Tag: sirkus islands


Sirkus Íslands

Posted by admin in leikhopar. Slökkt á athugasemdum við Sirkus Íslands

6th janúar

 

Sirkus Íslands var stofnaður árið 2007 af tíu vinum sem vildu upphefja sirkusmenningu á Íslandi. Forsprakkinn er Lee Nelson, sem er trúður og götulistamaður sem ílentist á Íslandi og á nú fjölskyldu hér. Fyrsta sýningin var sett upp í Hafnafjarðarleikhúsinu og hét Stórasti sirkus Íslands. Næsta sýning var sett upp í Salnum í Kópavori og nefndist Sirkus Sóley árið 2010. Ö-faktor var sett upp í Tjarnarbíói 2012 og var sett upp eins og raunveruleikaþáttur þar sem keppt var í sirkuslistum.  Heima er best var sérstaklega sett saman fyrir sirkustjald á Volcano-sirkuslistahátíð Norræna hússins og eftir það var ekki aftur snúið: Sirkusinn varð að kaupa alvöru sirkustjald. Með hjálp þjóðarinnar á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund gekk það eftir og árið 2014 var fyrsta íslenska farandsirkussumarið. Í dag starfa um tuttugu manns hjá sirkusnum, ýmist í heilu eða hálfu starfi. Yfir sumartímann ferðast … Read More »






Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Umsóknagerð
Gagnleg tól við umsóknagerð í Sviðlistasjóð
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Viðmiðunartölur SL-Launa- og verkgreiðsur vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023
Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2022

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að...