Category: leikhopar


RaTaTam

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

29th May

The Theater Group RaTaTam was founded on a cold winter evening after a group of actors had a discussion about the non visibility of domestic violence in society.

 

email:  ratatamratatam@gmail.comLakehouse

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

29th May

Nafn leikhóps: Lakehouse

Nafn tengiliðs: Árni Kristjánsson
Símanúmer: 00354 8656965 / 0044 7487 67 99 37
e-mail: arnikristjans.arkandi@gmail.comHuldufugl

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

29th May

Lista- og viðburðahópurinn Huldufugl var stofnaður af Nönnu Gunnars og Owen Hindley árið 2015. Hópurinn setur upp sýningar sem blanda saman ólíkum listformum en eru með misjafnar áherslur.
Sýningar eru gjarnan gagnvirkar og geta samanstaðið af leiklist, kvikmynd, tónlist, stafrænni list, kabarett, ljóðalestri, ljósmyndasýningum, trúðsleik, listasýningum, hönnun, matarlist, leikjum, dansi o.fl.

Fyrstu tvær sýningar Huldufugls, sýningarnar HEIMA og Aa áttu sér stað í London í mars og apríl 2016. HEIMA var með áherslu á tónlist og með íslenskt þema. Aa var með áherslu á leturgerð, ritlist, texta, ljóð og hönnun.

Huldufugl stefnir á að setja upp sýninguna Perfect Paradise á Íslandi haustið 2016. Sú sýning leggur aðaláherslu á upplifunarleikhús og mun fara fram á ensku. Einnig munu minni sýningar skjóta upp kollinum reglulega yfir sumarið, hver með sína aðaláherslu og mismunandi þemu.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Huldufugls og á vefsíðu hópsins. … Read More »Silfurtunglið

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

23rd March

Silfurtunglið

Leikfélagið Silfurtunglið var stofnað árið 2007 þegar hópurinn setti upp verkið Fool for Love eftir Sam Shepard. Verkið hlaut 7 Grímutilnefningar. Árið 2011 setti Silfurtunglið upp söngleikinn Hárið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og Hörpu í Reykjavík. Þá setti leikfélagið einnig upp sýningarnar Ég var einu sinni frægur og Saknað en báðar voru sýndar á Akureyri. Silfurtunglið er nú að sækja um aðild að Sjálfstæðu leikhúsunum og stefnir á tvær uppsetningar næsta leikvetur.

Facebook:  https://www.facebook.com/Silfurtunglid-304472082898696/?fref=ts

Leiksýningar:

2007 Fool for Love Silfurtunglið og Rýmið Akureyri

2008 Lilya Manchester, The Contact Theatre

2011 Söngleikurinn Hárið Menningarhúsið Hof og Harpa

2011 Saknað Rýmið, Akureyri

2013Ég var einu sinni frægurHringferð um Ísland

Fool for Love

https://www.youtube.com/watch?v=pKtkQbHZ15E

Lilja manchester

https://www.youtube.com/watch?v=FUDwHUfIXDk

Saknað

https://www.youtube.com/watch?v=eoIBcniNIKc

Hárið

https://www.youtube.com/watch?v=ydE2oSUICjQ

Ég var einu sinni frægur

 

Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson

e-mail: leikstjori@gmail.com

sími: 8975624

 BLINK

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

14th September

Leikhópurinn BLINK

Leikhópurinn BLINK er barn Maríu Dalberg, leikkonu, og var stofnaður vorið 2014. Markmið leikhópsins er að kynna til leiks nýja leikritun, erlenda sem innlenda og fjalla um nútímannn, í sinni víðustu mynd. Áhugasvið hópsins er á brakandi fersku efni um samfélag manna með skírskotanir í bókmenntir, myndlist, tónlist og vísindi. Allt með það fyrir augu að skemmta jafnt sem fræða.

