Listafólk í fókus – Taktu þátt

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

3rd nóvember

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með áhugaverðum umræðuefnum.

Fundaröðin fer fram á netinu og samanstendur af fjórum viðburðum:

#1 09.11.2023 kl. 13-15 – Geðheilbrigði í fókus / Mental health in focus#2 18.01.2024 kl. 13-15 – Stuðningur í starfi / Career support#3  14.03.2024 kl. 13-15 – Listir og lýðheilsa / Arts as public health service#4  16.05.2024 kl. 12-14 – Ábyrgðarkeðja: Pólitík fjármögnunar / Chain of responsibilities: funding politics

Fundirnir fara fram á ensku. Vinsamlega skráið ykkur hér.

Fundirnir eru framhald á dagskrá síðasta árs, sem bar yfirskriftina Sjónarhóll sanngirni eða „Fairness in Focus“, upplýsingar og gögn fyrri funda aðgengileg hér.

Listafólk í fókus:

#1        09.11.2023 – Geðheilbrigði í fókus / Mental health in focusHvaða áhrif hafa starfsaðstæður og atvinnutækifæri á geðheilsu listamannsins? Undanfarin ár hefur persónuleg líðan í auknum mæli orðið viðfangsefni samfélagsumræðu og jafnvel ratað inn í fjármögnunarviðmið í sviðslistum. Niðurstöður nýlegra rannsókna verða skoðaðar auk viðtala við listafólk og sérfræðinga.

#2       18.01.2024 – Stuðningur í … Read More »


Umsögn SL um fjárlög 2024

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

3rd nóvember

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●  Að framlag til starfsemi atvinnuleikhópa á fjárlögum 2024 verði hækkað úr 106,9 millj.kr. í 161 milljón hið minnsta.

Forsendur hækkunar:

●  Sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýna yfir 60% allra sýninga í íslensku sviðslistaumhverfi.

●  Sjálfstæðir hópar eru í fararbroddi þegar kemur að nýsköpun og kynningu á nýjum íslenskum sviðslistaverkum innan lands sem utan.

●  Sjálfstæðar sýningar standa jafnfætis stofnanabundnum leikhúsum að fagmennsku og gæðum.

●  Fjárveitingar til sjálfstæðra hópa eru einungis um 8% af því fjármagni sem hið opinbera veitir til sviðslista.

●  Sjálfstætt starfandi sviðslistafólk er tilneytt að greiða sér ~30-50% lægri laun að meðaltali en sviðslistafólk með sömu menntun og reynslu í stofnanaleikhúsum.

SL-Bandalag sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa gerir athugasemdir við frumvarp til fjárlaga 2024, eins og það liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið gerir … Read More »Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

3rd nóvember

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er fáanleg hjá Routledge útgáfunni hér.

Dr. Thomas Fabian Eder hefur unnið yfirgripsmikla samanburðarrannsókn og skipulagsgreiningu á sjálfstæðum sviðslistum víða í Evrópu, sem byggir á eigindlegum og megindlegum rannsóknum, auk þess að skoða viðkvæma félags- og efnahagslega stöðu listafólks og starfsfólks í listum og menningu.

Rannsóknin veitir grundvallar innsýn í sjálfstæða sviðslistageirann í Austurríki, Búlgaríu, Tékklands, Finnlandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Rúmeníu, Slóveníu, Svíþjóð og Sviss. Ennfremur veitir hún fróðleik og innsýn í starf og stöðu listafólks og er framlag í umræðu um framleiðsluhætti og stefnumótun í listum og menningu þvert á landamæri.

Bókin er upp úr vísindalegri rannsókn sem skoðar regluverk og skipulag í geiranum, þar með talið venjur og væntingar. Hún talar til listamanna, starfsmanna og stjórnenda í … Read More »


Aðalfundarboð SL & MTB

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

2nd október

Félagsmenn athugið, aðalfundir Bandalags sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa (SL) & Menningarfélagsins Tjarnarbíós (MTB) verða haldnir mánudaginn 16. okt 2023 kl. 17 í Tjarnarbíói

Dagskrá

17:00   Aðalfundur MTB; hefðbundin aðalfundarstörf

18:30   Léttur kvöldverður fyrir fundargesti – Vinsamlega skráið ykkur hér

19:00   Aðalfundur SL; hefðbundin aðalfundarstörf

20:30   Happy hour og spjall

Fundargestir eru beðnir um að skrá sig á viðburðinn hér svo að hægt sé að áætla magn veitinga.

Við vekjum athygli á því að greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum hafa verið sendir út og ættu að birtast í heimabanka. Fyrir frekari upplýsingar sjá að neðan.

