Artik


Posted on janúar 23rd, by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

1273801_509580749134376_907267337_o

Artik er leikhópur sem var stofnaður af Jennýju Láru Arnórsdóttur og Unnari Geir Unnarssyni árið 2012, en þau eru bæði menntuð sem leikarar og leikstjórar.

Stefna hópsins er að vinna sýningar sem eiga beint erindi við áhorfandann; vinna með efni sem fólk getur samsamað sig við. Það er gert með því að skoða samfélagið; rýna í hvað það er sem hefur áhrif á líf fólks, litlu hlutina sem hafa stóru afleiðingarnar; kafa í fortíðina til að sjá hvaða litlu og stóru ákvarðanir hafa ráðið örlögum einstaklinga, hvernig líf þeirra hefur þróast.

Við spyrjum spurninga á við: Hvað eigum við sameiginlegt? Hvað er sammannleg reynsla? Getum við lært af reysnlu annarra? Getum við lært af okkar eigin reynslu? Erum við okkar eigin gæfu smiðir?

Við lítum á reynslu hvers einstaklings sem forðabúr sem hægt er að miðla úr. Með því að skoða reynsluheim einstaklingsins, erum við einnig að skoða reynslu samfélags, bera saman hvernig reynsluheimurinn breytist frá einni kynslóð til annarrar.

Markmikðið er að skoða hvernig samfélag okkar hefur þróast og er að þróast. Til að komast að kjarna málsins, notum við mismunandi aðferðir; hefðbundnar og nýstárlegar aðferðir leikhússins, auk þess sem við köllum til aðrar listgreinar þegar við á.

Artik er leikhópur sem hefur manneskjuna og örlög hennar að viðfangsefni.

Artik er ekkert mannlegt óviðkomandi.

 

Tengiliðsupplýsingar

Nafn: Jenný Lára Arnórsdóttir

Sími: 847-6921

email: artik.theatre@gmail.com, jennylaraarnors@gmail.com

Heimasíða/facebooksíða: www.facebook.com/artiktheatergroup

Twitter: @ArtikTheatre

Instagram: artik.theatre

 

HFJ9

HFJ8

HFJ1





Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...