Category: leikhopar
Benjamín Daníelsson
19th júní
Ég er leikari, leikstjóri, sviðshöfundur og dramatúrg sem lærði leiklist hjá East 15 Acting School. Ég er með brennandi ástríðu fyrir að skapa verk sem eru ögrandi og hvetja áhorfendur til umhugsunar um mál sem tengjast samfélaginu. Ég hef sterkan áhuga á efni sem spyr stóra siðferðislega spurninga.
Twitter: https://twitter.com/BENJAMINKARI
Instagram: https://www.instagram.com/benjaminkarid/
Kontakt: benjamin.danielsson@gmail.com; Sími: 6636698Vefsíða: www.benjamindanielsson.com
Áhugaleikhús atvinnumanna
25th janúar
Steinunn Knútsdóttir
professional.amateurs@gmail.com /steinunn_knutsdottir@hotmail.com
Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur áhugafólks um frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Áhugaleikhús atvinnumanna hefur áhuga á leiklist sem er til í tala til sinna áhorfenda án þess að verða meðvirk. Áhugleikhús atvinnumanna lítur á leiksýningar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi. Ókeypis er inn á leiksýningar leikhússins.
Artik
23rd janúar
Artik er leikhópur sem var stofnaður af Jennýju Láru Arnórsdóttur og Unnari Geir Unnarssyni árið 2012, en þau eru bæði menntuð sem leikarar og leikstjórar.
Stefna hópsins er að vinna sýningar sem eiga beint erindi við áhorfandann; vinna með efni sem fólk getur samsamað sig við. Það er gert með því að skoða samfélagið; rýna í hvað það er sem hefur áhrif á líf fólks, litlu hlutina sem hafa stóru afleiðingarnar; kafa í fortíðina til að sjá hvaða litlu og stóru ákvarðanir hafa ráðið örlögum einstaklinga, hvernig líf þeirra hefur þróast.
Við spyrjum spurninga á við: Hvað eigum við sameiginlegt? Hvað er sammannleg reynsla? Getum við lært af reysnlu annarra? Getum við lært af okkar eigin reynslu? Erum við okkar eigin gæfu smiðir?
Við lítum á reynslu hvers einstaklings sem forðabúr sem hægt er að miðla úr. Með því … Read More »
CGFC
21st janúar
Fjöllistahópurinn CGFC var stofnaður árið 2015 af Arnari Geir Gústafssyni, Ýri Jóhannsdóttur, Birnir Jóni Sigurðssyni og Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur. Frá stofnun hefur hópurinn sett upp fjöldann allan af sýningum og innsetningum, þar sem þau leggja áherslu á myndræna túlkun, heimildavinnu og tilraunir í frásagnaraðferðum. Hægt er að nálgast sýnishorn af verkum þeirra á www.cgfc.rocks.
Fimbulvetur
21st janúar
Fimbulvetur
kontakt: gudmunduringithorvaldsson@gmail.com
sími: 8919488
Fimbulvetur var stofnaður árið 2001 og fyrsta verkefnið var Skáld Leitar Harms eftir Guðmund Inga Þorvaldsson í leikstjórn Friðriks Friðrikssonar í Hafnarfjarleikhúsinu sáluga. Síðan þá hefur Fimbulvetur sett upp fjölda sýninga, flutt inn erlenda listamenn, framleitt sjónvarpsefni, gefið út tónlist svo nokkuð sé nefnt.
Hugðarefni Fimbulvetrar er fyrst og fremst samtíminn og nærsamfélagið. Fimbulvetur er leitandi og einskorðar sig ekki við vinnuaðferðir heldur lagar þær að efnistökunum hverju sinni.
Frystiklefinn (The Freezer)
20th janúar
Frystiklefinn (e. The Freezer) er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús og listamannsaðsetur í Rifi á Snæfellsnesi. Húsnæði Frystiklefans er 650m2 uppgerð fiskvinnsla sem nú hýsir tvö fullbúin leikrými, rúmgóðann almenning og fyrirtaks gisti-, baðherbergis- og eldhúsaðstöðu. Frystiklefinn framleiðir reglulega nýjar íslenskar leiksýningar sem sýndar eru fyrir íslendinga og erlenda ferðamenn á Snæfellsnesi. Þar að auki hýsir Frystiklefinn innlenda og erlenda sviðslistamenn og tekur þátt framleiðslu á verkum þeirra á meðan dvöl þeirra í Rifi stendur.