*

Dagskrá aðalfundar MTB

1.   Skýrsla stjórnar um liðið starfsár

2.   Reikningar félagsins – Árshlutauppgjör f.hl. árs ’22 og uppgjör leikárs ’22-‘23

3.   Lagabreytingar – Sjá að neðan

4.   Kosning stjórnar – Sjá að neðan

5.   Starfsáætlun komandi starfsárs 

6.   Önnur mál

Lagabreytingatillögur

Breytingartillaga í takt við bókun síðasta aðalfundar. Þetta er gert t.a. samræma starfsár MTB v. uppgjörsár skv. breytingum á … Read More »


MENNINGARFÉLAGIÐ TJARNARBÍÓ (MTB)

Posted by leikhopar1 in Uncategorized. No Comments

2nd október

LÖG & SAMÞYKKTIR

1. greinFélagið heitir Menningarfélagið Tjarnarbíó, skammstafað MTB. 

2. greinHeimili félagsins og varnarþing er í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík. 

3. greinTilgangur og markmið félagsins er: 

Að reka leikhús í Tjarnarbíói í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar og MTB um rekstur Tjarnarbíós. 

Efla starfsemi sjálfstætt starfandi sviðslistahópa og einstaklinga 

4. greinMTB vinnur að markmiði sínu með því að: 

1. Starfrækja leikhús í Tjarnarbíói, þar sem verk sjálfstætt starfandi sviðslistafólks eru í fyrirrúmi 

2. Taka þátt í umræðu og stefnumörkun í sviðslistum 

5. greinMenningarfélagið Tjarnarbíó er eign SL – Bandalags sjálfstæðs sviðslistafólks og leikhúsa og starfar í umboði þess. Félagar eru allir fullgildir félagar í SL skv. samþykktum SL og jafngildir innganga í SL inngöngu í MTB. 

6. greinAðalfundur hefur æðsta vald í málefnum MTB. Aðalfundur skal haldinn ár hvert eigi síðar en 25. maí. Skal til hans boðað með tryggilegum hætti og með tveggja vikna fyrirvara og … Read More »


Umsóknagerð

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

19th september

Gagnleg tól við umsóknagerð í Sviðlistasjóð


Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

19th september

Viðmiðunartölur SL-Launa- og verkgreiðsur vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2023


Sjálfstætt sviðslistafólk með 40 tilnefningar til Grímunnar 2023

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

5th júní

Tilnefningar til Grímunnar voru opinberaðar í Tjarnarbíói í dag við hátíðlega athöfn. Sýningar sjálfstætt starfandi sviðslistafólks hlutu fjölda viðurkenninga auk þess sem sjálfstætt sviðslistafólk hlýtur tilnefningar til Sprotaverðlauna. Við óskum öllu sviðslistafólki til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar fyrir framlag sitt til sviðlista á leikárinu.

Sýning ársins 

Geigengeist – Sviðssetning Geigen í samstarfi við Íslenska dansflokkinn

Íslandsklukkan – Sviðsetning Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Leikrit ársins 

Hið ósagða eftir Sigurð ÁmundssonSviðsetning Sigurður Ámundason í samstarfi við Tjarnarbíó

Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar eftir Sveinn Ólaf Gunnarsson og Ólaf ÁsgeirssonSviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó

Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu NíelsdótturSviðsetning – Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Leikstjóri ársins 

Viktoría Blöndal – Óbærilegur léttleiki KnattspyrnunarSviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó

Þorleifur Örn Arnarsson – ÍslandsklukkanSviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Þóra Karítas Árnadóttir – SamdrættirSviðsetning – Silfra Productions í samstarfi við Tjarnarbíó

Leikkona … Read More »


Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna til sviðslistasjóðs 2022

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

14th september

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umfangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt. 

Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem algera lágmarksgreiðslu og athugið að listamannalaun eru skilgreind skv. reglugerð sem 67% hlutfall af fullri vinnu, en þau eru fyrir árið 2023 kr. 490.920 

Við útreikning á verktakaálagi þá leggur FÍL það upp sem amk. 35% álag, en FLÍ hefur bent á að reikna skuli amk 40% álag, sem dekkar þá öll lögbundin launatengd gjöld og þau sem kjarasamningur kveður á um.

Verktakaálag er hugsað til að standa skil á öllum gjöldum sem vinnuveitandi skal greiða s.s. greiðslur til stéttarfélaga, þar undir falla sjúkrasjóður, orlofssjóður og endurmenntunarsjóður; opinber gjöld, þ.e. almennt tryggingagjald og atvinnutryggingagjald, markaðsgjald og gjald í ábyrgðarsjóð launa; mótframlag í lífeyrissjóð … Read More »Umsóknagerð-Gagnlegir punktar

Posted by leikhopar1 in Frettir, Uncategorized. No Comments

9th september

Endatafl í Tjarnarbíói, Leikhópurinn Svipir

Ólöf Ingólfsdóttir tók saman gagnlega punkta varðandi umsóknaskrif sem er vert að minna á nú þegar margir eru að vinna í umsóknum. Hér að neðan eru ábendingar unnar upp úr punktum hennar sem gott er að hafa huga við umsóknagerð.

