Verklagsreglur stjórnar SL

Verksvið stjórnar

Stjórn SL ræður málefnum félagsins í samræmi við lög félagsins og samþykktir.
Hún tekur ákvarðanir um starfsemi þess og skuldbindur félagið gagnvart öðrum aðilum. Stjórn skal eftir aðalfund setja sér framkvæmdaáætlun.
Formaður SL situr fyrir hönd félagsins í stjórn SSÍ og á sæti ásamt öðrum stjórnarmanni SL í fulltrúaráði SSÍ.
Stjórn tekur ákvörðun um tilnefningu fulltrúa í nefndir og til annarra starfa á vegum félagsins.
Stjórnarmenn vinna að málefnum félagsins á milli funda eftir því sem tilefni er til á hverjum tíma.
Stjórnarmenn skulu haga störfum sínum í einu og öllu með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi.

Fyrirsvar stjórnar

Formaður SL er málsvari félagsins og kemur fram fyrir hönd þess varðandi málefni þess nema stjórnin ákveði annað. Framkvæmdastjóri hefur og umboð stjórnar til að koma fram fyrir hönd þess ef þurfa þykir.

Stjórnarfundir

Formaður boðar til stjórnarfunda en einnig getur framkvæmdastjóri séð um boðun þeirra í umboði formanns. Auk stjórnarmanna situr framkvæmdastjóri stjórnarfundi.
Stjórnarfundir skulu að jafnaði haldnir 1 sinni í mánuði. Auk þess skal halda stjórnarfund ef formaður, aðrir stjórnarmenn eða framkvæmdastjóri telja slíkt nauðsynlegt. Í lok hvers stjórnarfundar skal að jafnaði tekin ákvörðun um hvenær næsti stjórnarfundur skuli haldinn.

Til stjórnarfundar skal boða með hæfilegum fyrirvara, þó ekki skemmri en 2 daga fyrirvara. Stjórnarformaður getur þó ákveðið annan frest telji hann það óhjákvæmilegt vegna sérstakra aðstæðna. Fundarboð skal að jafnaði vera skriflegt eða með rafrænum hætti. Stjórnarmaður sem ekki kemst á boðaðan stjórnarfund skal tilkynna það til formanns svo tímanlega sem honum er unnt.

Formaður undirbýr stjórnarfundi með framkvæmdastjóra og stýrir þeim, en ritari í forföllum formanns.
Í upphafi stjórnarfundar skal fundargerð síðasta stjórnarfundar á undan borin upp til samþykktar.

Ákvörðunarvald og atkvæðagreiðslur

Stjórn getur tekið bindandi ákvarðanir þegar meirihluti stjórnar sækir fund enda hafi fundurinn verið boðaður í samræmi við þessar starfsreglur. Mikilvæga ákvörðun skal þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á því að fjalla um málið sé þess kostur. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum á stjórnarfundum í öllum málum. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.

Fundargerðir

Ritari stjórnar eða sá sem gegnir störfum ritara í forföllum hans, skal skrá fundargerð um það sem gerist á stjórnarfundum. Fundargerðir skulu sendar út eftir stjórnarfundi til allra stjórnarmanna.

Síða 1 af 2

Í fundargerð skal skrá eftirfarandi:
a) Hvar og hvenær fundurinn er haldinn.
b) Hverjir sitja fundinn og hver ritar fundargerð.
c) Dagskráratriði samkvæmt fundarboðun, stutta lýsingu á dagskrárliðum og gögnum fundarins.
d) Ákvarðanir sem teknar eru og atkvæðagreiðslur ef til þeirra kemur.
e) Upphaf og lok fundartíma.
f) Hvenær næsti stjórnarfundur verður haldinn.
Fundargögn skulu varðveitt með fundargerðum.
Stjórnarmaður sem ekki er sammála ákvörðun stjórnar á rétt á að fá sérálit sitt skráð í fundargerð.
Í upphafi stjórnarfundar skal fundargerð síðasta stjórnarfundar á undan borin upp til samþykktar.
Fundargerðir skulu afhentar framkvæmdastjóra til varðveislu.

Þagnar- og trúnaðarskylda og hæfi

Á stjórnarmönnum hvílir þagnarskylda um málefni SL og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu sem stjórnarmenn og leynt skulu fara samkvæmt lögum, eðli máls eða ákvörðun stjórnarinnar.
Stjórnarmaður er ábyrgur fyrir því að gögn sem hann hefur tekið við og fara skuli leynt, komist ekki í hendur annarra aðila.

Þagnarskylda helst þó stjórnarmaður SL hætti í stjórn með eðlilegum hætti á aðalfundi eða segi sig úr stjórn á milli aðalfunda.
Stjórnarmenn skulu gæta að því að farið sé eftir almennum reglum um vanhæfi stjórnarmanna.

Öll ofangreind atriði skulu einnig gilda um framkvæmdastjóra.

Stjórnarlaun og upplýsingar um stjórnarmenn

Stjórnin ákvarðar stjórnarlaun.
Upplýsingar um stjórnarmenn skulu liggja fyrir í opinberum gögnum um félagið, s.s. á heimasíðu.

Breytingar á starfsreglum stjórnar

Einungis stjórn getur gert breytingar á starfsreglum þessum. Til breytinga á reglunum þarf einróma samþykki stjórnar.

Meðferð starfsreglna

Nýjum stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra skulu kynntar þessar starfsreglur.
Þegar ný stjórn tekur til starfa eftir aðalfund skal hún yfirfara þetta plagg og setja sér nýjar starfsreglur.

Verklagsreglur þessar eru hér með samþykktar til birtingar á heimasíðu félagsins. Samþykkt á stjórnarfundi þann 26. ágúst 2021.



Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundur MTB

Aðalfundarboð Menningarfélagsins Tjarnarbíós

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Uppgjör leikárs ’23-‘24

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar...

Launatölur vegna umsókna í Sviðslistasjóð og listamannalaun 2024

Nokkuð er um spurningar þegar kemur að launatölum í umsóknum. Áhersla skal lögð á sanngjarna þóknun miðað við vinnuframlag og SL hefur lagt áherslu...

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...