OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR LEIKÁRIÐ 2021-2022 – SAMSTARFSVERKEFNI OG VINNUSTOFUR


Posted on janúar 11th, by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR LEIKÁRIÐ 2021-2022 – SAMSTARFSVERKEFNI OG VINNUSTOFUR

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Tjarnarbíó kallar eftir umsóknum um samstarfsverkefni á komandi leikári. Öll sviðsverk koma til greina. Þau verk sem verða fyrir valinu mynda saman leikárið 21/22 í Tjarnarbíói og fá þar af leiðandi aðgang að ókeypis æfingaaðstöðu, stuðningi í markaðs- og tæknimálum, faglegri ráðgjöf ásamt hlutdeild í miðasölu viðkomandi sýningar. Einnig auglýsir Tjarnarbíó eftir listafólki eða hópum sem hefur áhuga á að vera með vinnustofur (e. Residency) í Tjarnarbíói. Þau fá afnot af rými í húsinu til að vinna í, aðgang að sviðinu þegar það er laust, og skrifstofuaðstöðu með öðrum. Starfsfólk Tjarnarbíós býður fram faglega ráðgjöf og stuðning.

Umsókn um vinnustofur skal innihalda stutta lýsingu á því verkefni sem áætlað er að unnið verði ásamt ferilskrá umsækjenda. Umsóknin skal innihalda stutta greinagerð um verkefnið, lista yfir þátttakendur, fjárhagsáætlun og ferilskrá umsækjenda. Umsóknin og allt efni sem þeim viðkemur skal safna í eina pdf-skrá merkta umsokn_2021_[nafn verkefnis] og senda á umsokn@tjarnarbio.is. Umsóknir sem ekki fara eftir umbeðnum kröfum eða í vantar gögn verða ekki teknar til greina.

Stjórn Menningarfélags Tjarnarbíós velur úr umsóknum í samráði við framkvæmdastjóra samkvæmt valferlisreglum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 15. febrúar næstkomandi og umsóknum verður svarað ekki seinna en mánuði síðar. Upplýsingar um valferlið má kynna sér á https://tjarnarbio.is/starfid/#val

Praktískar upplýsingar:Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á umsokn@tjarnarbio.isUmsóknir berist fyrir miðnætti þann 15. febrúar 2021





Comments are closed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...