg áföll í stað þess að varpa misvísandi ljósi á sjálft sig? 

Spurningar án fullnaðarsvara, því leikhús er til og mun lifa áfram, þökk sé spurningum sem enn er ósvarað.

Spurningar sem Díónýsos varpaði fram þegar hann fór um fæðingarstað sinn, leiksvið hins forna leikhúss, og hélt áfram þöglum flótta sínum um stríðshrjáð landsvæði, á leiklistardeginum þetta árið.

Horfum í augu Dýonísusar, afkvæmis Seifs og Semelu, sem fæddist tvisvar, horfum í augun á þessum guði leiklistar og goðsagna sem sameinar fortíð, nútíð og framtíð, holdgervings reikandi sjálfsmyndar, konu og karls, reiði og gæsku, guðs og dýrs sem er á mörkum vitfirringar og skynsemi, reglu og glundroða, línudansari á mörkum lífs og dauða. 

Díónýsos varpar fram grundvallarspurningu tilvistarinnar: „Um hvað snýst þetta allt saman?“ Spurning sem manar skapandi fólk til dýpri rannsóknar á rótum goðsagna og margs kyns víddum lífsgátunnar.

Okkur sárvantar nýtt frásagnarform, sem miðar að því að rækta minniðog móta nýja siðferðilega og pólitíska ábyrgð, til að komast frámargslungnu einræði „myrkra miðalda“ samtímans.

Theodoros Terzopoulos er leikhússtjóri, kennari, rithöfundur, stofnandi og listrænn stjórnandi Attis-leikhússins í Aþenu. Formaður alþjóðanefndar leikhúsólympíuleikanna (Theatre Olympics) sem hann stofnaði árið 1994.

Hann fæddist í Norður-Grikklandi árið 1947 og lærði leiklist í Aþenu. Frá 1972 til 1976 var hann meistaranemi og aðstoðarmaður við Berliner Ensemble. Eftir að hann sneri aftur til Grikklands starfaði hann sem forstöðumaður leiklistarskólans í Þessalóníku. Árið 1985 stofnaði hann leikhópinn Attis sem hann hefur stjórnað síðan. Hann var listrænn stjórnandi alþjóðlegra þinga um forna leiklist í Delphi1985 til 1988. Hann stofnaði ásamt fleirum Alþjóðastofnun Miðjarðarhafsleikhúsa (International Institute for Mediterranean Theatre) og hefur verið formaður grísku nefndar hennar síðan 1991, auk þess að vera forseti alþjóðanefndar leikhúsólympíuleikanna síðan árið 1993. Hann var einn listrænna stjórnenda hátíða leikhúsólympíuleikanna í Delphi, Shizuoka, Moskvu, Istanbúl, Seúl og Peking. Frá því seint á áttunda áratugnum hefur hann þróað sínar eigin leikhúsaðferðir.Vinnustofur tengdar vinnuaðferðum Terzopoulosar fara fram um allan heim. Sem leikstjóri hefur hann sviðsett forngrísk leikrit, óperur og verk eftir mikilvæga evrópska samtímahöfunda, meðal annars í leikhúsum í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kína, Ítalíu, Taívan og Þýskalandi. Hann hefur hlotið ótal alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar. Theodoros Terzopoulos býr í Aþenu.

Hafliði Arngrímsson íslenskaði.

*

International Theatre Institute ITI World Organization for the Performing Arts

Message for World Theatre Day 2025 – 27 March

Author of the Message: Theodoros TERZOPOULOS, Greece

Theatre Director, Educator, Author, Founder and Artistic Director of the Attis Theatre Company, Inspirator of Theatre Olympics and Chairman of the International Committee of Theatre Olympics

English (Translation)

World Theatre Day Message 2025 by Theodoros TERZOPOULOS

Can theatre hear the SOS call that our times are sending out, in a world of impoverished citizens, locked in cells of virtual reality, entrenched in their suffocating privacy? In a world of robotized existences within a totalitarian system of control and repression across the spectrum of life?

Is theatre concerned about ecological destruction, global warming, massive biodiversity loss, ocean pollution, melting ice caps, increasing forest fires and extreme weather events? Can theatre become an active part of the ecosystem? Theatre has been watching human impact on the planet for many years, but it is finding it difficult to deal with this problem.

Is theatre worried about the human condition as it is being shaped in the 21st century, where the citizen is manipulated by political and economic interests, media networks and opinion- forming companies? Where social media, as much as they facilitate it, are the great alibi for communication, because they provide the necessary safe distance from the Other? A pervasive sense of fear of the Other, the different, the Stranger, dominates our thoughts and actions.

Can theatre function as a workshop for the coexistence of differences without taking into account the bleeding trauma?

The bleeding trauma invites us to reconstruct the Myth. And in the words of Heiner Müller “Myth is an aggregate, a machine to which always new and different machines can be connected. It transports the energy until the growing velocity will explode the cultural field” and I would add the field of barbarity.

Can theatre spotlights shed light on social trauma and stop misleadingly shedding light on itself?

Questions that do not allow definitive answers, because theatre exists and endures thanks to unanswered questions.

Questions triggered by Dionysus, passing through his birthplace, the orchestra of the ancient theatre, and continuing his silent refugee journey through landscapes of war, today, on World Theatre Day.

Let us look into the eyes of Dionysus, the ecstatic god of theatre and Myth who unites the past, the present and the future, the child of two births, by Zeus and Semele, expresser of fluid identities, female and male, angry and kind, divine and animal, on the verge between madness and reason, order and chaos, an acrobat on the borderline between life and death. Dionysus poses a fundamental ontological question “what is it all about?” a question that drives the creator towards an ever-deeper investigation into the root of myth and the multiple dimensions of the human enigma.

We need new narrative ways aimed at cultivating memory and shaping a new moral and political responsibility to emerge from the multiform dictatorship of the present-day Middle Ages.

Theodoros Terzopoulos

Translated from the original Greek: Yiola Klitou / Cyprus Centre of I.T.I.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2025

eftir Theodoros Terzopoulos, leikstjóra, Grikklandi.

Birt á ensku að neðan.

Getur leikhúsið greint neyðarkall samtíma okkar, örvæntingarhrópfátækra borgara, sem eru læstir inni í frumum sýndarveruleikans, sem skotið hafa rótum í kæfandi einkalífi þeirra? Í heimi tölvustýrðrar tilvistar í alræðiskerfi stjórnunar og kúgunar á öllum sviðum lífsins?

Hefur leikhúsið áhyggjur...

Birnir Jón Sigurðsson – Ávarp í tilefni alþjóðlega leiklistardagsins 27. Mars 2025

Sviðslistasamband Íslands fær á hverju ári sviðslistamanneskju til að skrifa innlent ávarp í tilefni af alþjóðlega leiklistardeginum. Birnir Jón Sigurðsson skrifar ávarpið í ár....

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...