Frekari upplýsingar gefur Kári Viðarsson í síma 8659432 eða gegnum netfangið kari@frystiklefinn.is
As a professional and independent theatre, The Freezer mainly creates and produces new Icelandic theatre inspired by stories and sagas from the local area. Its main goal is to rejuvenate these sometimes forgotten tales and make them come alive for new audiences in an exciting and newfound way. For all in-house shows and events, We operate a“pay what you like” payment system. This means … Read More »
Gaflaraleikhúsið
19th janúar
Gaflaraleikhúsið
Contact / Tengliður: Lárus Vilhjálmsson
Email: larus@gaflaraleikhusid.is
Tel. 565 5900 & 8607481
www.gaflaraleikhusid.is
Gaflaraleikhúsið hefur rekið lítið leikhús við Víkingastræti í Hafnarfirði frá 2011. Að hópnum standa Ágústa Skúladóttir, Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Lárus Vilhjálmsson en þau eru öll með mikla reynslu á sviði leiklistar og menningarlífs. Gaflaraleikhúsið er lítið leikhús fyrir 220 áhorfendur, með áhorfendapöllum, stólum og ljósa- og hljóðbúnaði. Hópurinn hefur á síðustu árum framleitt 7 ný íslensk verk bæði í samstarfi við aðra og á eigin spýtur. Verkin eru Ævintýri Múnkhásens, Blakkát, Hjartaspaðar,Unglingurinn, Heili Hjarta Typpi, Konubörn og Bakaraofninn. Auk þessa hafa danshópar, atvinnuleikhópar af landsbyggðinni, erlendir leikhópar og skólaleikhús fengið inn í húsinu með fjölda sýninga. Leikhúsið hefur einnig séð um leiklistarkennslu í unglingadeildum grunnskólanna í Hafnarfirði og er nú að kenna á annað hundrað nemenda ár hvert. Fjöldi sviðslistafólks hefur starfað með hópnum bæði í leikverkefnum og … Read More »
Huldufugl
18th janúar
Lista- og viðburðahópurinn Huldufugl var stofnaður af Nönnu Gunnars og Owen Hindley árið 2015. Hópurinn setur upp sýningar sem blanda saman ólíkum listformum en eru með misjafnar áherslur.
Fyrstu tvær sýningar Huldufugls, sýningarnar HEIMA og Aa áttu sér stað í London í mars og apríl 2016. HEIMA var með áherslu á tónlist og með íslenskt þema. Aa var með áherslu á leturgerð, ritlist, texta, ljóð og hönnun.
Sumarið 2016 setti hópurinn upp völundarhús á Granda sem kallaðist Askur Yggdrasils, og hafði að geyma fjöldann allan af listrænum innsetningum. Völundarhúsið var opnað á Menningarnótt en stóð opið í mánuð.
Sýningar hópsins eru gjarnan gagnvirkar og ber þar helst að nefna reglulegar sýningar á ljóðaviðburðinum Rauða skáldahúsinu sem hafa farið fram í IÐNÓ frá 2017, og margverðlaunuðu sýninguna Kassinn / A Box In The Desert sem fer fram í sýndarveruleika og er fyrir einn áhorfanda … Read More »
Improv Ísland
17th janúar
Improv Ísland
Tengiliður: Dóra Jóhannsdóttir
email: dorajohanns@gmail.com
sími 8645915
Improv Ísland er spunaleikhópur sem æfir og sýnir ,,long-form improv,, eða langspuna.
Kómedíuleikhúsið
16th janúar
Kómedíuleikhúsið
Elfar Logi Hannesson
komedia@komedia.is
www.komedia.is
Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum, stofnað árið 1997. Leikhúsið hefur sett á svið um 50 leikverk sem eiga það flest sameiginlegt að tengjast sögu Vestfjarða á einn eða annan hátt. Kómedíuleikhúsið hefur einbeitt sér að einleikjum sem hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Fyrsti einleikurinn var Leikur án orða, 2001, eftir Samuel Beckett en eftir það hafa allir einleikirnir komið úr smiðju leikhússins. Af þeim má nefna Muggur, 2002, Steinn Steinarr, 2003, verðlaunaleikinn Gísli Súrsson, 2005, Pétur og Einar, 2008, Bjarni á Fönix, 2010, Jón Sigurðsson strákur að vestan, 2011, Fjalla-Eyvindur, 2013, Grettir, 2015, Gísli á Uppsölum, 2017, og Dimmalimm, 2019. Kómedíuleikhúsið er þó ekki svona einhæft og hefur einnig sett á svið nokkra tvíleiki. Má þar nefna ljóðaleikinn Þorpið, 2009, barnaleikritið Halla, 2014, og hápólitíska gamanleikinn Heilsugæslan, 2009, og músíksöguleikinn Sigvaldi … Read More »
Kraðak ehf
15th janúar
Anna Begga / (Andrea)
kradak@kradak.is
www.kradak.is
Kraðak ehf var stofnað í ágúst 2007 af þeim Andreu Ösp Karlsdóttur og Önnu Bergljótu Thorarensen. Draumur þeirra var að vinna fyrir sig sjálfar við eitthvað skemmtilegt og eftir mörg ár af óframkvæmdum frábærum hugmyndum ákváðu þær að láta til skarar skríða.
