Miðnætti
Miðnætti
Miðnætti er sviðslistahópur stofnaður af leikkonunni og leikstjóranum Agnesi Wild, tónlistarkonunni Sigrúnu Harðardóttur og leikmynda- og búningahönnuðnum Evu Björgu Harðardóttur, en með þeim starfar fjöldi framúrskarandi listamanna í ýmsum verkefnum hópsins. Verkefni hópsins eru fjölbreytt, en má þar nefna sjónvarpsefni fyrir börn, farandssýningar, sviðssetta tónleika og gamanverk fyrir fullorðna.
Verk Miðnættis hafa verið flutt víða um Ísland, á Grænlandi, í Póllandi, Eistlandi og Portúgal. Miðnætti hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal listamannalaun, styrk úr sjóði atvinnuleikhópa, Reykjavíkurborgar og Kulturkontakt Nord. Miðnætti var tilnefnt til Grímuverðlaunanna 2017 fyrir verkið “Á eigin fótum” í flokkunum Barnasýning ársins og Dans- og sviðshreyfingar ársins, auk þess að vera tilnefnd til menningarverðlauna DV sama ári seinna.
Nánar: www.midnaetti.com