Að skrifa umsókn

Umsóknaskrif eru liður í þróunarferli listrænna verkefna. Notið umsóknaskrifin til að kynnast verkefninu betur, skilgreina það og byrja að sjá hvernig það gæti hugsanlega litið út.

Rammi verkefnis

Gerið skýra grein fyrir grundvallaratriðum verkefnisins:*Hvað? – Form verksins og lengd*Hver? – Höfundar og flytjendur*Hvernig? – Vinnuaðferðir og -ferli*Hvar? – Sýningarstaður*Hvenær? – Tímarammi verkefnis

Kjarni – útfærsla

Hvað heitir verkið? Reynið að gefa skýra hugmynd um verkið í einni setningu. Setningin þarf að vera upplýsandi um verkið og best er ef hún vekur líka áhuga og forvitni þess sem les. Eins er gott að æfa sig að lýsa verkinu í 20 … Read More »Kynningarbæklingur um stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu

Posted by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Kynningarbæklingur um stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu

15th október

Út er komin kynningarbæklingur með samantekt á stöðu sjálfstæðra sviðslista í 13 Evrópuríkjum. Bæklingurinn er gefin út af Evrópusamtökum sjálfstæðra sviðslista (EAIPA). Meðlimir EAIPA hafa lagt fram sérþekkingu sína og rannsóknir í þessum bæklingi. Í opinberri umræðu er nauðsynlegt að sýna nýjustu staðreyndir og tölur.

Í samantektinni eru sterkar vísbendingar um ónógan fjárhagslegan stuðning og félagslegt misrétti sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk stendur frammi fyrir. Til að vinna gegn þessari stöðugu ógn sem steðjar að sjálfstæðu sviðslistafólki er mikilvægt að bæta í menningarstyrki sem ætlaðir eru sjálfstæðum sviðslistum. Þá er einnig ráðlegt að víkka út og bæta almannatryggingakerfið, tryggja sérhæfða meðferð fyrir sviðslistafólk og lágmarkslaun fyrir sjálfstæða listamenn í allri Evrópu. Lágmarkslaun fyrir sjálfstættt starfandi listamenn gætu unnið gegn tilhneigingunni til að ganga á eigin kjör. Það er ljóst að innleiðing lágmarkslauna fyrir sjálfstætt sviðslistafólk hefur í för með … Read More »Upptaka af fundi með frambjóðendum 11. september 2021

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

17th septemberStaða sjálfstætt starfandi sviðslistafólks

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

16th september

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa-SL kallar eftir tafarlausum björgunaraðgerðum stjórnvalda. Staða sjálfstætt starfandi leikhúsa og sviðslistahópa hefur verið afar slæm frá upphafi faraldursins og nú þegar annað COVID-haust gengur í garð eru áhyggjur listamanna jafnvel enn meiri en áður.

„Þeir sem hafa tekið það á sig fyr­ir sam­fé­lagið að loka sinni starf­semi hljóta að eiga skilið að fá stuðning frá sam­fé­lag­inu.“ Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í ræðustól á Alþingi í apríl 2020. Nú rúmum 16 mánuðum síðar eru sjálfstætt starfandi leikhús og sviðslistahópar enn að bíða eftir stuðningi.

Staða lítilla leikhúsa og sjálfstæðra sviðlistahópa er grafalvarleg í kjölfar lokana og íþyngjandi samkomutakmarkana síðastliðina 18 mánuði. Stjórn SL og framkvæmdastjóri hafa frá því að faraldurinn skall á bent ráðafólki á að skilyrði sértækra stuðningsaðgerða vegna COVID-19 útiloka nær alla sjálfstæða sviðslistahópa vegna þess að um rekstur þeirra eru yfirleitt stofnuð almenn félög.

Þessir aðilar voru … Read More »Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna frá Félagi Íslenskra Leikara

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

16th september

Viðmiðunartölur launa- og verkgreiðslna vegna umsókna

Til Sviðslistasjóðs 2021

Athugið að í þessum viðmiðunartölum er gengið út frá því að um heilskvöldssýningu fyrir fullorðna sé að ræða. Við sýningar sem eru minni að umfangi er hægt að nota þennan grunn sem útgangspunkt. 

