VIÐMIÐUNARTÖLUR LAUNA- OG VERKGREIÐSLNA 2019


Posted on september 16th, by leikhopar1 in Frettir. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Screenshot 2019-09-16 at 13.14.44

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2019 vegna verkefna á árinu 2020 eða síðar

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umgangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt.

Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem lágmarksgreiðsla en þau voru 392.498 kr á mán. í verktakagreiðslu. ( jan 2019) en meðaltalshækkun á milli ára hefur verið um 5% og má því reikna með að listamannalaun verði um 412.000 kr í janúar 2020.

Í umsóknum til leiklistarráðs er alltaf miðað við verktakagreiðslur og við útreikning á verktakaálagi þá er 35% álagi bætt við launþegalaun.

Ef laun eru lægri en listamannalaun verður að fylgja með útskýring eða skriflegir samningar við listamenn til staðfestingar á að viðkomandi samþykki lægri laun.

Einnig er mikilvægt að fjöldi þeirra mánaða sem sótt er um stemmi við þann tíma sem gert er ráð fyrir í verkáætlun.  Ef listamaur vinnur fullan vinnudag í 8 vikur á hann að fá greidd 2 mánaða laun.  Ef vinnutíminn er styttri eða vinnutímabilið styttra en full mánaðarlaun er hægt að reikna það sem hlutfall af fullum mánaðarlaunum.

Varðandi vinnu annara en listamanna er mikilvægt að reiknað sé með markaðslaunum eins og þau eru á hverjum tíma.  T.d. kostar smiður að lágmarki 7000.- kr. á tímann en EKKI 1500.- kr.

 

Leikarar, söngvarar og listdansarar

Upplýsingar um kjör leikara, söngvara og listdansara má finna hjá Félagi Íslenskra Leikara www.fil.is – (ath. kjaraviðræður eru í gangi)

Fyrir vinnuframlag þessara listamanna skal miða við að lágmarki byrjunarlaun sviðslistamanna við Þjóðleikhúsið.

Laun leikara við Þjóðleikhúsið frá og með 1. Júní 2018 eru kr. 471.998 eða kr. 637.197  í verktakalaun (með 35% verktakaálagi)

Til viðbótar mánaðarkaupi er greitt fyrir hverja sýningu kr. 8.640 ( 11.664)

Leikari er ráðinn í það minnsta í 4 mánuði.

Ætti það að vera útgangspunktur þar sem það eru laun sem samningsaðilar leikara hafa komið sér saman um í kjarasamningi að séu lágmarkslaun fyrir leikara.   Hægt er að finna út hlutfall af heildarlaunum ef æfingatímabil er styttra en 2 mánuðir (8 vikur.)

Sýningarlaun pr. sýn. er að lágmarki kr. 36.000 fyrir sýningu í fullri lengd.  Þessi upphæð er byggð á þeim greiðslum sem hafa viðgengist í gegnum tíðina.  En sýningarlaun eru eru meðal annars háð viðveru og undirbúningstíma.

*Mánaðarlaun leikara eru miðuð við gildandi samninga við Þjóðleikhúsið

 

Leikskáld

Upplýsingar um kjör leikskálda má bæði finna hjá Rithöfundasambandi Íslands  www.rsi.is og einnig hjá Félagi Leikskálda og handritshöfunda www.leikskald.is

Lágmarkskjör leikskálda fyrir Þjóðleikhúsið skv. uppplýsingum á vef Rithöfundasambands Íslands:

Lágmarkstrygging fyrir frumflutning leikrits – fyrsta verk kr. 4.567.497
Lágmarkstrygging fyrir frumflutning leikrits kr. 4.670.138

Fyrir afnotarétt þýðinga:

Venjulegt heilskvölds leikrit kr. 769.803.-
Leikrit sem krefst meiri vinnu af þýðanda vegna málfars stíls eða lengdar kr. 1.154.704.-
Leikrit í bundnu máli kr. 1.539.606.-

Leikhúsið skal í öllum tilfellum greiða full höfundarlaun fyrir leikgerðir. Það telst vera leikgerð ef annarri tegund bókmenntaverka er breytt í leikrit. Höfundagreiðsla skiptist milli frumhöfundar og leikgerðarhöfundar samkvæmt hlutfalli sem samið er um sérstaklega. Hafi réttur frumhöfundar fallið úr gildi, rennur hlutfall hans af höfundarlaununum til Leikskáldafélags Íslands. Höfundur leikgerðar skal þó aldrei fá minna en sem nemur 50% af lágmarkshöfundagreiðslu.

