Uppsprettan
Uppsprettan er nokkurs konar skyndileikhús. Leikstjórar fá handrit í hendur nokkrum tímum fyrir upphaf einu æfingarinnar. Æfing með leikurum eru einungis þrír tímar. Svo er sýnt! Þetta form er mikil ögrun fyrir alla sem að verkunum koma og verða þá til töfrar og litlir gullmolar líta dagsins ljós. Auk þess er þetta kjörið tækifæri til að fylgjast með vinnu leikara og leikstjóra og uppgötva nýtt hæfileikafólk.
Reglurnar sem unnið er eftir:
- Auglýst er eftir handritum u.þ.b. mánuði fyrir uppákomu. Hámarkslengd eru 1.120 orð
- Leikarar og leikstjórar sem vilja taka þátt láta vita u.þ.b. 2 vikum fyrir uppákomu.
- Sex manna dómnefnd les handritin og velur úr þau sem þau telja best (3-4 stk). Dómnefnd er skipuð af Uppsprettunni. Ný dómnefnd er fengin fyrir hvern viðburð.
- Leikstjórar fá handrit í hendurnar að sólarhring fyrir áætlaða sýningu, ásamt leikaralista og rými. Þeir hefjast þá handa við að greina verkið, hanna sýninguna og finna til props og búninga. Leikarar fá þá einnig handrit í hendur.
- Kl. 18:00 eru hóparnir kallaðir saman við upphaf uppákomu. Þeir hafa svo þrjá tíma til að æfa sýninguna.
- Gestum og gangandi er velkomið að kíkja inn á æfingar og sjá hvernig gengur.
- Kl. 21:00 á sýningarkveldi er svo útkoman sýnd.
- Handrit eru leyfileg á sviði.
- Leikstjórar og leikarar verða að hafa lokið viðurkenndu leiklistarnámi til að taka þátt.
- Allir sem eru skrifandi eru hvattir til að senda inn handrit.
Listrænir stjórnendur eru Ingi Hrafn Hilmarsson og Jenný Lára Arnórsdóttir.