Lögð er áhersla á að miðað sé við listamannalaun sem lágmarksgreiðsla en þau eru fyrir árið 2021 kr. 409.508 

Við útreikning á verktakaálagi þá er það að lágmarki +35%. Verktakaálag er lagt ofan á launþegalaun þar sem verktaki þarf að standa skil á öllum greiðslum sem annars vinnuveitandi myndi greiða m.a. mótframlag í lífeyrissjóð, mótframlag í stéttarfélag, tryggingargjald, slysa og sjúkratryggingar og orlof.

Ef laun eru lægri en listamannalaun verður að fylgja með útskýring eða skriflegir samningar við listamenn til staðfestingar á að viðkomandi samþykki lægri laun. 

Varðandi vinnu annara en listamanna er mikilvægt að reiknað sé með markaðslaunum eins og þau eru á hverjum tíma.  T.d. kostar … Read More »Framtíð sviðslista – samtal við frambjóðendur

Posted by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Framtíð sviðslista – samtal við frambjóðendur

6th september

Sjálfstæðu leikhúsin (SL), hagsmunasamtök sjálfstætt starfandi atvinnu-sviðslistafólks býður frambjóðendum að taka þátt í opnum umræðum um menningu- og listir með áherslu á sviðslistir, vinnuumhverfi sjálfstæðra sviðslistahópa og opinberan stuðning.

Fundurinn fer fram laugardaginn 11. September kl. 14.00 í Tjarnarbíó við Tjarnargötu. SL býður fulltrúum allra flokka í framboði að taka þátt.Kynningarfundur SL og Rannís á umsóknarkerfi sviðslistasjóðs

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

23rd ágúst

Þriðjudaginn 7. september verður haldinn kynningarfundur á umsóknarkerfi Rannís vegna umsókna um styrk úr sviðslistasjóði og listamannalaun. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbíói kl. 20.00.

Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri SL ásamt fulltrúa Rannís munu fara yfir endurbætt umsóknarkerfi og veita gagnlega punkta varðandi umsóknargerð.

Við viljum benda væntanlegum umsækjendum á að kynna sér þessi tvö stuttu kynningarmyndbönd á umsókninni og fjarhagsáætlunarskjalinu fyrir kynningarfundinn. https://www.rannis.is/…/styrkir…/umsoknir-og-eydublod/ Act alone 2021 frestað !!

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

29th júlí

Act alone frestað

Hve lífið getur verið einstakt og einleikið. Annað árið í röð verðum við að fresta okkar árlegu Act alone leiklistar- og listahátíð á Suðureyri. Hátíðin átti að vera haldin hátíðleg í næstu viku, 5. – 8. ágúst og var það jafnframt okkar 18 ár, bara komin í góðan Whiskýárgang, en því miður. 

Víst er Actið alveg einstakt í hinni íslensku hátíðarflóru en við viljum hins vegar ekki vera ein og stök í hátíðardeildinni. Allt í kring er verið að fresta og eða aflýsa hátíðum og viðburðum. Enda er það heilsan sem er ávallt í fyrsta sæti og nú þýðir ekki að vera með neina vitleysu. Eða einsog einhver sagði, þetta er ekki búið fyrir neinn fyrr en það er búið fyrir alla. Því er það eina í stöðunni að fresta Act alone 2021 um óákveðinn tíma. 

Eitt er þó alveg … Read More »Árleg gagnasöfnun um sviðslistir 2019 – 2020

Posted by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Árleg gagnasöfnun um sviðslistir 2019 – 2020

26th júní

Ágætu félagar,Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (SL) hefur safnað gögnum um sviðslistir fyrir Hagstofu Íslands um áratuga skeið og nú er komið að því að safna tölum vegna leikáranna 2019 – 2020.Með því að smella á hlekkinn hér að neðan má hlaða niður Excel skjali til útfyllingar vegna söfnunar á áhorfenda- og sýningafjölda fyrir leikárið 2019 – 2020.

nafnleikhops_ahorfendatolur_2020_2021Download

Leikárið reiknast frá 1. júlí – 30. júní. Vinsamlegast fyllið út í excel skjalið og sendið á leikhopar@leikhopar.is.Mikilvægt er að hlaða skjalinu niður og vinna með það þannig.Vistið skjalið með nafni leikhóps nafnleikhops_ahorfendatolur_2020_2021.xlsx Ef það vakna spurningar varðandi framkvæmd þá endilega sendið fyrirspurnir á Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóra SL á netfangið leikhopar@leikhopar.is eða hringið í síma 699-0770.Gögnin eru eingöngu aðgengileg því starfsfólki Hagstofu Íslands sem vinnur með þau en samandregnar niðurstöður eru birtar á vef Hagstofunnar. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál og birtingu … Read More »Aðalfundargerð, skýrsla stjórnar og ársreikningar SL 2020 – 2021

Posted by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Aðalfundargerð, skýrsla stjórnar og ársreikningar SL 2020 – 2021

