Árleg gagnasöfnun um sviðslistir 2019 – 2020


Posted on júní 26th, by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Árleg gagnasöfnun um sviðslistir 2019 – 2020

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Ágætu félagar,

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (SL) hefur safnað gögnum um sviðslistir fyrir Hagstofu Íslands um áratuga skeið og nú er komið að því að safna tölum vegna leikáranna 2019 – 2020.

Með því að smella á hlekkinn hér að neðan má hlaða niður Excel skjali til útfyllingar vegna söfnunar á áhorfenda- og sýningafjölda fyrir leikárið 2019 – 2020.

Leikárið reiknast frá 1. júlí – 30. júní. Vinsamlegast fyllið út í excel skjalið og sendið á leikhopar@leikhopar.is.

Mikilvægt er að hlaða skjalinu niður og vinna með það þannig.Vistið skjalið með nafni leikhóps nafnleikhops_ahorfendatolur_2020_2021.xlsx Ef það vakna spurningar varðandi framkvæmd þá endilega sendið fyrirspurnir á Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóra SL á netfangið leikhopar@leikhopar.is eða hringið í síma 699-0770.

Gögnin eru eingöngu aðgengileg því starfsfólki Hagstofu Íslands sem vinnur með þau en samandregnar niðurstöður eru birtar á vef Hagstofunnar. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál og birtingu efnisins þannig hagað að ekki sé hægt að rekja upplýsingar til einstaklinga eða lögaðila.

Vinsamlegast skilið umbeðnum upplýsingum fyrir 12. júlí. SL sér um úrvinnslu og samantekt gagnanna fyrir Hagstofu Íslands.

Comments are closed.Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Kynningarbæklingur um stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu

Út er komin kynningarbæklingur með samantekt á stöðu sjálfstæðra sviðslista í 13 Evrópuríkjum. Bæklingurinn er gefin út af Evrópusamtökum sjálfstæðra sviðslista (EAIPA). ...

Staða sjálfstætt starfandi sviðslistafólks

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa-SL kallar eftir tafarlausum björgunaraðgerðum stjórnvalda. Staða sjálfstætt starfandi leikhúsa og sviðslistahópa hefur verið afar slæm frá upphafi faraldursins og nú þegar...