Tag: listamannalaun
Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024
26th september
Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu á það um langa hríð að ekki sé horft á upphæð listamannalauna sem laun fyrir fullt starf, enda eru listamannalaun skilgreind skv. reglugerð sem 67% hlutfall af fullri vinnu, þau eru fyrir árið 2024 kr. 538.000,- Umsóknarform Rannís reiknar sjálfkrafa upphæð listamannalauna en umsækjendur þurfa að færa inn réttar launatölur fyrir mánaðarlaunum þátttakenda, sem eru þá væntanlega listamannalaun auk uppbótar í samræmi við störf og vinuframlag.
Þegar miðað er við að ein mánuðargreiðsla úr launasjóði sviðlistafólks sé metin sem þóknun fyrir 67% vinnu er eðlileg þóknun fyrir 100% starf:
802.985 kr, án verktakaálags
Að viðbættu verktakaálagi er þessi tala;
908.578 kr, með 13,15% verktakaálagi, sem er launakostnaður atvinnurekanda (11,5% framlag í lífeyrissjóð, 0,1% í endurhæfingasjóð, 1% í sjúkrasjóð stéttarfélags, 0,25% í orlofssjóð og 0,3% í starfsmenntasjóð),
1.084.030 kr, … Read More »
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
19th september
Viðmiðunartölur SL-Launa- og verkgreiðsur vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2022
14th september
Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umfangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt.
Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem algera lágmarksgreiðslu og athugið að listamannalaun eru skilgreind skv. reglugerð sem 67% hlutfall af fullri vinnu, en þau eru fyrir árið 2023 kr. 490.920
Við útreikning á verktakaálagi þá leggur FÍL það upp sem amk. 35% álag, en FLÍ hefur bent á að reikna skuli amk 40% álag, sem dekkar þá öll lögbundin launatengd gjöld og þau sem kjarasamningur kveður á um.
Verktakaálag er hugsað til að standa skil á öllum gjöldum sem vinnuveitandi skal greiða s.s. greiðslur til stéttarfélaga, þar undir falla sjúkrasjóður, orlofssjóður og endurmenntunarsjóður; opinber gjöld, þ.e. almennt tryggingagjald og atvinnutryggingagjald, markaðsgjald og gjald í ábyrgðarsjóð launa; mótframlag í lífeyrissjóð … Read More »