Erlent Samstarf

 

 

Helstu alþjóðlegu samstarfsverkefnin SL eru:

 

Keðja 2012-2015   www.kedja.net Nú hefur SL tekið að sér að vera aðalfulltrúi Íslands í Keðju sem er norrænt og baltnesk tengslanet í dansi. .  Verkefnið er styrk af ESB og KKNord.  SL mun sjá um eitt af verkefnum innan Keðju sem kallast Wilderness.  M.a. mun stór hópur listamanna dvelja á vegum verkefnisins á Egilstöðum og á Höfn í Hornafyrði 2013.  Jafnframt er SL aðili að Mentor prógrammi Keðju en það hefur að markmiði að koma saman ungum framleiðendum (self producing artist) og reynslumiklum aðilum til að auka við fagmennsku.

 

Tengslanet allra sjálfstætt starfandi leikhópa á norðurlöndum.  Undirbúningur stendur yfir að formlegri stofnun þessa tengslanets. SL hefur farið á fund einu sinni á ári vegna þessa verkefnis ásamt því að koma á fót rannsókn til að meta þarfir sjáfstæðra sviðslistamanna á norðurlöndum – samhljóm og frávik. Undirbúningur á vegum tenslanetsins stefndur yfir fyrir alheims þingi EON í Umeaa 2014

 

Norrænt og Baltneskt tengslanet danshópa og stofnann sem einbeita sér að sýningum fyrir börn og ungt fólk. https://www.facebook.com/nobadancenetwork?ref=hl  Vinnutitill verkefnisins er NOBA. SL hefur tekið að sér að vera í stjórn þessa samtaka.  Verkefnið hlaut styrk frá KKNord til næstu þriggja ára.  Nú þegar er hafin kortlagning í hverju landi á umfangi og ferðamöguleika slíkra sýninga.

 

Producers network. SL hefur skrifað undir að vera skipuleggjandi ásamt aðilum í Danmörku og Svíþjóð á framleiðanda tengslaneti í dansi.  Nú þegar hefur fengist fjármagn frá KKNord og Danmörku.  Síðasti fundur vara haldin í Tjarnarbíó 29.ágúst 2013 og er hafin undirbúningur að áframhaldandi samstarfi.

 

Pólsk samstarfs verkefni með aðkomu EEA sjóðs. SL er aðili að tveimur verkefnum í Póllandi.  Þáttaka í þessum verkefnum eru margvísleg m.a. sýningar á vegum SL félaga í Pólandi, námskeið og fyrirlestrar ásamt heimsóknum frá samstarfsaðilum til Íslands.  Samstarfsaðilar eru: Polish Dance Theatre og Jo Strömgren company annars vegar og Miejski Teatr Miniatura vegna uppsetningar á Bláa hnettinum.

 

Jafnframt er SL aðili að IETM www.ietm.org
EU Culture Programme Keðja 2012 - 2015 logo eea logo mkidn Print Nordic Culture Point poziome logoFréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Aðalfundargerð MTB 18. nóv 2019

Aðalfundur Menningarfélagsins Tjarnarbíó (MTB) var haldinn mánudaginn 18. nóvember s.l. í Tjarnarbíó.  Hér má nálgast aðalfundargerð, skýrsla stjórnar,  ársreikninga félagsins 2018 og lög félagsins...

Málþing Leikfélags Reykjavíkur um Jóhann Sigurjónsson (1880 – 1919)

Leikfélag Reykjavíkur efnir til málþings í Borgarleikhúsinu laugardaginn 12. október  í tilefni af 100 ára dánardægri hans og hefst það kl. 11:00 á Litla...

Morgunspjall SL – Haustið 2019

SL býður félagsmönnum aftur upp á morgunverðarspjallið á nýju leikári.  Næsta spjall verður miðvikudagsmorguninn 2. október á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíó.  Kaffi, brauðmeti og morgunverðarleikheit á boðstólnum.  Gestarfyrirlesari í hvert...