Artik
Artik er leikhópur sem var stofnaður af Jennýju Láru Arnórsdóttur og Unnari Geir Unnarssyni árið 2012, en þau eru bæði menntuð sem leikarar og leikstjórar.
Stefna hópsins er að vinna sýningar sem eiga beint erindi við áhorfandann; vinna með efni sem fólk getur samsamað sig við. Það er gert með því að skoða samfélagið; rýna í hvað það er sem hefur áhrif á líf fólks, litlu hlutina sem hafa stóru afleiðingarnar; kafa í fortíðina til að sjá hvaða litlu og stóru ákvarðanir hafa ráðið örlögum einstaklinga, hvernig líf þeirra hefur þróast.
Við spyrjum spurninga á við: Hvað eigum við sameiginlegt? Hvað er sammannleg reynsla? Getum við lært af reysnlu annarra? Getum við lært af okkar eigin reynslu? Erum við okkar eigin gæfu smiðir?
Við lítum á reynslu hvers einstaklings sem forðabúr sem hægt er að miðla úr. Með því að skoða reynsluheim einstaklingsins, erum við einnig að skoða reynslu samfélags, bera saman hvernig reynsluheimurinn breytist frá einni kynslóð til annarrar.
Markmikðið er að skoða hvernig samfélag okkar hefur þróast og er að þróast. Til að komast að kjarna málsins, notum við mismunandi aðferðir; hefðbundnar og nýstárlegar aðferðir leikhússins, auk þess sem við köllum til aðrar listgreinar þegar við á.
Artik er leikhópur sem hefur manneskjuna og örlög hennar að viðfangsefni.
Artik er ekkert mannlegt óviðkomandi.
Tengiliðsupplýsingar
Nafn: Jenný Lára Arnórsdóttir
Sími: 847-6921
email: artik.theatre@gmail.com, jennylaraarnors@gmail.com
Heimasíða/facebooksíða: www.facebook.com/artiktheatergroup
Twitter: @ArtikTheatre
Instagram: artik.theatre
Skildu eftir svar