25th júní

Aðalfundur SL 2021

Dags. 16. júní 2021

Fundarstjóri: Friðrik Friðriksson

Fundarritari: Eyrún Ævarsdóttir

Viðstödd: Lárus Vilhjálmsson, Árni Kristjánsson, Pálína Jónsdóttir, Karl Ágúst Þorbergsson, Orri Huginn Ágústsson, Friðrik Friðriksson, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant

Fundur hefst 17:10

Dagskrá fundarins:

1.       Setning fundar

2.       Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár

3.       Reikningar félagsins fyrir rekstrarárið 2020

4.       Lagabreytingar

5.       Kosning stjórnar

6.       Ákvörðun félagsgjalds

7.       Önnur mál

1.       Formaður SL, Orri Huginn, setur fundinn og tilnefnir Friðrik Friðriksson fundarstjóra. Fundurinn samþykkir tillöguna einróma. Friðrik kynnir dagskrá og staðfestir að löglega hafi verið boðað til fundarins. Fundarstjóri tilnefnir Eyrúnu Ævarsdóttur sem ritara fundarins. Fundurinn samþykkir einróma.

2.       Formaður stjórnar SL, Orri Huginn Ágústsson, les skýrslu stjórnar.

Skýrsla stjórnar í viðhengi.

Skyrsla-stjornar-SL-2020-2021Download

Umræður:Hagsmunamál sjálfstæðra leikhópa sem hafa komið illa út úr Covid – Pálína kallar eftir áframhaldandi … Read More »


Aðalfundur Sjálfstæðu Leikhúsanna

Posted by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Sjálfstæðu Leikhúsanna

2nd júní

Aðalfundur Bandalags Sjálfstæðra Leikhúsa (SL) verður haldinn í Tjarnarbíó, miðvikudaginn 16. júní kl. 17.00. Félagsgjöld vegna nýs starfsárs verða send út fyrir fundinn.

Dagskrá:1. Skýrsla stjórnar2. Reikningar bandalagsins3. LagabreytingarEngar lagabreytingar eru lagðar fram fyrir þennan fund. Það verður aftur á móti boðað til framhalds-aðalfundar í haust þar sem farið verður yfir heildstæðar tillögur að endurskoðun á lögum SL sem eru í vinnslu nú í kjölfar stefnumótunarvinnu vetrarins. Nánar verður fjallað um þetta á aðalfundinum og boðað til farmhalds-aðalfundar formlega með tilhlýðilegum fyrirvara.4. Kosning stjórnar og formannsOrri Huginn Ágústsson og Eyrún Ævarsdóttir eru að ljúka 2ja ára tímabili nú og þau gefa bæði kost á sér til áframhaldandi starfa.Árni Kristjánsson og Kara Hergils hafa setið í 1 ár af skipunartíma sínum en biðjast bæði lausnar frá embættum sínum.5. Ákvörðun félagsgjaldsStjórn leggur til óbreytt félagsgjald.6. Önnur málAðalfundur Tjarnarbíós

Posted by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Tjarnarbíós

1st júní

Aðalfundur Menningarfélagsins Tjarnarbíó (MTB) verður haldin í Tjarnarbíó þriðjudaginn 15. júní kl. 17.00.

Dagskrá fundarins:

a. Skýrsla stjórnar um liðið starfsárb. Endurskoðaðir reikningar félagsins, en reikningsárið er almanaksáriðc. Lagabreytingard. Kosning stjórnare. Starfsáætlun komandi starfsársf. Önnur mál

Kjörtími stjórnarmanna og varamanns er tvö ár. Stjórn skiptir með sér verkum. Allir fullgildir félagar í SL geta boðið sig fram til setu í stjórn fyrir utan stjórnarmenn í SL.Á síðasta aðalfundi voru Guðmundur Felixson, Valgerður Rúnarsdóttir og Aðalbjörg Árnadóttir kosin í stjórn. Sara Martí Guðmundsdóttir gefur kost á sér til áframsetu í stjórn MTB. Eitt ár af COVID í sviðslistum

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

28th apríl

SL hefur tekið saman yfirlit yfir stöðuna í sviðslistum á einu ári í COVID.

Heilt ár af íþyngjandi samkomutakmörkunum

Leikhúsin þurftu að loka dyrum sínum í samtals 4 ½ mánuð. Íþyngjandi takmarkanir á sýningarhaldi með nándarmörkum og takmörkuðum áhorfendafjölda telja alls tæpa 4 mánuði á tímabilinu. Vægar takmarkanir á sýningarhaldi voru í tæpa 4 mánuði alls og þá lengst yfir sumarið 2020 en þá er leikhússtarfsemi í algjöru lágmarki.