Sími Látins Manns

Umfjöllunarefni verksins er friðþjófurinn farsíminn og áhrif tækninnar á líf nútímanannsins. Verkið varpar á gamansaman hátt fram djúpum siðferðislegum spurningum um mannlega nánd, líf og dauða og ólöglega líffærasölu. Á kaffihúsi situr ung kona, Nína. Á næsta borði situr látinn maður, Hjörtur, en farsími hans hringir án afláts. Unga konan svarar í síma látna mannsins, sem hrindir af stað atburðarrás sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Í gegnum símann kemst Nína í kynni við stórundarlega fjölskyldu hins látna og það sem öllu hættulegra reynist, samstarfsaðila hans – sem kaupa og selja líffæri á svörtum markaði og nærast þannig á neyð annara. Íslenska leikgerðin færir söguna rækilega inn í okkar nærumhverfi og verður raunverulegur spegill okkar á nútíma og hinn síbreytilega heim í kringum okkur. Hvað vitum við hvað hérlendir bissnissmenn eru að braska í útlöndum, … Read More »VaVaVoom

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

22nd May

VaVaVoom er myndrænt leikhús með bækistöðvar í Reykjavík og London. Leikhópurinn var stofnaður árið 2011 af Söru Martí (leikstjóri, leikari og söngkona) og Sigríði Sunnu Reynisdóttur (brúðuleikari, sviðshöfundur og hönnuður), en þær kynntust við nám í Royal Central School of Speech and Drama í London.

Meðal verkefna VaVaVoom eru brúðuleiksýningin Hands Up! sem hlaut Tallinn Treff Festival verðlaunin árið 2011 og Nýjustu fréttir, sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu haustið 2012 og var flutt í Summerhall Theatre á Edinborgarhátíðinni í ágúst 2013. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda og fékk tvær Grímutilnefningar; Sproti ársins 2013 (VaVaVoom) og Tónlist ársins 2013 (Sóley Stefánsdóttir). Nýjasta sýning hópsins er tónleikhúsverkið WIDE SLUMBER sem var unnið í samstarfi við tónlistarhópinn Bedroom Community og var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 2014 í Tjarnarbíói.

Nánari upplýsingar: www.vavavoomtheatre.com

 Þurfandi

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

22nd May

Þurfandi er félag áhugasamra atvinnumanna í leiklist og hefur það að markmiði að setja upp vandað listrænt efni fyrir leikhús, íslensk verk sem og erlend. Þurfandi á sér heimili í grasrótinni, grúskandi í smærri leikhúsverkum þar sem áherslan er lögð á innihald umfram umbúðir.

https://www.facebook.com/thurfandi?fref=ts

S.8996916

bjartmart@gmail.com

 

Fyrri verkefni:
Skepna e. Daniel MacIvor og Daniel Brooks (Tjarnarbíói 2015, Norðurpólnum 2010 og Leikhúsbatteríinu 2009)

Mr. Kolpert e. David Gieselmann (Greenwich Playhouse 2008)

Næsta verkefni:

Gripahúsið e. Bjartmar Þórðarson (Tjarnarbíó 2016)Hugvarpið

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

22nd May

Hugvarpið / Mind- Production

Við erum Þóra Rós Guðbjarstdóttir, Leifur Eiríksson og Nicholas Fishleigh

Tengiliður: Þóra Rós Guðbjartsdóttir s: 696-3676. thoraros18@gmail.com

 www.facebook.com/ vatnidperformance

 http://www.thoraros.com/intro-1/

https://www.youtube.com/watch?v=HUs3fHP6bJA

Hugvarpið eða Mind-production er sviðslistarhópur sem var stofnaður árið 2014 af Þóru Rós Guðbjartsdóttur, Leifi Eirikssyni og Nicholas Fishleigh. Þau sem einstaklingar vinna sem sjálfstætt starfandi listamenn og eru meðlimar í FÍLD (félag íslenskra listdansara). Saman skapa þau listir undir nafninu Hugvarpið.