Uppsetningaréttur  á erlendum verkum er c.a. 250.000 – 500.000 kr.

ATH. Uppsetningarréttur á þekktum söngleikjum getur numið allt frá 700.000 – 1.000.000.

Leikstjóri

Upplýsingar um kjör leikstjóra má finna á heimasíðu Félags Leikstjóra á Íslandi www.leikstjorar.com

Lágmarkslaun leikstjóra á mánuði eru 723.841 verktakalaun (536.179 –  launþegalaun). Miðað er við lægsta launaþrep leikstjóra við Þjóðleikhúsið.

Eðlilegt er að miða við 4 mánaða lágmarksráðningartíma miðað við hefðbundið æfingaferli en tímalengd ræðst af eðli og umfangi verkefnis. FLÍ leggur áherslu á að ekki sé gefin afsláttur af tímalengd eða launatölu í fjárhagsáætlunum. Ef miðað er við listamanna laun skal fjöldi mánaða sem sótt er um taka mið af þessum tölum og umfangi uppsetningar.

 

Leikmynd og búningahönnuðir

Upplýsingar um kjör leikmynda- og búningahönnuða má finna hjá Félagi Íslenskra Leikara www.fil.is

Lágmarkslaun skv. samningi FÍL við LR / Borgarleikhúsið og LA/Mak:

  • Lítil verk, einn höfundur kr. 2.615.531 í verktakalaun
  • Meðal verk, einn höfundur kr. 3.269.413 í verktakalaun
  • Meðal verk, tveir höfundar kr. 2.615.530 í verktakalaun

Ljósahönnuðir

Hægt er að miða við 2 – 3 mánuði á listamannalaunum

 

Dansarar og Danshöfundar

Dansverk

Launaupphæð dansara er sú sama og sett er upp fyrir leikara

Launaupphæð danshöfunda er sú sama og sett er fram fyrir leikstjóra

Danshöfundar – tímalengt verka og tilheyrandi fjöldi mánaðalauna:

Verk 20 – 40 mín.       =          4 mánuðir

Verk 40 – 60 mín.       =          5 mánuðir

Verk 60 – 80 mín.       =          6 mánuðir

(ein vika á gólfi þýðir ein vika í undirbúningi).

Dansarar – tímalengt verka og tilheyrandi fjöldi mánaðalauna:

Verk 20 – 40 mín.       =          2 mánuðir

Verk 40 – 60 mín.       =          3 mánuðir

Verk 60 – 80 mín.       =          4 mánuðir

Útskýringar vegna tengingar milli mánaða og tímalengdar dansverka:

–       Frumsamin verk taka lengri tím í æfingu en verk sem unnin eru eftir handriti sem samið hefur verið áður en æfingaferli hefst.

–       Dansverk eru öll frumsamin auk þess sem þau eru samin í samneyti höfundar við dansara. Það er hefðbundið vinnulag í listdansinum í dag og þá skiptir engu hvort verkið sé kallað “Deviced Verk” eða ekki. Verkin eru öll “deviced” í eðli sínu.

–       Gera þarf því ráð fyrir tilraunatíma sem ekki lendir í verkinu þar sem danshöfundur annarsvegar undirbýr verkefnið í samvinnu við listrænt teymi verkefnisins (s.br. tími leikstjóra). Hinsvegar þar að gera ráð fyrir tíma þar sem sköpun efniviðsin fer fram í samneyti danshöfudnar með dönsurum sínum (s.br. tími leikskálds en hér er handritið búið til). Í ofanálag þarf að æfa verkið og gera það tilbúið til sýningar (s.br. tíi leikstjóra og leikara – hefðbundinn æfingatími verks).

–       Stofntími í vinnu frumsamins dansverks er ávalt svipaður og því fer heildar vinnutími aldrei undir 2 mánuði hjá dönsurum og 4 mánuði hjá danshöfundum.





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...