Kynningarfundur SL og Rannís á umsóknarkerfi sviðslistasjóðs
Þriðjudaginn 7. september verður haldinn kynningarfundur á umsóknarkerfi Rannís vegna umsókna um styrk úr sviðslistasjóði og listamannalaun. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbíói kl. 20.00.
Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri SL ásamt fulltrúa Rannís munu fara yfir endurbætt umsóknarkerfi og veita gagnlega punkta varðandi umsóknargerð.
Við viljum benda væntanlegum umsækjendum á að kynna sér þessi tvö stuttu kynningarmyndbönd á umsókninni og fjarhagsáætlunarskjalinu fyrir kynningarfundinn. https://www.rannis.is/…/styrkir…/umsoknir-og-eydublod/
Skildu eftir svar