Markmið þeirra er að búa til nútíma sviðsverk þar sem blandað er saman dans, tónlist, hreyfimyndaskjávörpun og ljóðlist. Þau sækjast eftir að þróa sýna eigin tækni til að brúa bil hreyfimynda og dans og þar með að skapanýstárlega tegund af leikhúsupplifun, eða heildræna upplifun fyrir öll skilvit. Þau vonast til að geta tekið þátt í að þróa listaumhverfi Íslands með því að taka áhættir og skapa verk sem er óhefðbundið en byggt á traustum stoðum núverandi listforma og í leiðinni búa til starfsvenjur … Read More »Miðnætti

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

20th May

Miðnætti

Miðnætti er leikhópur skipaður leikkonunni Agnesi Wild og tónlistarkonunni Sigrúnu Harðardóttur. 

Hingað til hefur Miðnætti sérhæft sig í vönduðu barnaleikhúsi, en nýlega hafa verkefnin tekið að þróast í ýmsar áttir. Miðnætti vinnur einnig með öðrum leikhópum og listamönnum úr öllum áttum. Miðnætti er ungur og óhræddur leikhópur, þyrstur í tilraunastarfsemi og tilbúinn að takast á við óhefðbundin verkefni.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Miðnætti: www.midnaetti.comImprov Ísland

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

19th May

Improv Ísland
Tengiliður:  Dóra Jóhannsdóttir
email: dorajohanns@gmail.com
sími 8645915

Improv Ísland er spunaleikhópur sem æfir og sýnir ,,long-form improv,, eða langspuna.Artik

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

8th April

Artik er leikhópur sem var stofnaður af Jennýju Láru Arnórsdóttur og Unnari Geir Unnarssyni árið 2012, en þau eru bæði menntuð sem leikarar og leikstjórar.

Stefna hópsins er að vinna sýningar sem eiga beint erindi við áhorfandann; vinna með efni sem fólk getur samsamað sig við. Það er gert með því að skoða samfélagið; rýna í hvað það er sem hefur áhrif á líf fólks, litlu hlutina sem hafa stóru afleiðingarnar; kafa í fortíðina til að sjá hvaða litlu og stóru ákvarðanir hafa ráðið örlögum einstaklinga, hvernig líf þeirra hefur þróast.

Við spyrjum spurninga á við: Hvað eigum við sameiginlegt? Hvað er sammannleg reynsla? Getum við lært af reysnlu annarra? Getum við lært af okkar eigin reynslu? Erum við okkar eigin gæfu smiðir?

Við lítum á reynslu hvers einstaklings sem forðabúr sem hægt er að miðla úr. Með því … Read More »Uppsprettan

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

8th April

Uppsprettan er nokkurs konar skyndileikhús. Leikstjórar fá handrit í hendur nokkrum tímum fyrir upphaf einu æfingarinnar. Æfing með leikurum eru einungis þrír tímar. Svo er sýnt! Þetta form er mikil ögrun fyrir alla sem að verkunum koma og verða þá til töfrar og litlir gullmolar líta dagsins ljós. Auk þess er þetta kjörið tækifæri til að fylgjast með vinnu leikara og leikstjóra og uppgötva nýtt hæfileikafólk.

 

Reglurnar sem unnið er eftir:

 

Auglýst er eftir handritum u.þ.b. mánuði fyrir uppákomu. Hámarkslengd eru 1.120 orð
Leikarar og leikstjórar sem vilja taka þátt láta vita u.þ.b. 2 vikum fyrir uppákomu.
Sex manna dómnefnd les handritin og velur úr þau sem þau telja best (3-4 stk). Dómnefnd er skipuð af Uppsprettunni. Ný dómnefnd er fengin fyrir hvern viðburð.
Leikstjórar fá handrit í hendurnar að sólarhring fyrir áætlaða sýningu, ásamt leikaralista og rými. Þeir hefjast þá handa við að greina … Read More »10 fingur