Aukning í samkeppnissjóðina fyrir sjálfstæðar sviðslistir

Ríkisstjórnin brást við áhrifum faraldursins að vori með aukaúthlutun í gegnum samkeppnissjóðina Sviðslistasjóð og Listamannalaun. Í maí var 95 milljónum veitt í ný verkefni og í lok júní var 71 mánuði veitt úr launasjóði listamanna til sviðslistafólks.

Í janúar 2021 juku stjórnvöld framlag til sjóðsins um 37 milljónir og veitti Sviðslistasjóður 132 milljónum til 30 atvinnusviðslistahópa leikárið 2021. Sömuleiðis kom til aukning á listamannalaunum um 117 … Read More »Vorblót 2021 – Opið kall

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

10th febrúar

Tjarnarbíó í samvinnu við Reykjavík Dance Festival heldur þriðju útgáfuna af sviðslistahátíðinni Vorblót dagana 15. Apríl – 18. Apríl.  

Við leitum bæði að tilbúnum verkum sem og verkum í vinnslu til að sýna á hátíðinni.  Verkin mega hafa breiða skírskotun í samtímadans eða verk unnin af danshöfundum eða dönsurum.

Leitast er eftir fjölbreyttum verkum bæði í umgjörð, aðferð og efnivið sem mega fara fram á sviði eða annarsstaðar þ.e. staðbundin verk (site-specific). Tjarnarbíó er “black box” leikhús og stærð á sviðsgólfi er uþb 9 m. á breidd x 11 m. á dýpt. Leikhúsið vel búið ljósum og hljóðbúnaði, en hafa skal í huga einfalda umgjörð fyrir sviðsverk þar sem æfingatími á sviði verður takmarkaður.

Gert er ráð fyrir að velja 2 -3 verk til sýninga.

Hátíðin greiðir ekki laun fyrir verkið en listamenn fá hagstæðan hlut af miðasölutekjum.  Tjarnarbíó og Reykjavík Dance Festival munu … Read More »Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

11th janúar

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra aðila leikárið 2021-2022, í samræmi við 6. grein laga um sviðslistir (165/2019).

Þjóðleikhúsið vill efna til frjós og skapandi samstarfs í þeim tilgangi að efla sviðslistir í landinu og auka fjölbreytni í leikhúslandslaginu. Samstarfsverkefni sem valin eru til sýninga í Þjóðleikhúsinu verða hluti af leikári þess og stefnuáherslum, eru kynnt með verkefnaframboði þess og fá aðgang að sérþekkingu starfsmanna, sem og rýmum og tækjum leikhússins, skv. samningi þar um. Samstarfsverkefni geta verið sýnd á einum af leiksviðum Þjóðleikhússins, sem hluti af dagskrá Kjallarans eða Loftsins, og/eða á leikferðum.

Umsóknir skal senda í gegnum umsóknarkerfi á vef Þjóðleikhússins, leikhusid.is, ásamt greinargóðri lýsingu á verkefninu, fjárhagsáætlun og upplýsingum um listræna aðstandendur. Leikhúsið kann að óska eftir frekari upplýsingum og/eða samtali um verkefnin.

SENDA UMSÓKN

Umsóknarfrestur er til og með … Read More »Borgarleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 2021-2022

Posted by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Borgarleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 2021-2022

11th janúar

Mynd er frá samstarfssýningunni Er ég mamma mín?

Á hverju leikári býður Borgarleikhúsið a.m.k. tvo sjáfstæða leikhópa velkomna til samstarfs. Verkefni sjálfstæðu leikhópanna eru valin af leikhússtjóra og verkefnavalsnefnd leikhússins og í kjölfarið kynnt hússtjórn Borgarleikhúss og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL). 

Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur tryggja hið minnsta tveimur leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað LR vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu. 

Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikhópa vegna leikársins 2021-2022.

Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem því er skilmerkilega lýst, greint frá aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjórnendum og öllum þátttakendum. Að auki skal ítarleg fjárhagsáætlun fylgja umsókninni. 

Umsóknarfrestur er til kl. 17 miðvikudaginn 27. janúar 2021 og skulu umsóknir sendar í tölvupósti á netfangið samstarf@borgarleikhus.is

Einnig má senda umsóknir … Read More »OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR LEIKÁRIÐ 2021-2022 – SAMSTARFSVERKEFNI OG VINNUSTOFUR

Posted by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR LEIKÁRIÐ 2021-2022 – SAMSTARFSVERKEFNI OG VINNUSTOFUR

11th janúar

Tjarnarbíó kallar eftir umsóknum um samstarfsverkefni á komandi leikári. Öll sviðsverk koma til greina. Þau verk sem verða fyrir valinu mynda saman leikárið 21/22 í Tjarnarbíói og fá þar af leiðandi aðgang að ókeypis æfingaaðstöðu, stuðningi í markaðs- og tæknimálum, faglegri ráðgjöf ásamt hlutdeild í miðasölu viðkomandi sýningar. Einnig auglýsir Tjarnarbíó eftir listafólki eða hópum sem hefur áhuga á að vera með vinnustofur (e. Residency) í Tjarnarbíói. Þau fá afnot af rými í húsinu til að vinna í, aðgang að sviðinu þegar það er laust, og skrifstofuaðstöðu með öðrum. Starfsfólk Tjarnarbíós býður fram faglega ráðgjöf og stuðning.

