Reykjavík Ensemble


Posted on janúar 6th, by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Reykjavík Ensemble

0 Flares Filament.io 0 Flares ×

Alþjóðlega leikfélagið REYKJAVÍK ENSEMBLE var stofnað haustið 2019 af Pálínu Jónsdóttur leikstjóra, sem er listrænn stjórnandi félagsins, og samstarfskonu hennar Ewu Marcinek, verkefnastjóra og rithöfundi. Leikfélagið er fyrsta og eina sjálfstætt starfandi heimsleikhúsið á Íslandi og það vinnur nýsköpunar-og frumkvöðlastarf með því að búa til virkan atvinnuvettvang innan leiklistarinnar fyrir íslenska og fjölþjóðlega listamenn, óháð uppruna, kyni og tungumáli. Leikfélagið þróar og framleiðir skapandi sýningar úr frumsömdum, nútíma og klassískum verkum sem eiga erindi við fjölbreyttan og fjölþjóðlegan áhorfendahóp íslensks samfélags. Á fyrsta starfsárinu útnefndi Reykjavíkurborg REYKJAVÍK ENSEMBLE Listhóp Reykjavíkur árið 2020 og leikfélagið var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna Grímunnar sem Sproti ársins. Ísland pólerað var valin ein af bestu leiksýningum ársins 2020 af leiklistargagnrýnendum Morgunblaðsins.

www.reykjavikensemble.com/





Comments are closed.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2025

eftir Theodoros Terzopoulos, leikstjóra, Grikklandi.

Birt á ensku að neðan.

Getur leikhúsið greint neyðarkall samtíma okkar, örvæntingarhrópfátækra borgara, sem eru læstir inni í frumum sýndarveruleikans, sem skotið hafa rótum í kæfandi einkalífi þeirra? Í heimi tölvustýrðrar tilvistar í alræðiskerfi stjórnunar og kúgunar á öllum sviðum lífsins?

Hefur leikhúsið áhyggjur...

Birnir Jón Sigurðsson – Ávarp í tilefni alþjóðlega leiklistardagsins 27. Mars 2025

Sviðslistasamband Íslands fær á hverju ári sviðslistamanneskju til að skrifa innlent ávarp í tilefni af alþjóðlega leiklistardeginum. Birnir Jón Sigurðsson skrifar ávarpið í ár....

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...