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

28th March

10 fingur

Leikhúsið 10 fingur er atvinnuleikhús með aðsetur á Íslandi en ferðast einnig með sýningar sínar víða um heiminn. Sýningar leikhússins eru á mörkum leikhúss og myndlistar,  þar sem sviðsetningin og rýmið opna smám saman  upplifun áhorfendans.Við viljum skapa rými þar sem áhorfandinn verður forvitinn og fer að spyrja sig spurninga um það hvernig hann upplifir sjálfan sig og heiminn í kringum sig.

Í vinnu sinni gerir 10 fingur tilraunir og brýtur upp sviðslistaformið. Við erum alltaf forvitin hvernig listræn sýn og fagurfræði leikhússins endurspeglast í verkum okkar og upplifun áhorfenda. Þessi vinna er unnin í samvinnu með öðrum sviðslistamönnum, leikhúsum og rannsakendum, sem og í þverfaglegu samstarfi við listasöfn, bókasöfn og menntastofnanir.

Leikhúsið 10 fingur hefur aðallega beint sjónum sínum að ungum áhorfendum. Þau eru ómótaður áhorfendahópur sem er opinn og tilbúinn til að spyrja spurninga og rannsaka hið óþekkta … Read More »Sómi Þjóðar

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

28th March

Sómi Þjóðar

Tryggvi Gunnarsson
(+354) 896-0483
tryggvi.gunnarsson@gmail.com

SAGAN

Sómi þjóðar var stofnaður í kjallara Iðuhússins við Lækjargötu árið 2011.
Hafist var handa að æfa Gálmu eftir Tryggva Gunnarsson, mitt á milli
rykugra borða og tómra stóla, en rýmið hafði hýst illa ígrundaðan
veitingastað áður en Sómi þjóðar hreiðraði þar um sig.

Rýmið var ávallt tímabundið og að lokum flutti hópurinn sig um set
yfir í Norðurpólinn þar sem Gálma var frumsýnd 2011. Verkið hlaut
góðar viðtökur og var tilnefnt til Grímuverðlauna þetta sama ár.

Næsta verkefni Sóma þjóðar var Ég er vindurinn eftir Jon Fosse. 
Frumsýnt var í Þjóðleikhúskjallaranum 2012.

Í Tjarnarbíói 5. desember 2014 var svo verkið MP5 frumsýnt en það var
skrifað, leikstýrt og leikið af Tryggva Gunnarssyni og Hilmi Jenssyni.

VINNUAÐFERÐIR

Sóma þjóðar er ætlað að vera frjáls samræðugrundvöllur um sviðslistir,
ekki síður en eiginlegur leikhópur. Áhersla er lögð á sameiginlegt
eignarhald allra þáttakenda verkefna, og deilda listræna ábyrgð.
Öllum aðstandendum er frjálst að taka þátt í öllu stigum og sviðum
listsköpunarinnar … Read More »Kómedíuleikhúsið

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

28th March

Kómedíuleikhúsið
Elfar Logi Hannesson
komedia@komedia.is
www.komedia.is

Kómedíuleikhúsið er fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum, stofnað árið 1997. Leikhúsið hefur sett á svið fjölmörg og fjölbreytt leikverk sem eiga það flest sameiginlegt að tengjast Vestfjörðum á einn eða annan hátt. Kómedíuleikhúsið hefur einbeitt sér að einleikjum sem hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Fyrsti einleikurinn var Leikur án orða eftir Samuel Beckett en eftir það hafa allir einleikirnir komið úr smiðju leikhússins. Af þeim má nefna Muggur, 2002, Steinn Steinarr, 2003, verðlaunaleikinn Gísli Súrsson, 2005, Pétur og Einar, 2008, Bjarni á Fönix, 2010, Jón Sigurðsson strákur að vestan, 2011 og Fjalla-Eyvindur, 2013. Kómedíuleikhúsið er þó ekki svona einhæft og hefur einnig sett á svið nokkra tvíleiki. Má þar nefna ljóðaleikina Ég bið að heilsa, 2007,Þorpið, 2009 og barnaljóðaleikinn Halla, 2014. Hápólitíski gamanleikurinn Heilsugæslan, 2009, sló í gegn og var sýndur um land allt við … Read More »Leikhópurinn Lotta

