Leikhópurinn Lotta


Posted on janúar 13th, by leikhopar1 in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Leikhópurinn Lotta

0 Flares Filament.io 0 Flares ×
leikhopurinn-lotta-tiny

www.leikhopurinnlotta.is

Tengiliður Anna Bergljót Thorarensen
Sími 698-1293
Um hópinn.

Leikhópurinn Lotta var stofnaður haustið 2006. Að stofnun hans komu níu einstaklingar sem allir áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á leiklist og áttu ákaflega bágt með þá hefð leikhúsanna að fara í sumarfrí. Hvað eiga áhugasamir áhugaleikarar af sér að gera á sumrin þegar leikhóparnir leggjast allir í dvala? Svarið lá í augum uppi.

Það er ekki auðvelt að stofna leikhóp og ekki ókeypis heldur en liðsmenn Lottu voru stórhuga. Fyrsta Lottan (við köllum bílinn okkar Lottuna) var keyptur út á krít hjá fjármálafyrirtækjunum og kerra undir leikmyndina var leigð af kerruleigu. Stórsmellurinn Dýrin í Hálsaskógi varð fyrir valinu sem fyrsta verkið sem yrði sett upp enda urðum við að treysta á að sýningin myndi draga að sér áhorfendur svo hægt væri að standa í skilum við fjármálastofnanir. Við renndum hálf blint í sjóinn og vissum alls ekki hvaða ævintýri við værum að leggja út í.

Skemmst er frá því að segja að strax á frumsýningunni var ljóst að við vorum að gera eitthvað rétt. Elliðaárdalurinn fylltist af fólki þegar Lotta frumsýndi í fyrsta sinn þann 20 maí árið 2007. Þetta fyrsta sumar sýndum við á yfir 40 stöðum víðsvegar um landið og hvar sem við komum var okkur tekið fagnandi. Um 15 þúsund manns sáu Dýrin í Hálsaskógi í meðförum Lottu þetta sumar og síðan þá hefur áhorfendum okkar farið fjölgandi með hverju árinu.

Sumarið 2012 var Leikhópurinn Lotta tekinn inn í Sjálfstæðu leikhópana og síðan þá telst hópurinn til atvinnuleikhópa.

Stjórn Lottu er skipuð fjórum einstaklingum sem allir hafa verið með hópnum frá stofnun hans (utan Rósu sem stimplaði sig rækilega inn þegar hún tók aðalhlutverkið í Galdrakarlinum í Oz sumarið 2008). Þau eru Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson. Alls hafa um 40 leikarar og aðrir aðstandendur staðið að sýningum Lottu í gegnum árin og mun þeim án efa fara fjölgandi þegar fram líða stundir.

 

bestu kveðjur,
Leikhópurinn Lotta

770-0403

leikhopurinnlotta@gmail.com
www.leikhopurinnlotta.isFylgstu með okkur á facebook & Instagram
https://www.facebook.com/leikhopurinnlotta
Instagram: leikhópurinnlotta
 




Comments are closed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...