Framtíð sviðslista – samtal við frambjóðendur
Sjálfstæðu leikhúsin (SL), hagsmunasamtök sjálfstætt starfandi atvinnu-sviðslistafólks býður frambjóðendum að taka þátt í opnum umræðum um menningu- og listir með áherslu á sviðslistir, vinnuumhverfi sjálfstæðra sviðslistahópa og opinberan stuðning.
Fundurinn fer fram laugardaginn 11. September kl. 14.00 í Tjarnarbíó við Tjarnargötu. SL býður fulltrúum allra flokka í framboði að taka þátt.