Posted by leikhopar1 in leikhopar. No Comments

25th March

Leikhópurinn Lotta
www.leikhopurinnlotta.is
leikhopurinnlotta@gmail.com
Tengiliður Anna Bergljót Thorarensen
Sími 698-1293

Um hópinn.

Leikhópurinn Lotta var stofnaður haustið 2006. Að stofnun hans komu níu einstaklingar sem allir áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á leiklist og áttu ákaflega bágt með þá hefð leikhúsanna að fara í sumarfrí. Hvað eiga áhugasamir áhugaleikarar af sér að gera á sumrin þegar leikhóparnir leggjast allir í dvala? Svarið lá í augum uppi.

Það er ekki auðvelt að stofna leikhóp og ekki ókeypis heldur en liðsmenn Lottu voru stórhuga. Fyrsta Lottan (við köllum bílinn okkar Lottuna) var keyptur út á krít hjá fjármálafyrirtækjunum og kerra undir leikmyndina var leigð af kerruleigu. Stórsmellurinn Dýrin í Hálsaskógi varð fyrir valinu sem fyrsta verkið sem yrði sett upp enda urðum við að treysta á að sýningin myndi draga að sér áhorfendur svo hægt væri að standa í skilum við fjármálastofnanir. Við renndum hálf blint í … Read More »Vinnslan

Posted by admin in leikhopar. No Comments

7th February

Vinnslan er listahópur og tilraunavettvangur allra listgreina. 
Hópurinn er samansettur af listamönnum úr mismunandi listgreinum. Þau leggja áherslu á að skapa og setja upp verk sem ganga þvert á öll listform. Einnig heldur hópurinn samsýningu nokkrum sinnum á ári, og býður þá fleiri listamönnum að setja upp verk sín í vinnslu fyrir framan áhorfendur.

Tengiliður: Vala Ómarsdóttir 8461127

vinnslan@gmail.com

www.vinnslan.isSoðið Svið

Posted by admin in leikhopar. No Comments

13th September

Leikhópurinn Soðið svið var stofnaður árið 2009 af þeim Aðalbjörgu Árnadóttur og Sölku Guðmundsdóttur og er markmiðið að búa til skapandi, kraftmikið og leikglatt leikhús með áherslu á ný leikverk. Hópurinn setti upp hið vinsæla Súldarsker árið 2011 í Tjarnarbíói og stóð nýlega að sinni fyrstu uppfærslu utan landsteinanna, verðlaunasýningunni Breaker sem fór á Adelaide Fringe 2013 og var í kjölfarið sýnd á Edinburgh Fringe síðar sama ár. Hættuför í Huliðsdal, leiksýning fyrir börn, var frumsýnd 8. september 2013 í Kúlunni við frábærar undirtektir.

Hafið samband: sodidsvid@gmail.com

www.sodidsvid.com

Sodid Svid Theatre Company was founded in Iceland in 2009 by Adalbjorg Arnadottir and Salka Gudmundsdottir, with the aim of making imaginative, dynamic theatre with an emphasis on original playwriting. Sodid Svid’s first production was the critically lauded Mizzle Rock which proved a hit with Icelandic audiences in 2011-2012. The company took its first overseas production, … Read More »Áhugaleikhús atvinnumanna

