Listafólk í fókus – Taktu þátt


Posted on nóvember 3rd, by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með áhugaverðum umræðuefnum.

Fundaröðin fer fram á netinu og samanstendur af fjórum viðburðum:

#1 09.11.2023 kl. 13-15 – Geðheilbrigði í fókus / Mental health in focus
#2 18.01.2024 kl. 13-15 – Stuðningur í starfi / Career support
#3  14.03.2024 kl. 13-15 – Listir og lýðheilsa / Arts as public health service
#4  16.05.2024 kl. 12-14 – Ábyrgðarkeðja: Pólitík fjármögnunar / Chain of responsibilities: funding politics

Fundirnir fara fram á ensku. Vinsamlega skráið ykkur hér.

Fundirnir eru framhald á dagskrá síðasta árs, sem bar yfirskriftina Sjónarhóll sanngirni eða „Fairness in Focus“, upplýsingar og gögn fyrri funda aðgengileg r.

Listafólk í fókus:

#1        09.11.2023 – Geðheilbrigði í fókus / Mental health in focus
Hvaða áhrif hafa starfsaðstæður og atvinnutækifæri á geðheilsu listamannsins? Undanfarin ár hefur persónuleg líðan í auknum mæli orðið viðfangsefni samfélagsumræðu og jafnvel ratað inn í fjármögnunarviðmið í sviðslistum. Niðurstöður nýlegra rannsókna verða skoðaðar auk viðtala við listafólk og sérfræðinga.

#2       18.01.2024 – Stuðningur í starfi / Career support
Áskoranir fylgja því að byggja upp sjálfbæran starfsferil í sviðslistum. Nokkur Evrópulönd hafa komið á fót sérhæfðum innviðum til að styðja listafólk við ólíka þætti starfs þeirra og atvinnuferils, sem getur snúið að aðgangi að læknisþjónustu eða horfum í starfsþróun. Við kynnum nokkur dæmi um bestu starfaðferðir og heyrum frá listafólkinu og reynslu þeirra.

#3      14.03.2024 – Listir og lýðheilsa / Arts as public health service
Hvað getur listin gert fyrir lýðheilsu? Víðsvegar um Evrópu eru dæmi um verkefni drifin áfram af listafólki sem tala beint inn í hópa með sérþarfir, hvort sem það eru „listir að læknisráði“ (e. Arts on Perscription) á Balkanskaga eða dansnámskeið fyrir fólk með langvinna sjúkdóma. Listin getur gert heilmargt til að stuðla að velferð einstaklingsins en felur það í sér að listamenn séu skyldugir tað mæta þörf eða eyðum í félagslega kerfinu?

#4       16.05.2024 – Ábyrgðarkeðja: Pólitík fjármögnunar / Chain of responsibilities: funding politics
Skoðuð verða dæmi um stefnu nokkurra Evrópuríkja í fjármögnun í samhengi við starfsaðstæður og sanngirni.Kanna úthlutunaraðilar hvernig viðtekendur fjárveitinga fara með starfsfólk sitt? Er úthlutun fjármuna gagnsæ og starfsumhverfið sanngjarnt? Skoðuð verða mismunandi líkön þar sem fjárveitendur hafa komið á fót eftirlitsaðferðum, hvort það bætir hag listafólksins og hvar sé þörf á auknum stuðningi til að tryggja sanngjarna meðferð listafólks á vinnustað sínum.


Regnhlífarsamtökin EAIPA voru stofnuð í september 2018 og eru meðlimir nú 21 samtölk í 17 Evrópulöndum. 
EAIPA 
starfar á B2B-grunni og eru meðlimirnir hagsmunasamtök eða fulltrúar einstakra aðilldarríkja, sem aftur eru fulltrúar aðila í sjálfstæða sviðlistageiranum. EAIPA er því fulltrúi fólks, fyrirtækja og leikhúsa sem starfa sjálfstætt og á atvinnugrunni í sviðslistum í Evrópu og bregst við stefnumörkun ríkja með söfnun og uppfærslu gagna og upplýsinga, hefur frumkvæði að nýjum tillögum til stefnumótunar, stuðlar að auknum sýnileika geirans og umræðum um þarfir og árangur á hverjum tíma.

Heimasíða: www.eaipa.eu
Facebook:EAIPA European Association of Independent Performing Arts
Instagram:@eaipa_association
Twitter:@eaipa_assoc





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...