Þetta byrjaði allt með hugmynd að Jólasýningu í Jólahúsi sem væri skemmtun fyrir alla fjölskylduna en hugmyndin stækkaði fljótt. Úr varð einkahlutafélag sem setur upp leiksýningar, sér um jólasveinaleigu og tekur að sér ýmis umboðsverkefni fyrir leikhópa og hljómsveitir.
Kraðak ehf er því fjölhæft fyrirtæki sem er enn í mótun.
Lakehouse
14th janúar
Nafn leikhóps: Lakehouse
Nafn tengiliðs: Árni Kristjánsson
Símanúmer: 00354 8656965 / 0044 7487 67 99 37
e-mail: arnikristjans.arkandi@gmail.com
Leikhópurinn Lotta
13th janúar
www.leikhopurinnlotta.is
leikhopurinnlotta@gmail.com
Tengiliður Anna Bergljót Thorarensen
Sími 698-1293
Um hópinn.
Leikhópurinn Lotta var stofnaður haustið 2006. Að stofnun hans komu níu einstaklingar sem allir áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á leiklist og áttu ákaflega bágt með þá hefð leikhúsanna að fara í sumarfrí. Hvað eiga áhugasamir áhugaleikarar af sér að gera á sumrin þegar leikhóparnir leggjast allir í dvala? Svarið lá í augum uppi.
Það er ekki auðvelt að stofna leikhóp og ekki ókeypis heldur en liðsmenn Lottu voru stórhuga. Fyrsta Lottan (við köllum bílinn okkar Lottuna) var keyptur út á krít hjá fjármálafyrirtækjunum og kerra undir leikmyndina var leigð af kerruleigu. Stórsmellurinn Dýrin í Hálsaskógi varð fyrir valinu sem fyrsta verkið sem yrði sett upp enda urðum við að treysta á að sýningin myndi draga að sér áhorfendur svo hægt væri að standa í skilum við fjármálastofnanir. Við renndum hálf blint í sjóinn … Read More »
Listhópurinn Kvistur
11th janúar
Að Listahópnum Kvistur, standa þær Eyrún Ósk Jónsdóttir og
Hildur Kristín Thorstensen. Þær lærðu báðar leiklist erlendis. Eyrún í London og Hildur í París.
Hópurinn hefur sett á svið ýmis verkefni hér heima og á hátíðum erlendis: Leikrit, gjörninga og útvarpsleikrit.
Við erum ungur listahópur sem leitast við að dansa á mörkum leiklistar, gjörningalistar og innsetninga.
Tengiliður / Contact:
Sími 774-1351 (Eyrún) og 695-9056 (Hildur)
eyrun.o.j@gmail.com
Lýðveldisleikhúsið
11th janúar
Benóný Ægisson
lydveldisleikhusid@gmail.com
www.this.is/great
Lýðveldisleikhúsið leggur áherslu á að setja upp samtímaverk fyrir alla aldurshópa og verk þar sem samþættuð eru leiklist, tónlist og dans
Miðnætti
10th janúar
Miðnætti
Miðnætti er sviðslistahópur stofnaður af leikkonunni og leikstjóranum Agnesi Wild, tónlistarkonunni Sigrúnu Harðardóttur og leikmynda- og búningahönnuðnum Evu Björgu Harðardóttur, en með þeim starfar fjöldi framúrskarandi listamanna í ýmsum verkefnum hópsins. Verkefni hópsins eru fjölbreytt, en má þar nefna sjónvarpsefni fyrir börn, farandssýningar, sviðssetta tónleika og gamanverk fyrir fullorðna.
Verk Miðnættis hafa verið flutt víða um Ísland, á Grænlandi, í Póllandi, Eistlandi og Portúgal. Miðnætti hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal listamannalaun, styrk úr sjóði atvinnuleikhópa, Reykjavíkurborgar og Kulturkontakt Nord. Miðnætti var tilnefnt til Grímuverðlaunanna 2017 fyrir verkið “Á eigin fótum” í flokkunum Barnasýning ársins og Dans- og sviðshreyfingar ársins, auk þess að vera tilnefnd til menningarverðlauna DV sama ári seinna.