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Steinunn Knútsdóttir

professional.amateurs@gmail.com /steinunn_knutsdottir@hotmail.com
Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur áhugafólks um frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Áhugaleikhús atvinnumanna hefur áhuga á leiklist sem er til í tala til sinna áhorfenda án þess að verða meðvirk. Áhugleikhús atvinnumanna lítur á leiksýningar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi. Ókeypis er inn á leiksýningar leikhússins.540 Gólf Leikhús

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Gunnar Sigurðsson

gus@mmedia.is/gus@540floors.com
540floors.comArnól.net

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Arnól.net
Stefán Sturla
stefan@broadway.isDraumasmiðjan

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Margrét Pétursdóttir
Pósthólf 7074
127 Reykjavík
draumasmidjan@draumasmidjan.isDarí Darí Dance Company

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Katla Þórarinsdóttir
daridaricompany@gmai.com

Darí Darí Dance Company hefur verið starfrækt síðan haustið 2007.Dansflokkurinn er skipaður þremur atvinnudönsurum, Guðrúnu Óskarsdóttur, Ingu Maren Rúnarsdóttur og Kötlu Þórarinsdóttur. Þær hafa allar stundað framhaldsnám í dansmennt við virta dansskóla og unnið með dansflokkum og danshöfundum víðs vegar um Evrópu.

Í ársbyrjun 2008 setti dansflokkurinn upp verkið ,,Hoppala” í Norræna húsinu. Í framhaldi af því var flokknum boðið að koma og sýna á listahátíðinni Marató de l’Espectacle í Barcelona í júní sama ár. Á haustönn 2008 var Darí Darí Dance Company í samvinnu við Danshöfundasmiðju Íslenska dansflokksins. Flokkurinn sá um skapandi danssmiðju í nokkrum grunnskólum borgarinnar auk þess sem hann kynnti listformið dans í allmörgum skólum, bæði með kynningu og stuttu dansverki.

Á Prototype í janúar 2009 sýndi Darí Darí Dance Company dansverkið ,,Gibbla Yggdrasils” og var verkið sýnt á danshátíðinni I Punti Danza 2009, Torino á Ítalíu.
Darí Darí Dance … Read More »Einleikhúsið

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Sigrún Sól Ólafsdóttir
sigrunsol@hive.is
www.einleikhusid.is

Einleikhúsið /Solo Theatre hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1996. Það var stofnað kringum 2 einleiksýningar; “Gefin fyrir drama þessi dama” eftir Megas, sem sýnt var við góðan orðstír í Hafnarhúsinu veturinn 1996 – 1997 og ” Ég var beðin að koma” – einleikur um sölukonu  – byggður á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar settur saman af Sigrúnu Sól og Guðjóni Petersen. Síðan þá hefur Einleikhúsið staðið fyrir stærri sýningum, með allt upp í 50 þátttakendum; m.a. “Fröken Júlía” árið 2001 og “Þjóðarsálin” árið 2006, barnaleiksýningin “Óskin” árið 2008.
Stefna Einleikhússins er að vinna sýningar sem snerta kjarnann í tilvist okkar; með spurninguna “Hvað er að vera dyggðug manneskja?” Að leiðarljósi.Ég og vinir mínir

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Álfrún Helga Örnólfsdóttir
alfrunhelga@gmail.com
humanimal.blog.is

Ég og vinir mínir eru hópur ungra listamanna sem hefur það að leiðarljósi að setja upp kraftmiklar dansleikhússýningar sem hreyfa við fólki.Fimbulvetur

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Fimbulvetur
kontakt: gudmunduringithorvaldsson@gmail.com
sími: 8919488

Fimbulvetur var stofnaður árið 2001 og fyrsta verkefnið var Skáld Leitar Harms eftir Guðmund Inga Þorvaldsson í leikstjórn Friðriks Friðrikssonar í Hafnarfjarleikhúsinu sáluga. Síðan þá hefur Fimbulvetur sett upp fjölda sýninga, flutt inn erlenda listamenn, framleitt sjónvarpsefni, gefið út tónlist svo nokkuð sé nefnt.

