Rannsókn á afleiðingum COVID 19 á sviðslistir
Fyrir hönd Sjálfstæðu Leikhúsana (SL), Sviðslistasambands Íslands (SSÍ) og fagfélaga inann sviðslista viljum við safna saman upplýsingum til að meta stöðu sjálfstæðra sviðslista í kjölfar samkomubanns og kórónavírussins.
Upplýsingarnar munum við nota til að veita yfirsýn yfir ástandið til skemmri og lengri tíma sem og til að móta viðbrögð eða hugmyndir að stuðningi við sjálfstæða listamenn, hópa og stofnanir.
Upplýsingarnar munum við meðhöndla í trúnaði og munum ekki birta einstakar upplýsingar varðandi fjárhag og samninga. Kjósir þú að vera nafnlaus munum við ekki birta þína sögu. En ef þú gefur leyfi munum við mögulega nýta frásögn þína eða hluta hennar sem raundæmi.
Annars munum við aðeins nýta upplýsingarnar í samandreginni tölfræði.
Spurningum er annarsvegar beint til hópa og stofnana og hinsvegar til einstaklinga. Hægt er að framkvæma könnunina tvisvar þ.e. annarsvegar fyrir hóp og hinsvegar sem einstaklingur.
Ekki er nauðsynlegt að svara öllum spurningum. Svaraðu spurningunum eftir bestu getu og ef þú ert í vafa hafðu samband við Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóra SL á leikhopar@leikhopar.is
Smelltu hér til að taka þátt í könnuninni
Skildu eftir svar