Opið kall fyrir Vorblót 2020


Posted on febrúar 4th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×
(Photo credit: Photo is from Steinunn Ketilsdóttir’s work, Piece no. 1,5, which was shown during Vorblót 2019)

Tjarnarbíó í samvinnu við Reykjavík Dance Festival heldur þriðju útgáfuna af sviðslistahátíðinni Vorblót dagana 2. Apríl – 5. Apríl.  

Við leitum að tilbúnum verkum til að sýna á hátíðinni.  Verkin mega hafa breiða skírskotun í samtímadans eða verk unnin af danshöfundum eða dönsurum.

Tjarnarbíó og Dansverkstæðið munu bjóða upp á æfingarými vikuna fyrir hátíðina eftir því sem aðstæður leyfa.  Tjarnarbíó er “black box” leikhús og stærð á sviðsgólfi er uþb 9 m. á breidd x 11 m. á dýpt. Leikhúsið er vel búið ljósum og hljóðbúnaði en samt sem áður leitum við eftir einfaldri umgjörð þar sem tími til skiptinga er naumur.  Verk sem gerast annarsstaðar þ.e. Site-Specific koma einnig til greina.

Gert er ráð fyrir að velja 3 – 5 verk til sýninga.

Hátíðin greiðir ekki laun fyrir verkið en listamenn fá hagstæðan hlut af miðasölutekjum.  Tjarnarbíó og Reykjavík Dance Festival munu kynna verkin á sínum miðlum og sjá alfarið um markaðssetningu og skipulag hátíðarinnar.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. Febrúar.  Í umsókn skal koma fram greinargóð lýsing á verkinu, myndir eða video ef þau eru til.  Umsóknum skal skilað á netfangið umsokn@tjarnarbio.is merkt í subject:  Vorblot2020 [nafn listamanns/hóps] [nafn verks]





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...