Leikhópurinn Svipir
Leikhópurinn Svipir sprettur uppúr leikhópnum Þíbilju sem starfaði talsvert á níunda áratug tuttugustu aldar. Þór Tulinius, leikari var einn af stofnendum beggja leikhópanna.
Fyrsta sýning sem Svipir framleiddi fyrir leikhús var einleikurinn Blótgoðar sem Þór skrifaði og lék í í Landnámssetrinu 2011-12. Leikstjóri var Peter Engkvist. Beate Stormo gerði búninga og leikmynd.
Önnur sýningin var Endatafl eftir Samuel Beckett, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói 1. maí 2015.
Persónur og leikendur: Hamm: Þorsteinn Bachmann
Clov: Þór Tulinius
Nagg: Stefán Jónsson
Nell: Harpa Arnardóttir
Leikstjórn og hönnun leikmyndar: Kristín Jóhannesdóttir
Þýðing: Árni Ibsen
Dramatúrg, endurskoðun þýðingar: Sigurður Pálsson
Hönnun búninga: Þórunn María Jónsdóttir
Hönnun lýsingar: Halldór Örn Óskarsson
Framleiðsla: Leikhópurinn Svipir
Svipir hlaut styrk frá Leiklistaráði og starfslaun úr Listasjóði til uppsetningarinnar í Tjarnarbíó. Endatafl var hluti af dagskrá Listahátíðar 2015.
Sýningin hlaut 8 tilnefnningar til Grímuverðlauna 2015 og vann til einna.
Þriðja sýning leikhópsins er í vinnslu, en hún heitir Sunnefa og segir sögu stúlku á öndverðri 18du öld sem var dæmd til drekkingar fyrir sifjaspell. Sýningin var frumsýnd á Egilsstöðum 19 september 2020 og verður frumsýnd í Tjarnarbíó veturinn 2020/21. Leikkonur eru tvær, Tinna Sverrisdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir. Egill Ingibergsson sér um leikmynd og lýsingu og Móeiður Helgadóttir um teikningar. Um sviðshreyfingar sjá Aðalheiður Halldórsdóttir og Elín Signý Ragnarsdóttir en Aðalheiður er jafnframt aðstoðarleikstjóri. Beate Stormo annast búningahönnun og leikstjóri er Þór Tulinius. Höfundur í samvinnu við hópinn er Árni Friðriksson.
Skildu eftir svar