Nánar: www.midnaetti.com
Panic Productions
8th janúar
Panic Productions er sviðslistahópur og framleiðslufyrirtæki stofnað árið
2004 af Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur. Megin
markmið þeirra er að starfa og skapa með erlendum listamönnum og færa
afurðina heim til Íslands sem og sýna hana erlendis. Frá stofnum hafa átta
verk verið gerð í nafni Panic Productions, með ýmsum listamönnum frá ýmsum
löndum.
Panic Productions
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
panic@panicproductions.is/sveinbjorg@centrum.is
www.panicproductions.is
RaTaTam
7th janúar
The Theater Group RaTaTam was founded on a cold winter evening after a group of actors had a discussion about the non visibility of domestic violence in society.
email: ratatamratatam@gmail.com
Reykjavík Ensemble
6th janúar
Alþjóðlega leikfélagið REYKJAVÍK ENSEMBLE var stofnað haustið 2019 af Pálínu Jónsdóttur leikstjóra, sem er listrænn stjórnandi félagsins, og samstarfskonu hennar Ewu Marcinek, verkefnastjóra og rithöfundi. Leikfélagið er fyrsta og eina sjálfstætt starfandi heimsleikhúsið á Íslandi og það vinnur nýsköpunar-og frumkvöðlastarf með því að búa til virkan atvinnuvettvang innan leiklistarinnar fyrir íslenska og fjölþjóðlega listamenn, óháð uppruna, kyni og tungumáli. Leikfélagið þróar og framleiðir skapandi sýningar úr frumsömdum, nútíma og klassískum verkum sem eiga erindi við fjölbreyttan og fjölþjóðlegan áhorfendahóp íslensks samfélags. Á fyrsta starfsárinu útnefndi Reykjavíkurborg REYKJAVÍK ENSEMBLE Listhóp Reykjavíkur árið 2020 og leikfélagið var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna Grímunnar sem Sproti ársins. Ísland pólerað var valin ein af bestu leiksýningum ársins 2020 af leiklistargagnrýnendum Morgunblaðsins.
www.reykjavikensemble.com/
Sirkus Íslands
6th janúar
Sirkus Íslands var stofnaður árið 2007 af tíu vinum sem vildu upphefja sirkusmenningu á Íslandi. Forsprakkinn er Lee Nelson, sem er trúður og götulistamaður sem ílentist á Íslandi og á nú fjölskyldu hér. Fyrsta sýningin var sett upp í Hafnafjarðarleikhúsinu og hét Stórasti sirkus Íslands. Næsta sýning var sett upp í Salnum í Kópavori og nefndist Sirkus Sóley árið 2010. Ö-faktor var sett upp í Tjarnarbíói 2012 og var sett upp eins og raunveruleikaþáttur þar sem keppt var í sirkuslistum. Heima er best var sérstaklega sett saman fyrir sirkustjald á Volcano-sirkuslistahátíð Norræna hússins og eftir það var ekki aftur snúið: Sirkusinn varð að kaupa alvöru sirkustjald. Með hjálp þjóðarinnar á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund gekk það eftir og árið 2014 var fyrsta íslenska farandsirkussumarið. Í dag starfa um tuttugu manns hjá sirkusnum, ýmist í heilu eða hálfu starfi. Yfir sumartímann ferðast … Read More »
Smartílab
5th janúar
SmartíLab var stofnað 2016 af Söru Martí og Martin Sörensen.
Með hverju nýju verki sem atvinnuleikhópurinn tekur sér fyrir hendur, breyast leikmennirnir en leikhópurinn á það þó sameiginlegt að vera alltaf undir leikstjórn Söru Martí.
Leikstjórnarverk Söru hafa hlotið tilnefningar til Grímunnar og sigraði leikstjórnarverk hennar, í samvinnu við VaVaVoom og Bedroom Community, mikilvirtustu tónleikhús verðlaunin í heiminum (Music Theatre Now) fyrir verk þeirra ,,Wide Slumber“ í Rotterdam 2016. Sýningar SmartíLab hafa verið sýndar í Þjóðleikhúsinu, Tjarnarbíó, Norðupólnum, Hofi Akureyri og Summerhall í Edinborg.
Fyrir frekari upplýsingar má sjá heimasíðu leikhópsins:
www.smartilab.is
Hægt er að ná í okkur með því að senda email á saramarti@saramarti.com