Vinnustofudvöl á Leifshús Art Farm í Eyjafirði


Posted on september 27th, by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Vinnustofudvöl á Leifshús Art Farm í Eyjafirði

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Eigendur Leifshús Art Farm í Eyjafirði eru svo rausnarlegir að bjóða sjálfstætt starfandi sviðslistafólki að nýta aðstöðuna án endurgjalds í vetur og vilja styðja þannig við sköpun og veita farveg fyrir frjóa hugsun. Hér er tækifæri til að dvelja í nýju umhverfi án truflunar í nokkra daga.

Aðstaðan sem í boði er er gisting í fimm tveggja manna herbergjum og tveimur fjögurra manna. Herbergin eru öll með sér snyrtingu og rúmföt og handklæði fylgja. Sameiginlegt eldhús og borðstofa/setustofa auk garðskála (óupphitaður). Sviðslistasalurinn verður ekki tilbúinn fyrren eftir áramót þannig að dvöl fyrir áramót miðast við litla hópa sem eingöngu þurfa fundaraðstöðu . Hægt er að nálgast myndir á heimasíðu Hotel Natur www: hotelnatur.com.

Traust og virðing eru lykilorð þegar kemur að umgengni gesta á staðnum. Með orðum gestgjafa: „Við munum ekki líta á dvalargesti sem hefðbundna hótelgesti heldur vini og samstarfsfólk. Regluverk varðandi dvölina verður því í lágmarki en höfðað til betri manns hvers og eins.“

Við áskiljum okkur að mega bjóða skólahópum að koma og fylgjast með starfinu eftir áramót og eins miðum við við að í lok dvalar geri hóparnir grein fyrir starfinu á opinni kvöldvöku fyrir gesti úr nærsamfélaginu. Dvalartími miðast við vikudvöl en ef sérstakar ástæður kalla á lengri dvöl er það ekki útilokað. Miðum við fyrstu úthlutanir í október og út nóvember og síðan aftur í febrúar og út apríl.

Umsóknir um dvöl má senda á leikhopar@leikhopar.is

Comments are closed.Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Eitt ár af COVID í sviðslistum

SL hefur tekið saman yfirlit yfir stöðuna í sviðslistum á einu ári í COVID.

Heilt ár af íþyngjandi samkomutakmörkunum Leikhúsin þurftu að loka dyrum sínum...
Vorblót 2021 – Opið kall

Tjarnarbíó í samvinnu við Reykjavík Dance Festival heldur þriðju útgáfuna af sviðslistahátíðinni Vorblót dagana 15. Apríl – 18. Apríl.  

Við leitum bæði að tilbúnum verkum...

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra aðila leikárið 2021-2022, í samræmi við 6....