Könnun um samfélag sjálfstæðra sviðslista í Evrópu


Posted on desember 3rd, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Sjálfstæðu Leikhúsin (SL) eru félagi í samtökum sjálfstæðra sviðslista í Evrópu – EAIPA (European Association of Independent Performing Arts).  
EAIPA stendur nú fyrir könnun á stöðu sjálfstætt starfandi listamanna, einstaklinga, hópa og stofnanna innan sviðslista í Evrópu.

Markmið könnunarinnar er að safna gögnum og kortleggja stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu, miðla þekkingu og efla samstöðu sjálfstætt starfandi sviðslistafólks.

Könnunin nær bæði til einstaklinga og stofnana og henni ætti að svara:

  • Einstaklingar: Listamenn / Hönnuðir (þ.e. búninga- eða sviðsmynd) / Tæknimenn / Framleiðendur / Framleiðslustjórar / Dramatúrgar / Sýningarstjórar og aðrir
  • Félög: sjálfstæð fyrirtæki / hópar / framleiðsluhús / æfingarrými / hátíðir / samtök o.fl.
  • … Sem starfa sjálfstætt á sviði dans / leiklistar / tónlistarleikhúss / barna- og unglingaleikhúss / sirkus / þverfaglegt listrænt starf í sviðslistum

Við viljum biðja þig um að taka þátt í könnuninni. Það tekur u.þ.b. 15 mínútur að svara könnuninn og stendur hún opin til 31. janúar 2021

Hlekkur á könnunina er hér: soscisurvey.de/european-performing-arts 

Hér má finna skýringar á vafaatriðum





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...