Umsókn um vinnustofur skal innihalda stutta lýsingu á því verkefni sem áætlað er að unnið verði ásamt ferilskrá umsækjenda. Umsóknin skal innihalda stutta greinagerð um verkefnið, lista yfir þátttakendur, fjárhagsáætlun og ferilskrá umsækjenda. Umsóknin og allt efni sem þeim viðkemur skal safna í … Read More »Úthlutun úr Sviðslistasjóði fyrir árið 2021

Posted by leikhopar1 in Frettir. Slökkt á athugasemdum við Úthlutun úr Sviðslistasjóði fyrir árið 2021

7th janúar

Umsóknarfrestur rann út 1. október 2020, alls bárust 143 umsóknir frá atvinnusviðslistahópum og sótt var um ríflega 738 milljónir króna.

Stjórnvöld juku framlag til sjóðsins um 37 milljónir og veitir Sviðslistasjóður nú 132 milljónum til 30 atvinnusviðslistahópa leikárið 2021.

Sviðslistaráð gerir 20 milljón króna samning við Gaflaraleikhúsið til tveggja ára með því skilyrði að Hafnarfjarðarbær leggi fram sambærilegt framlag til leikhússins.

Í ár fær Leikhópurinn dB hæsta styrkinn fyrir sviðsverkið Eyja eða 11.2 milljónir.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk:*

SviðslistahópurSviðsverkTegund(ir)ÚthlutunForsvarsmaðurAnimatoMærþöllÓpera391.870 kr.    Þórunn GuðmundsdóttirAquariusTilraunin Hasim – Götustrákur í Kalkútta og ReykjavíkLeikverk3.300.000 kr.Þóra Kristín ÁsgeirsdóttirEP, félagasamtökVenus Í feldiLeikverk8.000.000 kr.Edda Björg EyjólfsdóttirFerðalangar sögunnarSöguferðalangarBarnaverkLeikverkHandritGagnvirkt gönguleikhús2.700.000 kr.Tryggvi GunnarssonFimbulveturBlóðuga KanínanLeikverk10.000.000 kr.Guðmundur Ingi ÞorvaldssonFjórar kynslóðirFjórar kynslóðirDansverkLeikverk1.408.130 kr.Kolfinna NikulásdóttirForspil að framtíðForspil að framtíðBarnaverkLeikverk7.000.000 kr.Ævar Þór BenediktssonFrystiklefinn /The FreezerDNALeikverkHandrit3.400.000 kr.Kári ViðarssonGaflaraleikhúsiðSamstarfssamningurBarnaverk10.000.000 kr.Lárus VilhjálmssonGEIGENClub GeigenDansverkTónleikhús2.500.000 kr.Gígja JónsdóttirHellaðirHeilinn í HellinumLeikverk2.500.000 kr.Albert HalldórssonKvámaSöngleikurinn Rokkarinn og rótarinnLeikverkSöngleikur2.700.000 kr.Þór Breiðfjörð KristinssonLAB LOKI, félagasamtökSkáldið í speglinumLeikverk5.200.000 kr.Rúnar GuðbrandssonLast Minute ProductionsÞokaDansverk4.400.000 kr.Inga … Read More »Úthlutun starfslauna til sviðslistafólks

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

7th janúar

Launasjóður sviðslistafólks

307 mánuðir

Launasjóður sviðslistafólks: 307 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 1841 mánuði.

Alls bárust umsóknir frá 940 frá listamönnum sem tilheyrðu 135 sviðslistahópum og 68 einstaklingumStarfslaun í sviðslistahópum fá 145 sviðslistamenn, 79 konur og 66 karlStarfslaun einstaklinga fá 15 sviðslistamenn 59 mánuði, 10 konur og 5 karlar.

