Aðalfundarboð SL & MTB


Posted on október 2nd, by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Félagsmenn athugið, aðalfundir Bandalags sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa (SL) & Menningarfélagsins Tjarnarbíós (MTB) verða haldnir mánudaginn 16. okt 2023 kl. 17 í Tjarnarbíói

Dagskrá

17:00   Aðalfundur MTB; hefðbundin aðalfundarstörf

18:30   Léttur kvöldverður fyrir fundargesti – Vinsamlega skráið ykkur hér

19:00   Aðalfundur SL; hefðbundin aðalfundarstörf

20:30   Happy hour og spjall

Fundargestir eru beðnir um að skrá sig á viðburðinn hér svo að hægt sé að áætla magn veitinga.

Við vekjum athygli á því að greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum hafa verið sendir út og ættu að birtast í heimabanka. Fyrir frekari upplýsingar sjá að neðan.

*

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Árshlutauppgjör f.hl. árs ’22 og uppgjör leikárs ’22-‘23

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar – Sjá að neðan

5.   Starfsáætlun komandi starfsárs 

6.   Önnur mál

Lagabreytingatillögur

Breytingartillaga í takt við bókun síðasta aðalfundar. Þetta er gert t.a. samræma starfsár MTB v. uppgjörsár skv. breytingum á síðasta aðalfundi. Sjá breytingatillögur með útstrikun og feitletrun að neðan:

6.     grein
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum MTB. Aðalfundur skal haldinn ár hvert eigi síðar en 25. maí fyrir lok október ár hvert. Skal til hans boðað með tryggilegum hætti og með tveggja vikna fyrirvara og telst hann þá löglegur. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir fullgildir félagar skv. gr.5. 

Úr 7. grein:

2. Endurskoðaðir reikningar félagsins, en reikningsárið er almanaksárið leikárið

Kosning stjórnar

Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Guðmundur Felixson og Auður Ösp Guðmundsdóttir (varamaður) hafa lokið 1 ári af skipunartíma en biðjast öll lausnar frá stjórnarstörfum. Áfram sitjur í stjórn eftir 1 árs setu Valgerður Rúnarsdóttir. Það eru þvi laus 3 embætti í stjórn MTB.

Dagskrá aðalfundar SL

1.   Lögmæti fundarins kannað, aðild og atkvæðisréttur

2.   Fundargerð síðasta aðalfundar – Meðfylgjandi í viðhengi

3.   Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs

4.   Reikningar bandalagsins

5.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

6.   Kosning stjórnar, varamanna og formanns – Sjá að neðan

7.   Starfsreglur stjórnar – Meðfylgjandi í viðhengi

8.   Ákvörðun félagsgjalds – Engin tillaga til breytingar

9.   Önnur mál

Lagabreytingatillögur

Tillaga í takt við bókun síðasta aðalfundar um að félagsmenn hafi umboð til að óska eftir félagsfundi. Sjá tillögur til viðbóta feitletraðar að neðan:

7. gr. Almennir fundir

Almennir fundir SL skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir og eru þeir opnir öllum meðlimum aðila SL skv. gr. 3 þessara laga. Að auki getur stjórn SL ákveðið að heimila öðrum fundarsetu á félagsfundi af málefnalegum ástæðum. Fundarboð fyrir almenna fundi SL skal sent út með minnst einnar viku fyrirvara.

Félagsmenn geta óskað eftir almennum fundi og skulu þær óskir sendar stjórn SL skriflega til umfjöllunar. Óski 5 eða fleiri aðilar eftir félagsfundi er stjórn félagsins skylt að verða við slíkri ósk. Í beiðni félagsmanna skal koma fram hvaða málefni skal taka fyrir og óskir þeirra um önnur atriði sem máli skipta. Skal stjórn senda út fundarboð til félagsfundar með dagskrá fundar innan 14 daga frá því að ósk berst.

Kosning stjórnar

Eftirtaldir stjórnarmeðlimir hverfa nú frá störfum:

Davíð Freyr Þórunnarson (ritari), Eyrún Ævarsdóttir (varamaður), en þau eru bæði að ljúka 2 ára skipunartíma, og Pálína Jónsdóttir (meðstjórnandi) sem hefur lokið fyrra ári skipunartíma en biðst lausnar frá störfum.

Orri Huginn Ágústsson gefur kost á sér í embætti formanns áfram.

Áfram sitja í stjórn eftir 1 árs setu: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir (gjaldkeri), Bjarni Thor Kristinsson (meðstjórnandi), Nanna Gunnarsdóttir (varamaður). Stjórn óskar því eftir framboðum í 3 embætti stjórnar SL.

Félagsgjöld

Skilyrði fyrir atkvæði á fundinum og framboði til stjórnar er að hafa greitt félagsgjöld SL fyrir aðalfund. Greiðsluseðlar hafa verið sendir út og ætti krafa að birtast í heimabanka félaga, ef ekki má endilega hafa samband við okkur og/eða leggja inn kr 17.000 á reikning: 0101-26-072340 kt. 490896-2449.

*

Happy hour á barnum og líflegar umræður eftir að hefðbundnum aðalfundarstörfum lýkur.

Fyrir hönd stjórna SL & MTB,

Orri Huginn Ágústsson, formaður SL

Viðhengi og tenglar á fundargögn:

Aðalfundargerð MTB 2022

Aðalfundargerð SL 2022

Lög MTB

Lög SL

Verklagsreglur stjórnar SL-drög





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...