Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira


Posted on nóvember 3rd, by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er fáanleg hjá Routledge útgáfunni hér.

Dr. Thomas Fabian Eder hefur unnið yfirgripsmikla samanburðarrannsókn og skipulagsgreiningu á sjálfstæðum sviðslistum víða í Evrópu, sem byggir á eigindlegum og megindlegum rannsóknum, auk þess að skoða viðkvæma félags- og efnahagslega stöðu listafólks og starfsfólks í listum og menningu.

Rannsóknin veitir grundvallar innsýn í sjálfstæða sviðslistageirann í Austurríki, Búlgaríu, Tékklands, Finnlandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Rúmeníu, Slóveníu, Svíþjóð og Sviss. Ennfremur veitir hún fróðleik og innsýn í starf og stöðu listafólks og er framlag í umræðu um framleiðsluhætti og stefnumótun í listum og menningu þvert á landamæri.

Bókin er upp úr vísindalegri rannsókn sem skoðar regluverk og skipulag í geiranum, þar með talið venjur og væntingar. Hún talar til listamanna, starfsmanna og stjórnenda í menningargeiranum, stjórnmálamanna, fræðimanna og nemenda og er innlegg í leiklistarrannsóknir, vinnumarkaðs- og félagsrannsóknir og veitir mikilvægt samhengi fyrir menningarstjórnun og félagasamtök í listum og menningu.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2025

eftir Theodoros Terzopoulos, leikstjóra, Grikklandi.

Birt á ensku að neðan.

Getur leikhúsið greint neyðarkall samtíma okkar, örvæntingarhrópfátækra borgara, sem eru læstir inni í frumum sýndarveruleikans, sem skotið hafa rótum í kæfandi einkalífi þeirra? Í heimi tölvustýrðrar tilvistar í alræðiskerfi stjórnunar og kúgunar á öllum sviðum lífsins?

Hefur leikhúsið áhyggjur...

Birnir Jón Sigurðsson – Ávarp í tilefni alþjóðlega leiklistardagsins 27. Mars 2025

Sviðslistasamband Íslands fær á hverju ári sviðslistamanneskju til að skrifa innlent ávarp í tilefni af alþjóðlega leiklistardeginum. Birnir Jón Sigurðsson skrifar ávarpið í ár....

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...