EINSTAKLINGAR

10 mánuðir

Finnur Arnar Arnarson

5 mánuðir

Sólveig Guðmundsdóttir

4 mánuðir

Hjörleifur HjartarsonKolbrún HalldórsdóttirKolfinna NikulásdóttirMagnús JónssonPáll Baldvin BaldvinssonÞóra Karítas Árnadóttir

3 mánuðir

Ásgerður JúníusdóttirMaría Heba ÞorkelsdóttirRebekka A. IngimundardóttirUnnur Elísabet GunnarsdóttirVignir Rafn ValthórssonÞórey Sigþórsdóttir

2 mánuðir

Tinna Grétarsdóttir

SVIÐSLISTAHÓPAR 

Heiti sviðlistahóps – heiti verks: nöfn leikara

24 mánuðir

Animato – Mærþöll ópera: Bjarni Thor Kristinsson, Björk Níelsdóttir, Erla Dóra Vogler, Eva Björg Harðardóttir, Eva Þyri Hilmarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Gunnlaugur Bjarnason, Hildigunnur Halldórsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir 

20 mánuðir

Gaflaraleikhúsið – tengt samstarfssamningum Gaflaraleikhúss við Hafnarfjarðarbæ og Sviðslistasjóð.

19 mánuðir

Menningarfélagið Tær – Alda: Katrín Gunnarsdóttir, Eva Signý Berger, Halla Þórðardóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Anais Florence Lea Barthe, Heba Eir Jónasdóttir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, … Read More »Könnun um samfélag sjálfstæðra sviðslista í Evrópu

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

3rd desember

Sjálfstæðu Leikhúsin (SL) eru félagi í samtökum sjálfstæðra sviðslista í Evrópu – EAIPA (European Association of Independent Performing Arts).  EAIPA stendur nú fyrir könnun á stöðu sjálfstætt starfandi listamanna, einstaklinga, hópa og stofnanna innan sviðslista í Evrópu.

Markmið könnunarinnar er að safna gögnum og kortleggja stöðu sjálfstæðra sviðslista í Evrópu, miðla þekkingu og efla samstöðu sjálfstætt starfandi sviðslistafólks.

Könnunin nær bæði til einstaklinga og stofnana og henni ætti að svara:

Einstaklingar: Listamenn / Hönnuðir (þ.e. búninga- eða sviðsmynd) / Tæknimenn / Framleiðendur / Framleiðslustjórar / Dramatúrgar / Sýningarstjórar og aðrir

Félög: sjálfstæð fyrirtæki / hópar / framleiðsluhús / æfingarrými / hátíðir / samtök o.fl.

… Sem starfa sjálfstætt á sviði dans / leiklistar / tónlistarleikhúss / barna- og unglingaleikhúss / sirkus / þverfaglegt listrænt starf í sviðslistum

Við viljum biðja þig um að taka þátt í könnuninni. Það tekur u.þ.b. 15 mínútur að svara könnuninn … Read More »Umsögn SL um frumvarp til laga um tekjufallsstyrki

Posted by leikhopar1 in Frettir. No Comments

24th október

Sjálfstæðu leikhúsin fagna því að með þessu frumvarpi birtist skýr vilji til að styðja við einyrkja í listum og menningu í ástandi sem gerir þeim verulega erfitt fyrir. Stjórn SL hefur kynnt sér inntak frumvarpsins og reynt að leggja mat á þann stuðning sem sviðslistafólk mun geta sótt verði ákvæði þess að lögum. Niðurstaða okkar að gera þurfi nokkrar veigamiklar breytingar til að það gagnist einyrkjum og litlum fyrirtækjum í sviðslistageiranum. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að horfa til þess að fyrri úrræði stjórnvalda til að styðja fólk í gegnum þessar þregningar hafa ekki nýst sjálfstætt starfandi listafólki sem skyldi. Fyrir því eru margar ástæður en einfalda svarið liggur í afar flóknu starfsumhverfi listamanna; tekjurnar eru sveiflukenndar, bæði innan ársins og milli ára, margir starfa sem launþegar að hluta og sjálfstæðir rekstraraðilar að hluta, ýmist á eigin kennitölu eða undir … Read More »


Fréttir

Fréttir og tilkynningar úr starfi sjálfstæðra sviðslistahópa. Sendið okkur póst á leikhopar@leikhopar.is

Listafólk í fókus – Taktu þátt

Ný netfundaröð EAPIA „Listafólk í fókus“ hefst fimmtudaginn 9. nóvember.

EAIPA – Evrópusamtök sjálfstæðs sviðslistafólks efnir til spennandi dagskrár og beinir sjónum sínum að listafólki, aðbúnaði þess og aðstöðu með...

Umsögn SL um fjárlög 2024

Hér að neðan er birt umsögn SL um fjárlög 2024, en einnig er hægt að nálgast umsögnina á vef Alþingis hér.

Sjálfstæðu leikhúsin óska eftir:

●...

Sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu – Stofnun og afkoma vaxandi geira

Út er komin yfirgripsmikil rannsókn um sjálfstæðar sviðslistir í Evrópu Independent Performing Arts in Europe: Establishment and Survival of an Emerging Field. Bókin er...