Könnun um samfélag sjálfstæðra sviðslista í Evrópu
Sjálfstæðu Leikhúsin (SL) eru félagi í samtökum sjálfstæðra sviðslista í Evrópu – EAIPA (European Association of Independent Performing Arts).
EAIPA stendur nú fyrir könnun á stöðu sjálfstætt starfandi listamanna, einstaklinga, hópa og stofnanna innan sviðslista í Evrópu.
Markmið könnunarinnar er að safna gögnum og kortleggja stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu, miðla þekkingu og efla samstöðu sjálfstætt starfandi sviðslistafólks.
Könnunin nær bæði til einstaklinga og stofnana og henni ætti að svara:
- Einstaklingar: Listamenn / Hönnuðir (þ.e. búninga- eða sviðsmynd) / Tæknimenn / Framleiðendur / Framleiðslustjórar / Dramatúrgar / Sýningarstjórar og aðrir
- Félög: sjálfstæð fyrirtæki / hópar / framleiðsluhús / æfingarrými / hátíðir / samtök o.fl.
- … Sem starfa sjálfstætt á sviði dans / leiklistar / tónlistarleikhúss / barna- og unglingaleikhúss / sirkus / þverfaglegt listrænt starf í sviðslistum
Við viljum biðja þig um að taka þátt í könnuninni. Það tekur u.þ.b. 15 mínútur að svara könnuninn og stendur hún opin til 31. janúar 2021
Hlekkur á könnunina er hér: soscisurvey.de/european-performing-arts
Hér má finna skýringar á vafaatriðum
Skildu eftir svar