Ráðgjöf í umsóknargerð
Í tengslum við umsóknir um styrki til atvinnusviðslistahópa og listamannalaun þá bjóða Sjálfstæðu Leikhúsin félagsmönnum fría ráðgjöf í tengslum við umsóknargerðina.
Ráðgjöfina veita Ólöf Ingólfsdóttir, dansari og danshöfundur og Friðrik Friðriksson, leikari og framkvæmdastjóri SL og Tjarnarbíós. Ráðgjöfin er að hámarki 60 mínútur.
Hægt er að panta tíma hjá Ólöfu með tölvupósti á netfangið olof.ingolfsdottir@gmail.com og Friðriki á netfangið leikhopar@leikhopar.is
Ráðgjöfin er ókeypis fyrir þá félaga í SL sem greitt hafa félagsgöld en annars kostar hún 5.000 kr.
Aðild að Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa (SL) er opin öllum einstaklingum, hópum og hátíðum sem starfa á grunni atvinnumennsku í sviðslistum.
Árgjaldið SL er 15.000 kr.
Hægt er að sækja um félagsaðild HÉR
Skildu eftir svar