Hugðarefni Fimbulvetrar er fyrst og fremst samtíminn og nærsamfélagið. Fimbulvetur er leitandi og einskorðar sig ekki við vinnuaðferðir heldur lagar þær að efnistökunum hverju sinni.Figuren theater

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Figuren theater
Bernd Ogrodnik
bernd@figurentheatre.isFrú Norma

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Stefán Benedikt Vilhelmsson
Miðasala: 471-1166 / 895-1066
norma@frunorma.is
www.frunorma.is
frunorma.blog.is

Frú Norma er sjálfstæður leikhópur með höfuðaðsetur á Fljótsdalshéraði við Lagarfljót, nánar tiltekið í Sláturhúsinu – Mennigarsetri Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum. Félagið tók til starfa sumarið 2006 og hefur einbeitt sér að uppsetningu nýrra íslenskra verka. Meðal sýninga má telja gamanleikinn „Nátthrafnar“, barnaævintýrið „Bara í draumi“, innsetningarleikverkið „Ventlasvín“ og ævintýrið um „Soffíu Mús á tímaflakki“. Barnasýningar félagsins hafa ferðast víða um land við góðar undirtektir. Leikárið 2009 er stefnt að minni sýningum og uppákomur auk tónleika á austurlandi ásamt undirbúningi að nýju verki, „Hrepparíg“.Frú Emilía

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Frú Emilía
Guðjón Pedersen
giop@simnet.isGaflaraleikhúsið

Posted by admin in leikhopar. No Comments

11th September

Gaflaraleikhúsið

Contact / Tengliður:     Lárus Vilhjálmsson

Email:   larus@gaflaraleikhusid.is

Tel.  565 5900 & 8607481

www.gaflaraleikhusid.is

Gaflaraleikhúsið hefur rekið lítið leikhús við Víkingastræti í Hafnarfirði frá 2011. Að hópnum standa Ágústa Skúladóttir, Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Lárus Vilhjálmsson en þau eru öll með mikla reynslu á sviði leiklistar og menningarlífs. Gaflaraleikhúsið er lítið leikhús fyrir 220 áhorfendur, með áhorfendapöllum, stólum og ljósa- og hljóðbúnaði. Hópurinn hefur á síðustu árum framleitt 7 ný íslensk verk bæði í samstarfi við aðra og á eigin spýtur. Verkin eru Ævintýri Múnkhásens, Blakkát, Hjartaspaðar,Unglingurinn, Heili Hjarta Typpi, Konubörn og Bakaraofninn. Auk þessa hafa danshópar, atvinnuleikhópar af landsbyggðinni, erlendir leikhópar og skólaleikhús fengið inn í húsinu með fjölda sýninga. Leikhúsið hefur einnig séð um leiklistarkennslu í unglingadeildum grunnskólanna í Hafnarfirði og er nú að kenna á annað hundrað nemenda ár hvert. Fjöldi sviðslistafólks hefur starfað með hópnum bæði í leikverkefnum og … Read More »


Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í PITCH SESSION Á SPECTACULAR 2018?

Lókal, Reykjavík Dance Festival, SL og Sviðslistasamband Íslands bjóða sviðslistafólki og hópum að sækja um þátttöku í ,,Pitch Session” sem fram mun fara á...

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2019

Hér má finna PDF skjal með Viðmiðunartölum launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til Leiklistarráðs 2019.

Viðmiðunartölur 2018 – 2019 frá FÍL

Morgunspjall SL hefst aftur
http://new.leikhopar.is/wp-content/uploads/2018/05/Morgunspjall-skilti.mp4

SL býður félagsmönnum aftur upp á morgunverðarspjallið á nýju leikári.  Næsta spjall verður miðvikudagsmorguninn 19. september á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíó.  Kaffi, brauðmeti og morgunverðarleikheit...